Pólitískur subbuskapur Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. september 2015 08:00 Reykjavík er fjölbreytt borg sem veitir borgarbúum ólíka og mikilvæga þjónustu á hverjum degi, en hún er meira en það. Reykjavík er m.a. borg friðar og mannréttinda eins og fjölmörg dæmi undanfarin ár bera vott um. Sú þróun að borgir eins og Reykjavík hafi sjálfstæða stefnu í ólíkum málaflokkum er löngu hafin. Borgir munu halda áfram að verða umfangsmeiri og mikilvægari ef eitthvað er. Skiptir þar engu um pirraða framsóknar- og sjálfstæðismenn á Íslandi. Í umræðunni undanfarna daga um tillöguna sem borgarstjórn hefur nú dregið til baka fór lítið fyrir umfjöllun um tilgang hennar. Viðleitni okkar gekk út á að auðvelda Palestínumönnum að lifa eðlilegra lífi í stað lífs takmarkana, múra og kúgunar. Lóð á vogarskálarnar í þeirri baráttu en fyrst og fremst táknræn aðgerð. Gerð voru mistök þar sem málið var ekki nógu vel undirbúið af hálfu okkar í meirihlutanum og því var ákveðið draga tillöguna til baka og hefur það verið gert með stuðningi minnihlutans. Áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref verður ráðgjafar leitað hjá öðrum höfuðborgum Norðurlandanna og samráð haft við utanríkisráðuneytið. Málið komst á mikið flug og notaði minnihlutinn í borgarstjórn og einstaka ráðherrar sér það til framdráttar. Miðað við upphrópin og hamaganginn mætti ætla að mikið hafi gengið á þegar tillagan um sniðgönguna var samþykkt í borgarstjórn 15. september. Umræðan var þvert á móti nokkuð hófstillt og fór allnokkur tími fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í að tala um ágæti borgarfulltrúans sem lagði fram tillöguna! Umræðan tók ekki langan tíma og einungis þrír af sex fulltrúum minnihlutans tóku til máls. Sem er í grunninn ekki óeðlilegt nema í ljósi þeirra gífuryrða sem fallið hafa síðan, þar á meðal kröfunnar um afsögn borgarstjóra. Andstaðan var lítil auk þess sem einn minnihlutafulltrúi sat hjá. Málatilbúnaður sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarna daga hefur því fyrst og fremst einkennst af pólitískum subbuskap og er í engu samræmi við tilefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er fjölbreytt borg sem veitir borgarbúum ólíka og mikilvæga þjónustu á hverjum degi, en hún er meira en það. Reykjavík er m.a. borg friðar og mannréttinda eins og fjölmörg dæmi undanfarin ár bera vott um. Sú þróun að borgir eins og Reykjavík hafi sjálfstæða stefnu í ólíkum málaflokkum er löngu hafin. Borgir munu halda áfram að verða umfangsmeiri og mikilvægari ef eitthvað er. Skiptir þar engu um pirraða framsóknar- og sjálfstæðismenn á Íslandi. Í umræðunni undanfarna daga um tillöguna sem borgarstjórn hefur nú dregið til baka fór lítið fyrir umfjöllun um tilgang hennar. Viðleitni okkar gekk út á að auðvelda Palestínumönnum að lifa eðlilegra lífi í stað lífs takmarkana, múra og kúgunar. Lóð á vogarskálarnar í þeirri baráttu en fyrst og fremst táknræn aðgerð. Gerð voru mistök þar sem málið var ekki nógu vel undirbúið af hálfu okkar í meirihlutanum og því var ákveðið draga tillöguna til baka og hefur það verið gert með stuðningi minnihlutans. Áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref verður ráðgjafar leitað hjá öðrum höfuðborgum Norðurlandanna og samráð haft við utanríkisráðuneytið. Málið komst á mikið flug og notaði minnihlutinn í borgarstjórn og einstaka ráðherrar sér það til framdráttar. Miðað við upphrópin og hamaganginn mætti ætla að mikið hafi gengið á þegar tillagan um sniðgönguna var samþykkt í borgarstjórn 15. september. Umræðan var þvert á móti nokkuð hófstillt og fór allnokkur tími fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í að tala um ágæti borgarfulltrúans sem lagði fram tillöguna! Umræðan tók ekki langan tíma og einungis þrír af sex fulltrúum minnihlutans tóku til máls. Sem er í grunninn ekki óeðlilegt nema í ljósi þeirra gífuryrða sem fallið hafa síðan, þar á meðal kröfunnar um afsögn borgarstjóra. Andstaðan var lítil auk þess sem einn minnihlutafulltrúi sat hjá. Málatilbúnaður sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarna daga hefur því fyrst og fremst einkennst af pólitískum subbuskap og er í engu samræmi við tilefnið.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar