Axlaðu ábyrgð herra borgarstjóri! Óttar Guðlaugsson skrifar 22. september 2015 19:42 Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að setja innkaupabann á Ísrael, vinaþjóð Íslands til áratuga, hefur af skiljanlegum ástæðum valdi miklum usla víða um heim og dregið dilka á eftir sér. Alþjóðleg samtök gyðinga hafa hótað málsókn, erlendir ferðamenn hafa afbókað ferðir sínar til landsins í massavís, íslenskar vörur hafa verið teknar úr hillum stórra bandarískra verslunarkeðja, erlendir birgjar hafa afpantað íslenskar vörur og fjárfestar á bakvið byggingu nýs lúxushótels við Hörpu hafa greint frá því að vafi ríkji um fjármögnun þess í kjölfar fyrrnefndrar ákvörðunar borgarmeirihlutans. Það stefnir því í að fyrirtæki og einstaklingar út í bæ muni tapa milljónum, ef ekki milljörðum, vegna ákvörðunar sem lögfræðingar, og raunar sjálft utanríkisráðuneytið, hafa sagt brjóta gegn landslögum jafnt sem jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Ákvörðunar sem borgarstjóri sjálfur hefur sagt að hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til fyrrum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þó svo að viðkomandi borgarfulltrúi hafi þvertekið fyrir það og í kjölfarið ásakað borgarstjórann um ósannindi enda hafi drögin að tillögunni legið fyrir í heilt ár. Í dag ætlar borgarstjóri síðan að freista þess að lágmarka tjónið, sem hann sjálfur olli, með því að draga „kveðjugjöfina“ vanhugsuðu til baka. Þó svo að slíkt sé vissulega skref í rétta átt þá dugir það einfaldlega ekki til. Skaðinn er núþegar skeður og einhver verður að axla ábyrgð á þessu fordæmalausa klúðri. Borgarstjórinn verður að sýna kjósendum, og þá sérstaklega þeim sem hann hefur ollið fjárhagslegu tjóni, þá lágmarksvirðingu að axla ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að setja innkaupabann á Ísrael, vinaþjóð Íslands til áratuga, hefur af skiljanlegum ástæðum valdi miklum usla víða um heim og dregið dilka á eftir sér. Alþjóðleg samtök gyðinga hafa hótað málsókn, erlendir ferðamenn hafa afbókað ferðir sínar til landsins í massavís, íslenskar vörur hafa verið teknar úr hillum stórra bandarískra verslunarkeðja, erlendir birgjar hafa afpantað íslenskar vörur og fjárfestar á bakvið byggingu nýs lúxushótels við Hörpu hafa greint frá því að vafi ríkji um fjármögnun þess í kjölfar fyrrnefndrar ákvörðunar borgarmeirihlutans. Það stefnir því í að fyrirtæki og einstaklingar út í bæ muni tapa milljónum, ef ekki milljörðum, vegna ákvörðunar sem lögfræðingar, og raunar sjálft utanríkisráðuneytið, hafa sagt brjóta gegn landslögum jafnt sem jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Ákvörðunar sem borgarstjóri sjálfur hefur sagt að hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til fyrrum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, þó svo að viðkomandi borgarfulltrúi hafi þvertekið fyrir það og í kjölfarið ásakað borgarstjórann um ósannindi enda hafi drögin að tillögunni legið fyrir í heilt ár. Í dag ætlar borgarstjóri síðan að freista þess að lágmarka tjónið, sem hann sjálfur olli, með því að draga „kveðjugjöfina“ vanhugsuðu til baka. Þó svo að slíkt sé vissulega skref í rétta átt þá dugir það einfaldlega ekki til. Skaðinn er núþegar skeður og einhver verður að axla ábyrgð á þessu fordæmalausa klúðri. Borgarstjórinn verður að sýna kjósendum, og þá sérstaklega þeim sem hann hefur ollið fjárhagslegu tjóni, þá lágmarksvirðingu að axla ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar