Lagadeildin lokuð? Ólafur Stephensen skrifar 9. október 2015 09:52 Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að mikil röskun verði á kennslu í Háskóla Íslands, komi til verkfalls SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Mbl.is segir frá því að nemendum hafi borizt tölvupóstur frá rektor háskólans, þar sem fram komi að hefðbundin kennsla geti ekki farið fram, komi til verkfalls, þar sem þá verði kennslustofur læstar og hús háskólans sem ekki hafa sjálfvirka rafræna opnun verði ekki opnuð. Í frétt Vísis er haft eftir yfirmanni rekstrar bygginga HÍ að það sé verkfallsbrot aðganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verði aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sjái um að opna hana. Þessi fyrirvaralausa afstaða stjórnenda Háskólans, um að háskólabyggingarnar verði lokaðar komi til verkfalls, kemur á óvart. Það er almenn regla í vinnurétti að stjórnendum fyrirtækja og stofnana er heimilt að ganga í störf undirmanna sinna þótt til verkfalls komi. Einn þeirra lykildóma, sem staðfest hafa þá reglu, er einmitt dómur í máli Háskóla Íslands gegn BSRB. Dómurinn sem um ræðir féll árið 1986 og fjallar um algjörlega sambærilegar aðstæður og nú stefnir í. SFR fór í verkfall ásamt öðrum félögum í BSRB hinn 4. október 1984. Umsjónarmenn bygginga HÍ voru á meðal þeirra sem voru í verkfalli. Að morgni þess dags gekk Guðmundur Magnússon, þáverandi rektor háskólans, í störf húsvarðanna og opnaði háskólabyggingarnar. Þegar nemendur og kennarar komu til starfa um morguninn voru húsin opin, en verkfallsverðir BSRB stóðu fyrir dyrum og meinuðu fólki inngöngu. Í framhaldinu stefndi Háskólinn BSRB og krafðist bóta vegna ólögmætrar verkfallsvörzlu. BSRB var sýknað í héraðsdómi, en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar 1986:1206 segir: „Rektor Háskóla Íslands er yfirmaður stjórnsýslu skólans, samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um Háskóla Íslands nr. 77/1979. Hvorki stóðu ákvæði laga nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja né ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eða aðrar réttarreglur í vegi fyrir því að honum væri heimilt að opna hús háskólans, svo að fullnægt yrði þar lögbundinni starfrækslu samkvæmt 1. grein laga nr. 77/1979, enda þótt hafið væri allsherjarverkfall stefnda [BSRB]. Ágreiningslaust er, að kennslu þá, sem hér um ræðir, skyldu kennarar, er stóðu utan samtaka stefnda, inna af hendi. Aðgerðir á vegum stefnda til að koma í veg fyrir aðgang nemenda og kennara að húsakynnum háskólans og hindra þannig lögboðna kennslu voru því ólögmætar. Ber stefndi af þeim sökum fébótaábyrgð á því tjóni er áfrýjandi varð fyrir.“ Eins og áður sagði er þessi dómur eitt af lykilfordæmum íslenzks vinnuréttar og stendur óhaggaður sem slíkur; meðal annars er vitnað til hans á vef Alþýðusambands Íslands þar sem fjallað er um lögmæti verkfallsvörzlu. Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. Hann hlýtur að skulda á annan tug þúsunda nemenda skýringar á því af hverju ekki á að fylgja þessu skýra fordæmi Hæstaréttar Íslands til að tryggja þeim þá kennslu sem þeir eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að mikil röskun verði á kennslu í Háskóla Íslands, komi til verkfalls SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Mbl.is segir frá því að nemendum hafi borizt tölvupóstur frá rektor háskólans, þar sem fram komi að hefðbundin kennsla geti ekki farið fram, komi til verkfalls, þar sem þá verði kennslustofur læstar og hús háskólans sem ekki hafa sjálfvirka rafræna opnun verði ekki opnuð. Í frétt Vísis er haft eftir yfirmanni rekstrar bygginga HÍ að það sé verkfallsbrot aðganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verði aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sjái um að opna hana. Þessi fyrirvaralausa afstaða stjórnenda Háskólans, um að háskólabyggingarnar verði lokaðar komi til verkfalls, kemur á óvart. Það er almenn regla í vinnurétti að stjórnendum fyrirtækja og stofnana er heimilt að ganga í störf undirmanna sinna þótt til verkfalls komi. Einn þeirra lykildóma, sem staðfest hafa þá reglu, er einmitt dómur í máli Háskóla Íslands gegn BSRB. Dómurinn sem um ræðir féll árið 1986 og fjallar um algjörlega sambærilegar aðstæður og nú stefnir í. SFR fór í verkfall ásamt öðrum félögum í BSRB hinn 4. október 1984. Umsjónarmenn bygginga HÍ voru á meðal þeirra sem voru í verkfalli. Að morgni þess dags gekk Guðmundur Magnússon, þáverandi rektor háskólans, í störf húsvarðanna og opnaði háskólabyggingarnar. Þegar nemendur og kennarar komu til starfa um morguninn voru húsin opin, en verkfallsverðir BSRB stóðu fyrir dyrum og meinuðu fólki inngöngu. Í framhaldinu stefndi Háskólinn BSRB og krafðist bóta vegna ólögmætrar verkfallsvörzlu. BSRB var sýknað í héraðsdómi, en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar 1986:1206 segir: „Rektor Háskóla Íslands er yfirmaður stjórnsýslu skólans, samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um Háskóla Íslands nr. 77/1979. Hvorki stóðu ákvæði laga nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja né ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eða aðrar réttarreglur í vegi fyrir því að honum væri heimilt að opna hús háskólans, svo að fullnægt yrði þar lögbundinni starfrækslu samkvæmt 1. grein laga nr. 77/1979, enda þótt hafið væri allsherjarverkfall stefnda [BSRB]. Ágreiningslaust er, að kennslu þá, sem hér um ræðir, skyldu kennarar, er stóðu utan samtaka stefnda, inna af hendi. Aðgerðir á vegum stefnda til að koma í veg fyrir aðgang nemenda og kennara að húsakynnum háskólans og hindra þannig lögboðna kennslu voru því ólögmætar. Ber stefndi af þeim sökum fébótaábyrgð á því tjóni er áfrýjandi varð fyrir.“ Eins og áður sagði er þessi dómur eitt af lykilfordæmum íslenzks vinnuréttar og stendur óhaggaður sem slíkur; meðal annars er vitnað til hans á vef Alþýðusambands Íslands þar sem fjallað er um lögmæti verkfallsvörzlu. Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. Hann hlýtur að skulda á annan tug þúsunda nemenda skýringar á því af hverju ekki á að fylgja þessu skýra fordæmi Hæstaréttar Íslands til að tryggja þeim þá kennslu sem þeir eiga rétt á.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun