Sækja á heimsmarkað Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 14:12 Þeir Guðmundur, Þorgeir, Vignir og Haukur. Vísir Sprotafyrirtækið Radiant Games stefnir á að gefa út leik sinn, Box Island, á heimsvísu í næsta mánuði. Leikurinn verður þýddur á fjölda tungumála en hann var gefinn út á Íslandi í ágúst. Box Island er ætlað að auðvelda krökkum að beita grunngildum forritunar og efla rökfræðilega hugsunarhátt. Leikurinn verður þýddur á öll norrænu tungumálin sem og þau helstu í Evrópu. Vignir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games, telur að það muni skipta miklu máli varðandi velgengni leiksins. Hingað til hefur Box Island eingöngu verið til sölu í smáforritaverslun Apple hér á landi.Gefinn út fyrir fleiri tæki „Við erum ekki markaðslega tilbúnir til að koma okkur á framfæri erlendis strax og erum að vinna í því núna,“ segir Vignir. Til stendur að gefa út leikinn í seinni hluta nóvember. Þegar leikurinn var gefinn út á Íslandi virkaði hann eingöngu í iPad, spjaldtölvum Apple, en búið er að vinna í því að gera Box Island kláran fyrir fyrir iPhone snjallsíma og síma sem keyra á Android stýrikerfinu. Þá hefur einnig verið unnið að útliti leiksins og spilun hans, sem og öðru.Börnin stóðu sig vel Þegar börn voru fengin til að prófa Box Island, áður en hann var gefinn út, voru þau oft fljótari að átta sig á leiknum en fullorðnir. „Þegar þau fá réttu kynninguna á þessu um hvernig eigi að beita tólum leiksins, þá sáum við að í mörgum tilfellum voru þau fljótari að meðtaka leikinn,“ segir Vignir. „Við vorum að sjá börn sem höfðu kannski tekið tíu eða tuttugu borð í leiknum. Við spurðum: „Hefur þú forritað?“ og fengum til baka: „Hvað er forritun?“. Það er ekki markmið leiksins að auglýsa að um forritunaræfingu sé að ræða. Það er í höndum foreldra eða jafnvel kennara að setja upp samhengi leiksins.“ Fyrirtækið Radiant Games var stofnað í maí í fyrra og sama ár hlaut fyrirtækið verkefnisstyrk Tækniþróunarsjóðs upp á 12,5 milljónir króna árlega til þriggja ára, ásamt því að lenda í 2.sæti af 376 viðskiptahugmyndum í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Upphaf Radiant games má rekja til þess að nokkrir af stofnendum fyrirtækisins ákváðu að taka þátt í Imagine Cup hjá tæknirisanum Microsoft þegar voru í tölvunarfræðinámi hjá Háskólanum í Reykjaík. „Þeir stukku í það og áttuðu sig síðan á því að enginn þeirra gat teiknað,“ segir Guðmundur Viðarsson, listrænn stjórnandi Radiant Games og einn af stofnendum þess.Vilja vera með í átaki Þá lenti fyrirtækið í öðru sæti af í frumkvöðlakeppninni Gullegginu í fyrra. Stofnendur fyrirtækisins eru Guðmundur Valur Viðarsson, Haukur Steinn Logason, Vignir Örn Guðmundsson og Þorgeir Auðunn Karlsson. Þeir Guðmundur og Haukur tóku þátt í Imagine Cup, en Vignir og Þorgeir komu inn seinna. Í desember verður haldið forritunarátak víða um heiminn. Átakið tengist Code.org samtökunum og heitir Hour of Code, sem margir að helstu tæknifrumkvöðlum heims eins og Bill Gates og Mark Zuckerberg koma að. Hour of Code nær til tugi milljóna notenda í yfir 180 löndum. Nú þegar eru skráðir um 33 þúsund viðburðir um allan heim vikuna 7. – 13. sdesember. Markmið Radiant Games er að Box Island verði hluti af þessu átaki. Það myndi hjálpa útgáfu leiksins gífurlega. Nú eru þeir að vinna að sérstakri Hour of Code útgáfu af Box Island til að komast að. „Við erum semsagt að stefna á að vera með styttri útgáfu af Boz Island sem verður frí og sérstaklega hönnuð fyrir þessa viðburði,“ segir Vignir. Leikjavísir Tækni Tengdar fréttir Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00 Markmiðið að gera besta leikinn á heimsvísu sem kynnir forritun fyrir krökkum "Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. 26. ágúst 2015 13:00 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Sprotafyrirtækið Radiant Games stefnir á að gefa út leik sinn, Box Island, á heimsvísu í næsta mánuði. Leikurinn verður þýddur á fjölda tungumála en hann var gefinn út á Íslandi í ágúst. Box Island er ætlað að auðvelda krökkum að beita grunngildum forritunar og efla rökfræðilega hugsunarhátt. Leikurinn verður þýddur á öll norrænu tungumálin sem og þau helstu í Evrópu. Vignir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games, telur að það muni skipta miklu máli varðandi velgengni leiksins. Hingað til hefur Box Island eingöngu verið til sölu í smáforritaverslun Apple hér á landi.Gefinn út fyrir fleiri tæki „Við erum ekki markaðslega tilbúnir til að koma okkur á framfæri erlendis strax og erum að vinna í því núna,“ segir Vignir. Til stendur að gefa út leikinn í seinni hluta nóvember. Þegar leikurinn var gefinn út á Íslandi virkaði hann eingöngu í iPad, spjaldtölvum Apple, en búið er að vinna í því að gera Box Island kláran fyrir fyrir iPhone snjallsíma og síma sem keyra á Android stýrikerfinu. Þá hefur einnig verið unnið að útliti leiksins og spilun hans, sem og öðru.Börnin stóðu sig vel Þegar börn voru fengin til að prófa Box Island, áður en hann var gefinn út, voru þau oft fljótari að átta sig á leiknum en fullorðnir. „Þegar þau fá réttu kynninguna á þessu um hvernig eigi að beita tólum leiksins, þá sáum við að í mörgum tilfellum voru þau fljótari að meðtaka leikinn,“ segir Vignir. „Við vorum að sjá börn sem höfðu kannski tekið tíu eða tuttugu borð í leiknum. Við spurðum: „Hefur þú forritað?“ og fengum til baka: „Hvað er forritun?“. Það er ekki markmið leiksins að auglýsa að um forritunaræfingu sé að ræða. Það er í höndum foreldra eða jafnvel kennara að setja upp samhengi leiksins.“ Fyrirtækið Radiant Games var stofnað í maí í fyrra og sama ár hlaut fyrirtækið verkefnisstyrk Tækniþróunarsjóðs upp á 12,5 milljónir króna árlega til þriggja ára, ásamt því að lenda í 2.sæti af 376 viðskiptahugmyndum í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Upphaf Radiant games má rekja til þess að nokkrir af stofnendum fyrirtækisins ákváðu að taka þátt í Imagine Cup hjá tæknirisanum Microsoft þegar voru í tölvunarfræðinámi hjá Háskólanum í Reykjaík. „Þeir stukku í það og áttuðu sig síðan á því að enginn þeirra gat teiknað,“ segir Guðmundur Viðarsson, listrænn stjórnandi Radiant Games og einn af stofnendum þess.Vilja vera með í átaki Þá lenti fyrirtækið í öðru sæti af í frumkvöðlakeppninni Gullegginu í fyrra. Stofnendur fyrirtækisins eru Guðmundur Valur Viðarsson, Haukur Steinn Logason, Vignir Örn Guðmundsson og Þorgeir Auðunn Karlsson. Þeir Guðmundur og Haukur tóku þátt í Imagine Cup, en Vignir og Þorgeir komu inn seinna. Í desember verður haldið forritunarátak víða um heiminn. Átakið tengist Code.org samtökunum og heitir Hour of Code, sem margir að helstu tæknifrumkvöðlum heims eins og Bill Gates og Mark Zuckerberg koma að. Hour of Code nær til tugi milljóna notenda í yfir 180 löndum. Nú þegar eru skráðir um 33 þúsund viðburðir um allan heim vikuna 7. – 13. sdesember. Markmið Radiant Games er að Box Island verði hluti af þessu átaki. Það myndi hjálpa útgáfu leiksins gífurlega. Nú eru þeir að vinna að sérstakri Hour of Code útgáfu af Box Island til að komast að. „Við erum semsagt að stefna á að vera með styttri útgáfu af Boz Island sem verður frí og sérstaklega hönnuð fyrir þessa viðburði,“ segir Vignir.
Leikjavísir Tækni Tengdar fréttir Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00 Markmiðið að gera besta leikinn á heimsvísu sem kynnir forritun fyrir krökkum "Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. 26. ágúst 2015 13:00 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00
Markmiðið að gera besta leikinn á heimsvísu sem kynnir forritun fyrir krökkum "Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. 26. ágúst 2015 13:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið