Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. október 2015 07:00 Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. vísir/gva Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bílnum. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín og hleypur götuverð efnanna á hundruðum milljóna. Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bifreiðinni eftir að fíkniefnahundur tollgæslunnar sýndi bílnum athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina og hélt fólkið sína leið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði tollgæslan lögreglu þó viðvart um að grunur léki á að fíkniefni væru í bifreiðinni. Í kjölfarið vaktaði lögregla bílinn. Hollendingarnir yfirgáfu bílinn í nokkra daga og stóð hann óhreyfður á bílaplani. Einstaklingarnir fjórir voru handteknir eftir að Hollendingarnir fóru af stað á bílnum og hittu annan móttakanda efnanna. Við leit lögreglu í bílnum fundust fíkniefnin. Það má því gefa sér að efnin hafi verið vel falin þar sem efnin fundust ekki við fyrstu leit. Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um væri að ræða mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða. Þetta er þriðja stóra fíkniefnamálið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einnig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Hollenskt par situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana.Hólmgeir Elías Flosasonmynd/versuslögmenn„Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekkert hverjir hinir einstaklingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins þeirra grunuðu sem ekki voru á staðnum við móttöku efnanna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bílnum. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín og hleypur götuverð efnanna á hundruðum milljóna. Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bifreiðinni eftir að fíkniefnahundur tollgæslunnar sýndi bílnum athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina og hélt fólkið sína leið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði tollgæslan lögreglu þó viðvart um að grunur léki á að fíkniefni væru í bifreiðinni. Í kjölfarið vaktaði lögregla bílinn. Hollendingarnir yfirgáfu bílinn í nokkra daga og stóð hann óhreyfður á bílaplani. Einstaklingarnir fjórir voru handteknir eftir að Hollendingarnir fóru af stað á bílnum og hittu annan móttakanda efnanna. Við leit lögreglu í bílnum fundust fíkniefnin. Það má því gefa sér að efnin hafi verið vel falin þar sem efnin fundust ekki við fyrstu leit. Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um væri að ræða mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða. Þetta er þriðja stóra fíkniefnamálið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einnig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Hollenskt par situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana.Hólmgeir Elías Flosasonmynd/versuslögmenn„Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekkert hverjir hinir einstaklingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins þeirra grunuðu sem ekki voru á staðnum við móttöku efnanna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira