Burt með túrskatt og skömm Viktoría Hermannsdóttir skrifar 2. október 2015 16:00 Yfirleitt fagna ég ákaft því hlutskipti mínu í lífinu að hafa fæðst sem kona. Ég viðurkenni að þetta kvenkyns hlutskipti mitt pirraði mig eilítið í vikunni þegar sagt var frá því á RÚV að íslenskar konur borguðu um 230 þúsund í skatt yfir ævina fyrir dömubindi og túrtappa. Þessar nauðsynjavörur eru skattlagðar í efra virðisaukaskattsþrepinu sem þýðir að þær bera 24 prósent skatt meðan t.d. smokkar og bleyjur bera 11 prósent skatt. Það er sem sagt ekki nóg með að það blæði úr klofi flestra kvenna sirka fimm daga í mánuði allavega hálfa ævina heldur kosta þessar nauðsynjavörur okkur um 1,2 milljónir yfir ævina. Það sem kann að skýra þennan skringilega skatt á þessum nauðsynjavörum gæti verið þessi fáránlega skömm sem ríkir yfir blæðingum kvenna. Okkur er strax kennt að þetta sé eitthvað sem eigi ekki að ræða. Ég man að við stelpurnar í bekknum mínum vorum dregnar út úr tíma til að fá fræðslu um blæðingar þar sem skólahjúkkan skellti dömubindi á lærið á sér og var hin vandræðalegasta þegar hún fræddi okkur um þessi líffræðilegu örlög okkar. Strákarnir fengu hins vegar enga fræðslu um þetta fyrirbæri enda yfirleitt talið einkamál kvenna. Mörgum konum finnst meira að segja vandræðalegt að fara að kaupa sér þessar nauðsynjavörur og sjálf hef ég stundum kippt einhverju öðru með í búðinni sem ég þurfti ekki á að halda til þess að draga athyglina frá bindunum. Umræðan hefur þó sem betur fer opnast undanfarið, meðal annars á Twitter undir myllumerkinu #túrvæðingin þar sem konur ræða mýtur og ranghugmyndir um blæðingar og það er vel enda þurfum við að hætta þessu rugli. Afléttum túrskattinum og túrskömminni í eitt skipti fyrir öll. #túrvæðingin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Yfirleitt fagna ég ákaft því hlutskipti mínu í lífinu að hafa fæðst sem kona. Ég viðurkenni að þetta kvenkyns hlutskipti mitt pirraði mig eilítið í vikunni þegar sagt var frá því á RÚV að íslenskar konur borguðu um 230 þúsund í skatt yfir ævina fyrir dömubindi og túrtappa. Þessar nauðsynjavörur eru skattlagðar í efra virðisaukaskattsþrepinu sem þýðir að þær bera 24 prósent skatt meðan t.d. smokkar og bleyjur bera 11 prósent skatt. Það er sem sagt ekki nóg með að það blæði úr klofi flestra kvenna sirka fimm daga í mánuði allavega hálfa ævina heldur kosta þessar nauðsynjavörur okkur um 1,2 milljónir yfir ævina. Það sem kann að skýra þennan skringilega skatt á þessum nauðsynjavörum gæti verið þessi fáránlega skömm sem ríkir yfir blæðingum kvenna. Okkur er strax kennt að þetta sé eitthvað sem eigi ekki að ræða. Ég man að við stelpurnar í bekknum mínum vorum dregnar út úr tíma til að fá fræðslu um blæðingar þar sem skólahjúkkan skellti dömubindi á lærið á sér og var hin vandræðalegasta þegar hún fræddi okkur um þessi líffræðilegu örlög okkar. Strákarnir fengu hins vegar enga fræðslu um þetta fyrirbæri enda yfirleitt talið einkamál kvenna. Mörgum konum finnst meira að segja vandræðalegt að fara að kaupa sér þessar nauðsynjavörur og sjálf hef ég stundum kippt einhverju öðru með í búðinni sem ég þurfti ekki á að halda til þess að draga athyglina frá bindunum. Umræðan hefur þó sem betur fer opnast undanfarið, meðal annars á Twitter undir myllumerkinu #túrvæðingin þar sem konur ræða mýtur og ranghugmyndir um blæðingar og það er vel enda þurfum við að hætta þessu rugli. Afléttum túrskattinum og túrskömminni í eitt skipti fyrir öll. #túrvæðingin