Grindargliðnun – hvað er til ráða? nanna árnadóttir skrifar 26. október 2015 14:00 Vísir/Getty Ég hef oft hugsað af hverju í ósköpunum sumar konur þurfi að finna svona mikið fyrir þeim meðgöngum sem þær ganga í gegnum, þetta er það sem við vorum gerðar til þess að gera, ekki satt? Konur ættu að vera gerðar til þess að fjölga sér en samt virðast sumar konur þurfa að ganga í gegnum ansi mikið til þess að koma nýju barni í heiminn.Hvers vegna grindargliðnun? Grindargliðnun er einn af þessum stórskemmtilegu fylgikvillum sem margar konur upplifa á meðgöngunni. Þegar konur verða ófrískar byrjar líkaminn strax að undirbúa sig fyrir meðgönguna og fæðinguna. Eitt af því sem gerist er að hormónið relaxín byrjar að flæða um líkamann sem verður til þess að það slaknar á liðböndunum til þess að koma fóstrinu almennilega fyrir í grindinni og víkka fæðingarveginn fyrir fæðinguna. Sumar konur finna lítið sem ekkert fyrir þessu, aðrar finna töluvert mikið fyrir verkjum og enn aðrar eru nánast rúmliggjandi og þurfa að nota hjólastól eða hækjur til þess að komast á milli staða. Svona erum við mismunandi og nánast engin leið að segja til um fyrirfram hvernig líkaminn tekur þessum breytingum.Einkenni grindargliðnunar Oftast er talað um grindargliðnun ef kona upplifir mikla verki framanvert í lífbeini og/eða aftan í spjaldhrygg. Verkirnir geta einnig leitt niður í annan hvorn fótinn, niður í nárann, rassvöðvana og mjaðmirnar og geta komið fram annað hvort báðum eða öðrum megin í líkamanum. Verkirnir eru yfirleitt tengdir álagi og geta því verið breytilegir eftir því hvað konan hefur verið að gera dag hvern. Það sem gerir konum oft erfitt fyrir við að greina við hvaða álag verkirnir koma er að verkirnir koma eftir álagið, ekki á meðan á því stendur og því mikilvægt að konur reyni að fyrirbyggja verki að sem mestu leyti þegar þeir byrja að koma fram.Hvað er til ráða? Þegar konur byrja að finna fyrir grindarverkjum þarf strax að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Fyrst og fremst þarf að passa vel upp á líkamsbeitingu og líkamsstöðu og þar koma grindarbotnsæfingar sterkar inn til þess að ná að halda grindinni og mjóbakinu beinu í hinum ýmsu stöðum. Eftir því sem kúlan stækkar þá breytist jafnvægispunktur líkamans og konur byrja oft að beita sér öðruvísi sem getur leitt til verkja. Gott er að sofa með snúningslak vegna þess að konur eru yfirleitt ekki meðvitaðar um líkamsstöðu sína í svefni en lakið gerir þeim auðveldara fyrir að snúa sér. Einnig er gott er að sofa með púða milli fótanna til þess að halda mjaðmagrindinni beinni og það að krossleggja fætur getur gert illt verra. Passa þarf upp á allar hreyfingar þar sem fæturnir eru ekki í jafnri stöðu. Það eitt að þurfa að ganga upp stiga getur t.d. reynst konu með grindargliðnun mjög erfitt og gæti hún þurft að taka eitt skref í einu. Sjúkraþjálfun getur oft reynst mjög hjálpleg til þess að létta á verkjum og leiðrétta líkamsstöðu og ég mæli hiklaust með því fyrir þær konur sem upplifa verki í grindinni á meðgöngu. Ég hef sjálf upplifað ansi slæma grindargliðnun. Síðasta meðganga gekk vægast sagt illa og ég byrjaði mjög snemma að finna fyrir verkjum sem ágerðust bara eftir því sem leið á meðgönguna. Eftir að ég var búin að eiga var ég þó mjög heppin og hún gekk tiltölulega fljótt til baka. Ég setti mér það markmið að styrkja líkamann mjög vel fyrir næstu meðgöngu og tókst mér að gera það. Nú er ég aftur orðin ólétt og á rúma þrjá mánuði eftir af þessari meðgöngu. Ég verð að segja að ég held að það eitt að ég sé sterkari hafi haft mikið að segja með að ég sé ekki jafn slæm og síðast, en ég hafði einmitt bara heyrt hryllingssögur af konum sem urðu bara verri og verri eftir því sem meðgöngunum fjölgaði. Ég er þó ekki alveg sloppin, ég finn oft mikið til og þá sérstaklega í spjaldhryggnum. Það eru ýmsar hreyfingar sem eru orðnar mjög erfiðar en ég er reynslunni ríkari í þetta skiptið, ég kann að beita mér rétt og minnka líkurnar á verkjunum. Ég finn líka að það eitt að geta mætt í ræktina og hreyft mig eitthvað smá, þó svo að það sé ekki alltaf mikið, og jafnvel farið í pottinn eftir á gerir helling fyrir mig. Elsku óléttu konur, gangi ykkur vel og munið bara að þetta gengur yfir! Heilsa Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég hef oft hugsað af hverju í ósköpunum sumar konur þurfi að finna svona mikið fyrir þeim meðgöngum sem þær ganga í gegnum, þetta er það sem við vorum gerðar til þess að gera, ekki satt? Konur ættu að vera gerðar til þess að fjölga sér en samt virðast sumar konur þurfa að ganga í gegnum ansi mikið til þess að koma nýju barni í heiminn.Hvers vegna grindargliðnun? Grindargliðnun er einn af þessum stórskemmtilegu fylgikvillum sem margar konur upplifa á meðgöngunni. Þegar konur verða ófrískar byrjar líkaminn strax að undirbúa sig fyrir meðgönguna og fæðinguna. Eitt af því sem gerist er að hormónið relaxín byrjar að flæða um líkamann sem verður til þess að það slaknar á liðböndunum til þess að koma fóstrinu almennilega fyrir í grindinni og víkka fæðingarveginn fyrir fæðinguna. Sumar konur finna lítið sem ekkert fyrir þessu, aðrar finna töluvert mikið fyrir verkjum og enn aðrar eru nánast rúmliggjandi og þurfa að nota hjólastól eða hækjur til þess að komast á milli staða. Svona erum við mismunandi og nánast engin leið að segja til um fyrirfram hvernig líkaminn tekur þessum breytingum.Einkenni grindargliðnunar Oftast er talað um grindargliðnun ef kona upplifir mikla verki framanvert í lífbeini og/eða aftan í spjaldhrygg. Verkirnir geta einnig leitt niður í annan hvorn fótinn, niður í nárann, rassvöðvana og mjaðmirnar og geta komið fram annað hvort báðum eða öðrum megin í líkamanum. Verkirnir eru yfirleitt tengdir álagi og geta því verið breytilegir eftir því hvað konan hefur verið að gera dag hvern. Það sem gerir konum oft erfitt fyrir við að greina við hvaða álag verkirnir koma er að verkirnir koma eftir álagið, ekki á meðan á því stendur og því mikilvægt að konur reyni að fyrirbyggja verki að sem mestu leyti þegar þeir byrja að koma fram.Hvað er til ráða? Þegar konur byrja að finna fyrir grindarverkjum þarf strax að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Fyrst og fremst þarf að passa vel upp á líkamsbeitingu og líkamsstöðu og þar koma grindarbotnsæfingar sterkar inn til þess að ná að halda grindinni og mjóbakinu beinu í hinum ýmsu stöðum. Eftir því sem kúlan stækkar þá breytist jafnvægispunktur líkamans og konur byrja oft að beita sér öðruvísi sem getur leitt til verkja. Gott er að sofa með snúningslak vegna þess að konur eru yfirleitt ekki meðvitaðar um líkamsstöðu sína í svefni en lakið gerir þeim auðveldara fyrir að snúa sér. Einnig er gott er að sofa með púða milli fótanna til þess að halda mjaðmagrindinni beinni og það að krossleggja fætur getur gert illt verra. Passa þarf upp á allar hreyfingar þar sem fæturnir eru ekki í jafnri stöðu. Það eitt að þurfa að ganga upp stiga getur t.d. reynst konu með grindargliðnun mjög erfitt og gæti hún þurft að taka eitt skref í einu. Sjúkraþjálfun getur oft reynst mjög hjálpleg til þess að létta á verkjum og leiðrétta líkamsstöðu og ég mæli hiklaust með því fyrir þær konur sem upplifa verki í grindinni á meðgöngu. Ég hef sjálf upplifað ansi slæma grindargliðnun. Síðasta meðganga gekk vægast sagt illa og ég byrjaði mjög snemma að finna fyrir verkjum sem ágerðust bara eftir því sem leið á meðgönguna. Eftir að ég var búin að eiga var ég þó mjög heppin og hún gekk tiltölulega fljótt til baka. Ég setti mér það markmið að styrkja líkamann mjög vel fyrir næstu meðgöngu og tókst mér að gera það. Nú er ég aftur orðin ólétt og á rúma þrjá mánuði eftir af þessari meðgöngu. Ég verð að segja að ég held að það eitt að ég sé sterkari hafi haft mikið að segja með að ég sé ekki jafn slæm og síðast, en ég hafði einmitt bara heyrt hryllingssögur af konum sem urðu bara verri og verri eftir því sem meðgöngunum fjölgaði. Ég er þó ekki alveg sloppin, ég finn oft mikið til og þá sérstaklega í spjaldhryggnum. Það eru ýmsar hreyfingar sem eru orðnar mjög erfiðar en ég er reynslunni ríkari í þetta skiptið, ég kann að beita mér rétt og minnka líkurnar á verkjunum. Ég finn líka að það eitt að geta mætt í ræktina og hreyft mig eitthvað smá, þó svo að það sé ekki alltaf mikið, og jafnvel farið í pottinn eftir á gerir helling fyrir mig. Elsku óléttu konur, gangi ykkur vel og munið bara að þetta gengur yfir!
Heilsa Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira