Biti þeirra sem best hafa það Valgerður Bjarnadóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Fjármálaráðherrann sagði í vikunni að hann væri orðinn talsvert leiður á því að fólk teldi sanngjarnt að þær stéttir sem nú eiga í samningaviðræðum við ríkisvaldið fái kjarabætur í takt við það sem aðrar stéttir hafa fengið. Sjálf er ég orðin hundleið á því að ráðherrar, Seðlabankinn, Samtök atvinnulífisins og annað kerfisfólk varpa ábyrgðinni á stöðugleika í efnahagskerfinu á launþega í landinu, sérstaklega þá sem lægri hafa launin. Árið 2013 samdi launafólk um það sem kallað var ábyrgar launahækkanir. Í ljós kom að í fyrirtækjum landsins fengu stjórnendur og millistjórnendur miklu meiri launahækkanir. Stjórnendur einfaldlega hækkuðu launin sín. Hækkanir millistjórnenda kallast launaskrið, væntanlega til að hafa í við stjórnendur. Nú er aftur hætta á launaskriði, segir kerfisliðið, núna vegna þess að þeir sem lægri hafa launin fá sanngjarna launahækkun. Af hverju er þetta svona? Svar: vegna þess að kerfisliðið vill ekki breyta kerfinu. Ríkisstjórnin hefur lækkað eða afnumið skatta og gjöld á þá sem best hafa það í þessu landi. Fyrir þá peninga hefði verið hægt að hækka laun opinberra starfsmanna. Stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á því að reka fyrirtækin, þeir bera ábyrgð á því að greiða launþegum laun sem hægt er lifa sæmilega af. Stjórnendur bera ábyrgð á að fyrirtækjareksturinn sé þannig að framleiðni sé viðunandi. Stjórnendur bera ábyrgð á framleiðninni, ekki launþegarnir. Hingað til hafa menn komist upp með að varpa af sér allri ábyrgð, einmitt þeirri ábyrgð sem þeir segja að sé ástæða þess að þeir eigi skilin há laun. Launþegar þurfa að fá stærri bita af kökunni, um það snýst málið. Það þýðir auðvitað að biti þeirra sem best hafa það minnkar, en það er allt í lagi! Hann verður ágætlega stór eftir sem áður. – Málið snýst ekki um höfrungahlaup, heldur uppskurð á kerfinu. Þegar uppskurðinum er lokið skulum við tala um nýtt vinnumarkaðsmódel sem fjármálaráðherrann og Samtök atvinnulífsins kalla eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherrann sagði í vikunni að hann væri orðinn talsvert leiður á því að fólk teldi sanngjarnt að þær stéttir sem nú eiga í samningaviðræðum við ríkisvaldið fái kjarabætur í takt við það sem aðrar stéttir hafa fengið. Sjálf er ég orðin hundleið á því að ráðherrar, Seðlabankinn, Samtök atvinnulífisins og annað kerfisfólk varpa ábyrgðinni á stöðugleika í efnahagskerfinu á launþega í landinu, sérstaklega þá sem lægri hafa launin. Árið 2013 samdi launafólk um það sem kallað var ábyrgar launahækkanir. Í ljós kom að í fyrirtækjum landsins fengu stjórnendur og millistjórnendur miklu meiri launahækkanir. Stjórnendur einfaldlega hækkuðu launin sín. Hækkanir millistjórnenda kallast launaskrið, væntanlega til að hafa í við stjórnendur. Nú er aftur hætta á launaskriði, segir kerfisliðið, núna vegna þess að þeir sem lægri hafa launin fá sanngjarna launahækkun. Af hverju er þetta svona? Svar: vegna þess að kerfisliðið vill ekki breyta kerfinu. Ríkisstjórnin hefur lækkað eða afnumið skatta og gjöld á þá sem best hafa það í þessu landi. Fyrir þá peninga hefði verið hægt að hækka laun opinberra starfsmanna. Stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á því að reka fyrirtækin, þeir bera ábyrgð á því að greiða launþegum laun sem hægt er lifa sæmilega af. Stjórnendur bera ábyrgð á að fyrirtækjareksturinn sé þannig að framleiðni sé viðunandi. Stjórnendur bera ábyrgð á framleiðninni, ekki launþegarnir. Hingað til hafa menn komist upp með að varpa af sér allri ábyrgð, einmitt þeirri ábyrgð sem þeir segja að sé ástæða þess að þeir eigi skilin há laun. Launþegar þurfa að fá stærri bita af kökunni, um það snýst málið. Það þýðir auðvitað að biti þeirra sem best hafa það minnkar, en það er allt í lagi! Hann verður ágætlega stór eftir sem áður. – Málið snýst ekki um höfrungahlaup, heldur uppskurð á kerfinu. Þegar uppskurðinum er lokið skulum við tala um nýtt vinnumarkaðsmódel sem fjármálaráðherrann og Samtök atvinnulífsins kalla eftir.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar