Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2015 22:13 Tandri Már Konráðsson sést hér í leiknum á móti Dönum í kvöld. Vísir/Getty Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. Íslenska liðið vann flotta sigra á móti Noregi og Frakklandi í fyrstu tveimur leikjunum en virtist ekki eiga mikið eftir á tanknum í lokaleiknum á móti Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu. Danir tryggðu sér öruggan sigur á mótinu með sigrinum en íslensku strákarnir enduðu í öðru sæti. „Það var ekki mikið eftir á tanknum þegar við byrjuðum leikinn við Dani og þessi slæma byrjun endurspeglast svolítið í því," sagði Aron en íslenska liðið missti Danina frá sér í upphafi leik. „Menn voru með þunga fætur í byrjun og þá gerist allt hægt. Við vorum að tapa hlutunum í vörninni sem við vorum ekki að gera í hinum tveimur leikjunum. Við vorum líka að klúðra nokkrum dauðafærum í sókninni og vorum bara ekki nægjanlega beittir," sagði Aron. „Við lendum í þessu "sjokk-starti" en það var sterkur karakter hjá strákunum að koma til baka og gera þetta að leik. Í lokin voru nokkrir orðni vel laskaðir og þá lá þetta svolítið á herðum ungra og óreyndari manna að koma með eitthvað," sagði Aron. „Það tekur smá tíma að skóla þessa stráka og við verðum bara að halda áfram grimmt að vinna í því að auka breiddina sóknarlega," sagði Aron en hann var ánægður með hvernig þeir Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Hólmar Helgason stóðu sig í miðri íslensku vörninni. „Mér finnst aftur á móti við vera að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti, Tandra og Guðmund Hólmar," sagði Aron. „Miðað við þá stöðu sem við komum í hingað út. Það var engin fyrirvari á þessum brottföllum í miðjuvörninni og því var það mjög sterkt að ná að púsla því saman," sagði Aron. „Þetta hafðist með mikilli vinnu og svo eru þetta skynsamir drengir sem komu inn. Þeir voru fljótir að ná hlutunum og því var hægt að ná góðri frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum," sagði Aron. „Í lokaleiknum í dag var búið að vera mikið álag á mönnum og liðið búið að spila þrjá leiki á fjórum dögum. Við vorum í mjög erfiðum leik í gær á móti Frökkum. Danir náðu að dreifa álaginu meira og skipta meira inná hjá sér. Þeir voru því með ferskari menn enda með alveg gríðarlega breidd," sagði Aron. „Útkoman á þessu móti er fína þótt að við séum óánægðir með byrjunina á þessum leik í kvöld sem og með lokin á leiknum. Mótið í heild sinni var fínt," sagði Aron nokkuð sáttur með stöðu mála hjá íslenska landsliðinu nú þegar tveir mánuðir eru þangað til að Evrópumótið í Póllandi hefjist. Aron segir að afrekshópurinn sé þegar farinn að skila sínu í sambandið við það hversu vel gekk hjá þeim Tandra Má og Guðmundi Hólmari að koma inn í þetta. „Það má segja að þarna sé afrekshópsvinnan svolítið að skila okkur með Guðmund Hólmar. Tandri fékk líka fimm til sex vikur síðasta sumar með afrekshópnum. Guðmundur Hólmar var í þeim pakka líka og hefur líka verið með á þessum æfingum í vetur. Hann er búinn að vera mjög duglegur að mæta og er því inn í hlutunum. Þess vegna var stökkið ekki eins stórt fyrir hann eins og fyrir Pétur Júníusson sem hefur ekki getað tekið mikið þátt,“ sagði Aron. „Það er klárlega hægt að byggja ofan á þetta,“ sagði Aron og játar það fúslega að það verði mikið að gera hjá honum að slípa liðið saman tvo síðustu mánuðina fram að Evrópumóti. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Aron: Mikill sigurvilji í liðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. 5. nóvember 2015 21:54 Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30 Aron: Ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var að vonum sáttur eftir sigur Íslands á Frakklandi í Gullbikarnum, æfingarmóti í handbolta sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. nóvember 2015 17:45 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. Íslenska liðið vann flotta sigra á móti Noregi og Frakklandi í fyrstu tveimur leikjunum en virtist ekki eiga mikið eftir á tanknum í lokaleiknum á móti Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu. Danir tryggðu sér öruggan sigur á mótinu með sigrinum en íslensku strákarnir enduðu í öðru sæti. „Það var ekki mikið eftir á tanknum þegar við byrjuðum leikinn við Dani og þessi slæma byrjun endurspeglast svolítið í því," sagði Aron en íslenska liðið missti Danina frá sér í upphafi leik. „Menn voru með þunga fætur í byrjun og þá gerist allt hægt. Við vorum að tapa hlutunum í vörninni sem við vorum ekki að gera í hinum tveimur leikjunum. Við vorum líka að klúðra nokkrum dauðafærum í sókninni og vorum bara ekki nægjanlega beittir," sagði Aron. „Við lendum í þessu "sjokk-starti" en það var sterkur karakter hjá strákunum að koma til baka og gera þetta að leik. Í lokin voru nokkrir orðni vel laskaðir og þá lá þetta svolítið á herðum ungra og óreyndari manna að koma með eitthvað," sagði Aron. „Það tekur smá tíma að skóla þessa stráka og við verðum bara að halda áfram grimmt að vinna í því að auka breiddina sóknarlega," sagði Aron en hann var ánægður með hvernig þeir Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Hólmar Helgason stóðu sig í miðri íslensku vörninni. „Mér finnst aftur á móti við vera að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti, Tandra og Guðmund Hólmar," sagði Aron. „Miðað við þá stöðu sem við komum í hingað út. Það var engin fyrirvari á þessum brottföllum í miðjuvörninni og því var það mjög sterkt að ná að púsla því saman," sagði Aron. „Þetta hafðist með mikilli vinnu og svo eru þetta skynsamir drengir sem komu inn. Þeir voru fljótir að ná hlutunum og því var hægt að ná góðri frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum," sagði Aron. „Í lokaleiknum í dag var búið að vera mikið álag á mönnum og liðið búið að spila þrjá leiki á fjórum dögum. Við vorum í mjög erfiðum leik í gær á móti Frökkum. Danir náðu að dreifa álaginu meira og skipta meira inná hjá sér. Þeir voru því með ferskari menn enda með alveg gríðarlega breidd," sagði Aron. „Útkoman á þessu móti er fína þótt að við séum óánægðir með byrjunina á þessum leik í kvöld sem og með lokin á leiknum. Mótið í heild sinni var fínt," sagði Aron nokkuð sáttur með stöðu mála hjá íslenska landsliðinu nú þegar tveir mánuðir eru þangað til að Evrópumótið í Póllandi hefjist. Aron segir að afrekshópurinn sé þegar farinn að skila sínu í sambandið við það hversu vel gekk hjá þeim Tandra Má og Guðmundi Hólmari að koma inn í þetta. „Það má segja að þarna sé afrekshópsvinnan svolítið að skila okkur með Guðmund Hólmar. Tandri fékk líka fimm til sex vikur síðasta sumar með afrekshópnum. Guðmundur Hólmar var í þeim pakka líka og hefur líka verið með á þessum æfingum í vetur. Hann er búinn að vera mjög duglegur að mæta og er því inn í hlutunum. Þess vegna var stökkið ekki eins stórt fyrir hann eins og fyrir Pétur Júníusson sem hefur ekki getað tekið mikið þátt,“ sagði Aron. „Það er klárlega hægt að byggja ofan á þetta,“ sagði Aron og játar það fúslega að það verði mikið að gera hjá honum að slípa liðið saman tvo síðustu mánuðina fram að Evrópumóti.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Aron: Mikill sigurvilji í liðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. 5. nóvember 2015 21:54 Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30 Aron: Ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var að vonum sáttur eftir sigur Íslands á Frakklandi í Gullbikarnum, æfingarmóti í handbolta sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. nóvember 2015 17:45 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45
Aron: Mikill sigurvilji í liðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. 5. nóvember 2015 21:54
Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30
Aron: Ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var að vonum sáttur eftir sigur Íslands á Frakklandi í Gullbikarnum, æfingarmóti í handbolta sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. nóvember 2015 17:45