Eyjólfur á heimleið: „Ég þarf að byrja upp á nýtt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. nóvember 2015 14:26 Eyjólfur Héðinsson gæti hjálpað hvaða Pepsi-deildarliði sem er. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Danmerkurmeistara Midtjylland, er að öllum líkindum á heimleið og vonast til að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Samningur hans við Midtjylland rennur út um áramótin, en Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik í rúmt ár á dögunum þegar meistararnir töpuðu fyrir 1. deildar liðið Hróaskeldu í bikarnum. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og lítið komið við sögu hjá Midtjylland. „Það er ekkert slegist um mig,“ segir Eyjólfur kíminn í samtali við Vísi. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur núna fyrst ég er aðeins byrjaður að spila aftur en ég reikna ekki með neinu.“ „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Þetta er ekkert sama Midtjylland-liðið og þegar ég kom. Þá var það fyrir miðri deild en núna er það ríkjandimeistari og búið að fá til sín marga góða leikmenn.“ „Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í efstu deild áður en hann fór út fyrir tæpum áratug. Hann segir nokkur lið hér heima nú þegar verið í sambandi og áhuginn eykst bara eftir því sem nær dregur samningslokum hjá honum. „Menn hafa fylgst með endurhæfingunni og það hefur aukist undanfarna mánuði. Þetta er aðeins farið í gang,“ segir Eyjólfur sem vill auðvitað spila í Pepsi-deildinni. „Mig langar í Pepsi-deildina en það gæti alveg verið að ég endi bara hjá ÍR í 2. deildinni ef skrokkurinn ræður ekki við álagið. Fyrir utan þessi meiðsli er ég samt í góðu formi og tel mig eiga mörg ár eftir í boltanum,“ segir Eyjólfur Héðinsson.Ítarlegt viðtal verður við Eyjólf í Fréttablaðinu á morgun. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Danmerkurmeistara Midtjylland, er að öllum líkindum á heimleið og vonast til að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Samningur hans við Midtjylland rennur út um áramótin, en Eyjólfur spilaði sinn fyrsta leik í rúmt ár á dögunum þegar meistararnir töpuðu fyrir 1. deildar liðið Hróaskeldu í bikarnum. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og lítið komið við sögu hjá Midtjylland. „Það er ekkert slegist um mig,“ segir Eyjólfur kíminn í samtali við Vísi. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur núna fyrst ég er aðeins byrjaður að spila aftur en ég reikna ekki með neinu.“ „Ég býst bara við að koma heim um áramótin. Ég þarf að byrja upp á nýtt. Þetta er ekkert sama Midtjylland-liðið og þegar ég kom. Þá var það fyrir miðri deild en núna er það ríkjandimeistari og búið að fá til sín marga góða leikmenn.“ „Ég er ekkert heimskur. Ég veit að ég á ekki mikla framtíð hér nema mest megnis í varamannshlutverki. Nú þegar ég er að koma aftur eftir meiðslin vil ég bara spila fótbolta og býst því við að finna mér lið heima á Íslandi,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur sló í gegn með Fylki í efstu deild áður en hann fór út fyrir tæpum áratug. Hann segir nokkur lið hér heima nú þegar verið í sambandi og áhuginn eykst bara eftir því sem nær dregur samningslokum hjá honum. „Menn hafa fylgst með endurhæfingunni og það hefur aukist undanfarna mánuði. Þetta er aðeins farið í gang,“ segir Eyjólfur sem vill auðvitað spila í Pepsi-deildinni. „Mig langar í Pepsi-deildina en það gæti alveg verið að ég endi bara hjá ÍR í 2. deildinni ef skrokkurinn ræður ekki við álagið. Fyrir utan þessi meiðsli er ég samt í góðu formi og tel mig eiga mörg ár eftir í boltanum,“ segir Eyjólfur Héðinsson.Ítarlegt viðtal verður við Eyjólf í Fréttablaðinu á morgun.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira