Matur

Mojito kleinuhringir

Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar og auðveldar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. 

Mojito Kleinuhringir, 10 stk.

300 ml mjólk

55 g sykur

½ tsk. salt

1 msk. ger (8 gr)

2 stk. egg

400 g hveiti + 4 msk

70 g mjúkt smjör

1 tsk. vanilludropar

Rifinn börkur af 1 lime



Blandið þurrefnum saman í hrærivélarskál. Hellið mjólkinni út í. Bætið svo eggjunum, smjörinu og vanilludropunum varlega út í. Látið deigið hefa sig í 1 klst. Bætið síðan 4 msk af hveitinu út í deigið og hnoðið. Fletjið deigið út með kefli og stingið það út með kleinuhringja útstungujárni. Djúpsteikið við180 gráður í 1 ½ mín á hvorri hlið. Setjið á bökunargrind og látið kólna í 5 mín og setjið svo glassúrinn yfir.

Mojito Glassúr

200 g flórsykur

Safi og börkur af 1 lime

2 msk. romm

10 stk. litlir limebátar

4 msk. fínt skorin mynta

Blandið saman flórsykri, limeberki, limesafa og rommi. Dreifið glassúrnum og fínt skornu myntunni yfir kleinuhringina og berið fram með limebátunum. Gott er að kreista limesafa yfir kleinuhringina rétt áður en þeir eru borðaðir.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.