Verkin tala, eða hvað? Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Nokkra athygli hefur vakið að undanförnu hversu lítið gengur undan ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Af einum 120 stjórnarþingmálum samkvæmt málalista ríkisstjórnarinnar fyrir jól hafa aðeins milli 20 og 30 sést ennþá. Frægt varð þegar ríkisstjórnin tók sér lengsta sumarfrí sem sögur fara af á lýðveldistímanum og felldi með öllu niður fundi í vel á annan mánuð. Formenn stjórnarflokkanna virðast vera á góðri leið með að ganga af stjórnarskrármálinu dauðu með seinagangi og undanbrögðum. Þeir leggja sjálfir til að formenn allra stjórnmálaflokka hittist áður en stjórnarskrárnefnd ljúki störfum, en boða svo ekki slíkan fund og voru reyndar báðir erlendis út þá viku sem þeir fóru að bera nauðsyn slíks fundar fyrir sig. Nú getur margt verra hent en það að menn komi litlu í verk, einkum ef mönnum eru mislagðar hendur. Eða, eins og einn orðhagur frændi minn fyrir norðan sagði: „Það er vont ef hroðvirkir menn eru duglegir því þá gera þeir svo mikið illa.“ Vandinn er hins vegar sá að verkefnin blasa alls staðar við, bæði þau sem tengjast úrvinnslumálum eftir Hrun, viðfangsefni líðandi stundar og margvíslegur undirbúningur undir framtíðina. Landflóttinn, húsnæðismálin, fæðingarorlofið, styrking velferðarkerfisins og fjárfesting í innviðum samfélagsins í þágu betri framtíðar sem hvetji ungt fólk til framtíðarbúsetu hér. Af nógu er að taka. Þá er athyglisverður listi þar sem ríkisstjórnin eða einstakir ráðherrar hafa einfaldlega gefist upp, jafnvel um eða fyrir mitt kjörtímabil. Örfá dæmi: • Sjávarútvegsráðherra gafst upp við breytingar á kvótakerfinu. • Iðnaðarráðherra gafst upp með náttúrupassann (sem betur fer vissulega), en upplausn ríkir í staðinn. • Utanríkisráðherra gafst upp með formlega afturköllun ESB-umsóknar. • Innanríkisráðherra virðist hafa gefist upp með samgönguáætlun (engin áætlun allt kjörtímabilið). • Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist vera að gefast upp með húsnæðisfrumvörpin og Framsókn með afnám verðtryggingar (loforðið mikla). Fjármálaráðherra kennt um. Verkin tala, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nokkra athygli hefur vakið að undanförnu hversu lítið gengur undan ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Af einum 120 stjórnarþingmálum samkvæmt málalista ríkisstjórnarinnar fyrir jól hafa aðeins milli 20 og 30 sést ennþá. Frægt varð þegar ríkisstjórnin tók sér lengsta sumarfrí sem sögur fara af á lýðveldistímanum og felldi með öllu niður fundi í vel á annan mánuð. Formenn stjórnarflokkanna virðast vera á góðri leið með að ganga af stjórnarskrármálinu dauðu með seinagangi og undanbrögðum. Þeir leggja sjálfir til að formenn allra stjórnmálaflokka hittist áður en stjórnarskrárnefnd ljúki störfum, en boða svo ekki slíkan fund og voru reyndar báðir erlendis út þá viku sem þeir fóru að bera nauðsyn slíks fundar fyrir sig. Nú getur margt verra hent en það að menn komi litlu í verk, einkum ef mönnum eru mislagðar hendur. Eða, eins og einn orðhagur frændi minn fyrir norðan sagði: „Það er vont ef hroðvirkir menn eru duglegir því þá gera þeir svo mikið illa.“ Vandinn er hins vegar sá að verkefnin blasa alls staðar við, bæði þau sem tengjast úrvinnslumálum eftir Hrun, viðfangsefni líðandi stundar og margvíslegur undirbúningur undir framtíðina. Landflóttinn, húsnæðismálin, fæðingarorlofið, styrking velferðarkerfisins og fjárfesting í innviðum samfélagsins í þágu betri framtíðar sem hvetji ungt fólk til framtíðarbúsetu hér. Af nógu er að taka. Þá er athyglisverður listi þar sem ríkisstjórnin eða einstakir ráðherrar hafa einfaldlega gefist upp, jafnvel um eða fyrir mitt kjörtímabil. Örfá dæmi: • Sjávarútvegsráðherra gafst upp við breytingar á kvótakerfinu. • Iðnaðarráðherra gafst upp með náttúrupassann (sem betur fer vissulega), en upplausn ríkir í staðinn. • Utanríkisráðherra gafst upp með formlega afturköllun ESB-umsóknar. • Innanríkisráðherra virðist hafa gefist upp með samgönguáætlun (engin áætlun allt kjörtímabilið). • Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist vera að gefast upp með húsnæðisfrumvörpin og Framsókn með afnám verðtryggingar (loforðið mikla). Fjármálaráðherra kennt um. Verkin tala, eða hvað?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun