Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 10:47 Isobel Bowdery lýsir hryllingnum sem hún varð vitni af inni á Bataclan. Mynd/Facebook Suður-afrísk kona lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af með því að þykjast vera látin í rúma klukkustund inni á tónleikastaðnum Bataclan í París eftir að árásarmennirnir hófu þar skothríð sína á föstudagskvöldið. Isobel Bowdery segir þetta ekki einungis hafa verið hryðjuverkaárás, heldur blóðbað. „Tugir manna voru skotnir fyrir framan mig. Blóðpollar fylltu gólfið. Öskur fullorðinna manna sem héldu látnum kærustum sínum í örmum sér á þessum litla tónleikastað. Framtíð fólks í molum, brostin hjörtu fjölskyldna, á einu augabragði. Í áfalli og alein, þóttist ég vera látin í rúma klukkustund, lá á meðal fólks sem sá ástvini sína hreyfingarlausa. Ég hélt niðri í mér andanum, reyndi að hreyfa mig ekki, ekki gráta – ekki framkalla þann ótta sem þessir menn vildu sjá. Ég var ótrúlega heppin að sleppa lifandi. En mjög margir gerðu það ekki. Fólkið sem hafði komið þangað af sömu ástæðu og ég – að skemmta sér á föstudagskvöldi – var saklaust,“ segir Isobel. Isobel lýsir því hvernig árásarmennirnir vönduðu sig við að skjóta í átt að fólki eftir að hafa komið inn á tónleikastaðinn þar sem bandaríska sveitin Eagles of Death Metal átti að spila. Hún segist upphaflega hafa talið að mennirnir væru hluti af sýningunni en svo gert sér grein fyrir hryllingnum eftir að mennirnir byrjuðu að stráfella tónleikagesti. Rúmlega 1,4 milljónir manna hafa líkað við færslu Isobel og tæplega 500 þúsund manns deilt henni. 89 tónleikagestir létu lífið í árásinni inni á Bataclan.you never think it will happen to you. It was just a friday night at a rock show. the atmosphere was so happy and...Posted by Isobel Bowdery on Saturday, 14 November 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Suður-afrísk kona lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af með því að þykjast vera látin í rúma klukkustund inni á tónleikastaðnum Bataclan í París eftir að árásarmennirnir hófu þar skothríð sína á föstudagskvöldið. Isobel Bowdery segir þetta ekki einungis hafa verið hryðjuverkaárás, heldur blóðbað. „Tugir manna voru skotnir fyrir framan mig. Blóðpollar fylltu gólfið. Öskur fullorðinna manna sem héldu látnum kærustum sínum í örmum sér á þessum litla tónleikastað. Framtíð fólks í molum, brostin hjörtu fjölskyldna, á einu augabragði. Í áfalli og alein, þóttist ég vera látin í rúma klukkustund, lá á meðal fólks sem sá ástvini sína hreyfingarlausa. Ég hélt niðri í mér andanum, reyndi að hreyfa mig ekki, ekki gráta – ekki framkalla þann ótta sem þessir menn vildu sjá. Ég var ótrúlega heppin að sleppa lifandi. En mjög margir gerðu það ekki. Fólkið sem hafði komið þangað af sömu ástæðu og ég – að skemmta sér á föstudagskvöldi – var saklaust,“ segir Isobel. Isobel lýsir því hvernig árásarmennirnir vönduðu sig við að skjóta í átt að fólki eftir að hafa komið inn á tónleikastaðinn þar sem bandaríska sveitin Eagles of Death Metal átti að spila. Hún segist upphaflega hafa talið að mennirnir væru hluti af sýningunni en svo gert sér grein fyrir hryllingnum eftir að mennirnir byrjuðu að stráfella tónleikagesti. Rúmlega 1,4 milljónir manna hafa líkað við færslu Isobel og tæplega 500 þúsund manns deilt henni. 89 tónleikagestir létu lífið í árásinni inni á Bataclan.you never think it will happen to you. It was just a friday night at a rock show. the atmosphere was so happy and...Posted by Isobel Bowdery on Saturday, 14 November 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14
Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03