Baldur: KR sýndi lítinn sem engan áhuga | Kemur heim sem betri leikmaður Anton Ingi Leifsson skrifar 14. nóvember 2015 13:31 Baldur spilar á gervigrasinu á næstu leiktíð í bláa búningnum. vísir/daníel Baldur Sigurðsson, sem gekk í raðir Stjörnunnar í dag, segir að KR hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sækjast eftir starfskröfum Baldurs. Baldur skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna. „Eftir að ég fór að ræða við Stjörnuna; þjálfarana, stjórnina og allar kanónurnar sem hringja þá kom í ljós að Stjarnan virkaði á mig sem mjög spennandi félag," sagði Baldur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu. „Öll okkar samskipti í samningaviðræðum hafa verið mjög fagmannlega unnin og þegar maður tekur fótbolta legu hliðina þá er Stjarnan með hörkulið og þeir eru með gott þjálfarateymi." „Það skemmir ekki fyrir að það er alltaf besta stemningin á leikjum hjá þeim. Það skiptir gífurlega miklu máli og Silfurskeiðin eru frábærir stuðningsmenn. Ég hef alveg fengið að kynnast því þegar maður er að spila á móti þeim og það verður væntanlega enn skemmtilegra að spila með þeim." Vísir greindi frá því í vikunni að FH og Stjarnan hafi verið að berjast um Baldur og Baldur játaði það. Hann segir að KR hafi lítið sett sig í samband við sig, þrátt fyrir að hann hafi boðið þeim upp í dans. „FH var eitt af þessum liðum og það var spennandi. FH er besta liðið á Íslandi eins og staðan er í dag. KR sýndi lítinn sem engan áhuga," og aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi eða hvort hann hafi ekkert pælt í því svaraði Baldur: „Ekki svekkjandi, en vissulega skrýtið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góðum árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR." „Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn. Þá voru bara aðrir meira spennandi kostir í boði fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu."Baldur í leik með KR á sínum tíma.vísir/vilhelmBaldur er spenntur fyrir því að koma heim og segir íslensku deildina vera mjög krefjandi og spennandi. Hann komi einnig heim sem betri maður. „Ég er mjög spenntur. Íslenska deildin er mjög skemmtileg og hún er mjög krefjandi fyrir leikmenn. Maður hefur upplifað það hérna í Danmörku að eftir leiki og maður er kallaður fram í viðtal að það eru fleiri fjölmiðlamenn á Íslandi heldur en í Danmörku." „Þetta er mjög skemmtilegt svið að spila á. Þetta er lítið land og ég er mjög spenntur. Að fara út gerði mér mjög gott. Ég viðurkenni það að ég var orðinn pínulítið þreyttur og maður var orðinn pínu saddur eftir tímabilið 2014." „Danir eru mjög góðir í fótbolta og ég hef lært rosalega mikið á þessum tíma. Þrátt fyrir að ég hafi verið mikið meiddur þá er þetta alveg hálft ár sem ég náði að spila fótbolta með Dönunum. Ég tel mig koma heim sem mun betri leikmann," sagði Baldur að lokum sem spilar þrjá leiki í viðbót með SönderjyskE og flytur svo heim. Baldur er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan klófestir, en þeir höfðu áður fengið þá Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Þeir hafa þó misst fjóra leikmenn; Gunnar Nielsen til FH, Michael Præst til KR, Garðar Jóhannsson til Fylkis og Pablo Punyed til ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Baldur Sigurðsson, sem gekk í raðir Stjörnunnar í dag, segir að KR hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sækjast eftir starfskröfum Baldurs. Baldur skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna. „Eftir að ég fór að ræða við Stjörnuna; þjálfarana, stjórnina og allar kanónurnar sem hringja þá kom í ljós að Stjarnan virkaði á mig sem mjög spennandi félag," sagði Baldur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu. „Öll okkar samskipti í samningaviðræðum hafa verið mjög fagmannlega unnin og þegar maður tekur fótbolta legu hliðina þá er Stjarnan með hörkulið og þeir eru með gott þjálfarateymi." „Það skemmir ekki fyrir að það er alltaf besta stemningin á leikjum hjá þeim. Það skiptir gífurlega miklu máli og Silfurskeiðin eru frábærir stuðningsmenn. Ég hef alveg fengið að kynnast því þegar maður er að spila á móti þeim og það verður væntanlega enn skemmtilegra að spila með þeim." Vísir greindi frá því í vikunni að FH og Stjarnan hafi verið að berjast um Baldur og Baldur játaði það. Hann segir að KR hafi lítið sett sig í samband við sig, þrátt fyrir að hann hafi boðið þeim upp í dans. „FH var eitt af þessum liðum og það var spennandi. FH er besta liðið á Íslandi eins og staðan er í dag. KR sýndi lítinn sem engan áhuga," og aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi eða hvort hann hafi ekkert pælt í því svaraði Baldur: „Ekki svekkjandi, en vissulega skrýtið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góðum árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR." „Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn. Þá voru bara aðrir meira spennandi kostir í boði fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu."Baldur í leik með KR á sínum tíma.vísir/vilhelmBaldur er spenntur fyrir því að koma heim og segir íslensku deildina vera mjög krefjandi og spennandi. Hann komi einnig heim sem betri maður. „Ég er mjög spenntur. Íslenska deildin er mjög skemmtileg og hún er mjög krefjandi fyrir leikmenn. Maður hefur upplifað það hérna í Danmörku að eftir leiki og maður er kallaður fram í viðtal að það eru fleiri fjölmiðlamenn á Íslandi heldur en í Danmörku." „Þetta er mjög skemmtilegt svið að spila á. Þetta er lítið land og ég er mjög spenntur. Að fara út gerði mér mjög gott. Ég viðurkenni það að ég var orðinn pínulítið þreyttur og maður var orðinn pínu saddur eftir tímabilið 2014." „Danir eru mjög góðir í fótbolta og ég hef lært rosalega mikið á þessum tíma. Þrátt fyrir að ég hafi verið mikið meiddur þá er þetta alveg hálft ár sem ég náði að spila fótbolta með Dönunum. Ég tel mig koma heim sem mun betri leikmann," sagði Baldur að lokum sem spilar þrjá leiki í viðbót með SönderjyskE og flytur svo heim. Baldur er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan klófestir, en þeir höfðu áður fengið þá Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Þeir hafa þó misst fjóra leikmenn; Gunnar Nielsen til FH, Michael Præst til KR, Garðar Jóhannsson til Fylkis og Pablo Punyed til ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira