Stærsta fjárfesting í sögu CCP Sæunn Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir fyrirtækið hafa snúið rekstrarforminu svolítið mikið á hvolf, Vísir/GVA „Þetta er stærsta fjárfestingin sem við höfum nokkurn tímann fengið,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP um nýlega fjárfestingu sem leidd er af New Enterprise Associates (NEA) í fyrirtækinu. NEA er stærsti framtakssjóður heims og nemur fjárfestingin 30 milljónum dollara, eða fjórum milljörðum króna og mun koma til að efla starfsemi fyrirtækisins á sviði sýndarveruleika. Eftir hlutafjárhækkunina þá á CCP 56 milljónir dollara, eða um 7,5 milljarða, í sjóðum til að styðja við ný verkefni og vöxt félagsins.Gunjack væntanlegur 20. nóvemberGunjack nýr tölvuleikur úr smiðju CCP er væntanlegur þann 20. Nóvember, en leikurinn er annar af tveimur tölvuleikjum fyrirtækisins á sviði sýndarveruleika sem væntanlegir eru. Hinn er EVE Valkyrie sem mun koma út fyrir Oculus Rift næsta vor og fyrir PlayStation VR á fyrri helming næsta árs. Hilmar Veigar segist upphaflega ekki hafa verið að leita að fjárfestingu. „Við vorum búin að koma rekstrinum þannig að við vorum í fínum hagnaði. Það eru mikil tækifæri framundan í þessum sýndarveruleika en það er líka mikil óvissa framundan, því þetta er ekki alveg byrjað. Eftir því sem við töluðum meira við þá leist okkur vel á að fá þá hérna inn. Þeir hafa mikla reynslu og eru eitt stærsta og elsta framtaksfyrirtæki í heiminum,“ segir Hilmar Veigar. Hilmar Veigar segir fyrirtækið ekki vera með nein plön um að ráðast í mikinn vöxt eða ráningar. „Við erum fyrst og fremst að styrkja fjárhag fyrirtækisins vegna þess að það verður mikil óvissa í krinugm sýndarveruleikamarkaðinn næstu tvö árin. Hann getur farið mjög hratt af stað eða taka meiri tíma en maður heldur. Þá er gott að hafa góðan fjárhagslegan styrk til þess að geta fylgt eftir sinni strategíu og þurfa ekki að fjúka eftir því hvernig markaðsvindar blása milli mánaða. Þetta er fyrst og fremst hugsað til að styrkja fyrirtækið til að viðhalda þá sterku stöðu sem við höfum nú þegar,“ segir Hilmar Veigar.Búast við að skila hagnaði á árinuViðsnúningur hefur átt sér stað hjá CCP undanfarna mánuði og áætlar Hilmar Veigar að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu. Búið er að skera niður talsvert starfsmannafjöldann undanfarin árin. Í dag starfa 320 manns hjá CCP en þegar hæst stóð voru sex hundruð manns við vinnu. Það að takast á við að hætta við útgáfu leiksins World of Darkness á síðasta ári virðist hafa breytt starfseminni til muna.Ákveðinn hroki ríkti„Við vorum á þessum tíma nokkuð ánægð með okkur sjálf og héldum að við gætum bara gert allt, bara hvað sem er. Það var ákveðinn hroki fyrir því hvað var erfitt og hvað var flókið og við héldum að við myndum bara láta allt samt ganga upp. Við réðum fullt af nýju fólki sem var kannski reynslumikið, en teymi mynduðust sem voru reynslulítil. Þannig að við vorum með mikið af reynslulitlum teymum að vinna í stórum verkefnum,“ segir Hilmar Veigar. „Það sem við höfum helst lært af þessu er að það að vera með stór tölvuleikjaverkefni krefst rosalega mikillar reynslu sem við hreinlega höfðum ekki. Við höfðum fína reynslu af því að gera EVE. EVE var ekkert sérlega stórt þegar við gerðum það fyrst, alla veganna ekki í samhengi við þessu verkefni.“ „Við höfum kannski snúið þessu svolítið mikið á hvolf, nú erum við miklu meira að byrja verkefnin smá, láta þau vaxa á eigin forsendum og sanna sig í hverju einasta skrefi. Þetta er svona vöruþróunaraðferð sem við byrjuðum að innleiða fyrir þremur árum síðan og hefur skilað þessum árangri sem við erum að sjá núna í sýndaveruleikaverkefnununum,“ segir Hilmar Veigar.Fá tölvuleikjafyrirtæki á tvítugsaldriCCP var stofnað árið 1997 og er því komið nálægt tvítugsaldrinum, Hilmar Veigar segir sjaldgæft að leikjafyrirtæki lifi svo lengi. „Við erum í alþjóðlegu samhengi gamalt leikjafyrirtæki, það eru ekki mörg leikjafyrirtæki sem ná því að verða 20 ára, þetta er mikil samkeppni og erfiður bransi, þannig að við erum að mörgu leyti sérstök með það að hafa haldið áfram þetta lengi.“ Hilmar Veigar segir fyrirtækið vera með hógvær plön þegar kemur að upphafi sýndarveruleikaleikja. „Þetta er ný tækni og ný tæki sem fólk þarf að kaupa sér. Við gerum því ráð fyrir að þetta muni taka töluverðan tíma að fara á stað.“ Hann telur að Gunjack verði því ekki jólaleikur ársins, en gæti komið til með að verða jólagjöfin árið 2017. CCP skrifaði undir samning um byggingu í Vatnsmýrinni fyrr á þessu ári.Vísir/ErnirFlytja í VatnsmýrinaFramundan hjá fyrirtækinu eru flutningar í nýjar starfssöðvar í Vatnsmýrinni, Hilmar Veigar telur það mikilvægt upp á að efla samstarf með háskólunum og önnur fyrirtæki. „Starfsemin á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist í kringum EVE online á meðan sýndarveruleikaverkefnið og önnur verkefni hefur verið úti í heimi. Nú viljum við starta fleiri og smærri verkefnum og viljum endilega opna fyrirtækið meira fyrir samstarf með háskólum og jafnvel öðrum fyrirtækju. Við sjáum fyrir okkur að við getum búið til góðan „cluster“ á Vatnsmýrarsvæðinu, það er pláss fyrir mörg fyrirtæki þar inni og þar getur orðið til þekkingarmiðstöð í kringum þetta. Þá getum við deilt okkar reynslu og samböndum með öðrum,“ segir Hilmar Veigar.Ætla ekki að yfirgefa klakannAðspurður segir Hilmar Veigar fyrirtækið ekki vera með plön um að yfirgefa landið. „Fyrirtæki eins og við erum sífellt að ákveða hvar okkar starfsemi er úti um allan heim; hvar við erum með verkefni, fólk og höfuðstöðvar það er alltaf í stanslausri skoðun. En hver sem niðurstaðan verður út úr því verðum við alltaf með öfluga starfsemi á Íslandi og viljum þá sérstaklega efla þegar kemur að frumþróunarstarfi,“ segir Hilmar Veigar. Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira
„Þetta er stærsta fjárfestingin sem við höfum nokkurn tímann fengið,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP um nýlega fjárfestingu sem leidd er af New Enterprise Associates (NEA) í fyrirtækinu. NEA er stærsti framtakssjóður heims og nemur fjárfestingin 30 milljónum dollara, eða fjórum milljörðum króna og mun koma til að efla starfsemi fyrirtækisins á sviði sýndarveruleika. Eftir hlutafjárhækkunina þá á CCP 56 milljónir dollara, eða um 7,5 milljarða, í sjóðum til að styðja við ný verkefni og vöxt félagsins.Gunjack væntanlegur 20. nóvemberGunjack nýr tölvuleikur úr smiðju CCP er væntanlegur þann 20. Nóvember, en leikurinn er annar af tveimur tölvuleikjum fyrirtækisins á sviði sýndarveruleika sem væntanlegir eru. Hinn er EVE Valkyrie sem mun koma út fyrir Oculus Rift næsta vor og fyrir PlayStation VR á fyrri helming næsta árs. Hilmar Veigar segist upphaflega ekki hafa verið að leita að fjárfestingu. „Við vorum búin að koma rekstrinum þannig að við vorum í fínum hagnaði. Það eru mikil tækifæri framundan í þessum sýndarveruleika en það er líka mikil óvissa framundan, því þetta er ekki alveg byrjað. Eftir því sem við töluðum meira við þá leist okkur vel á að fá þá hérna inn. Þeir hafa mikla reynslu og eru eitt stærsta og elsta framtaksfyrirtæki í heiminum,“ segir Hilmar Veigar. Hilmar Veigar segir fyrirtækið ekki vera með nein plön um að ráðast í mikinn vöxt eða ráningar. „Við erum fyrst og fremst að styrkja fjárhag fyrirtækisins vegna þess að það verður mikil óvissa í krinugm sýndarveruleikamarkaðinn næstu tvö árin. Hann getur farið mjög hratt af stað eða taka meiri tíma en maður heldur. Þá er gott að hafa góðan fjárhagslegan styrk til þess að geta fylgt eftir sinni strategíu og þurfa ekki að fjúka eftir því hvernig markaðsvindar blása milli mánaða. Þetta er fyrst og fremst hugsað til að styrkja fyrirtækið til að viðhalda þá sterku stöðu sem við höfum nú þegar,“ segir Hilmar Veigar.Búast við að skila hagnaði á árinuViðsnúningur hefur átt sér stað hjá CCP undanfarna mánuði og áætlar Hilmar Veigar að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu. Búið er að skera niður talsvert starfsmannafjöldann undanfarin árin. Í dag starfa 320 manns hjá CCP en þegar hæst stóð voru sex hundruð manns við vinnu. Það að takast á við að hætta við útgáfu leiksins World of Darkness á síðasta ári virðist hafa breytt starfseminni til muna.Ákveðinn hroki ríkti„Við vorum á þessum tíma nokkuð ánægð með okkur sjálf og héldum að við gætum bara gert allt, bara hvað sem er. Það var ákveðinn hroki fyrir því hvað var erfitt og hvað var flókið og við héldum að við myndum bara láta allt samt ganga upp. Við réðum fullt af nýju fólki sem var kannski reynslumikið, en teymi mynduðust sem voru reynslulítil. Þannig að við vorum með mikið af reynslulitlum teymum að vinna í stórum verkefnum,“ segir Hilmar Veigar. „Það sem við höfum helst lært af þessu er að það að vera með stór tölvuleikjaverkefni krefst rosalega mikillar reynslu sem við hreinlega höfðum ekki. Við höfðum fína reynslu af því að gera EVE. EVE var ekkert sérlega stórt þegar við gerðum það fyrst, alla veganna ekki í samhengi við þessu verkefni.“ „Við höfum kannski snúið þessu svolítið mikið á hvolf, nú erum við miklu meira að byrja verkefnin smá, láta þau vaxa á eigin forsendum og sanna sig í hverju einasta skrefi. Þetta er svona vöruþróunaraðferð sem við byrjuðum að innleiða fyrir þremur árum síðan og hefur skilað þessum árangri sem við erum að sjá núna í sýndaveruleikaverkefnununum,“ segir Hilmar Veigar.Fá tölvuleikjafyrirtæki á tvítugsaldriCCP var stofnað árið 1997 og er því komið nálægt tvítugsaldrinum, Hilmar Veigar segir sjaldgæft að leikjafyrirtæki lifi svo lengi. „Við erum í alþjóðlegu samhengi gamalt leikjafyrirtæki, það eru ekki mörg leikjafyrirtæki sem ná því að verða 20 ára, þetta er mikil samkeppni og erfiður bransi, þannig að við erum að mörgu leyti sérstök með það að hafa haldið áfram þetta lengi.“ Hilmar Veigar segir fyrirtækið vera með hógvær plön þegar kemur að upphafi sýndarveruleikaleikja. „Þetta er ný tækni og ný tæki sem fólk þarf að kaupa sér. Við gerum því ráð fyrir að þetta muni taka töluverðan tíma að fara á stað.“ Hann telur að Gunjack verði því ekki jólaleikur ársins, en gæti komið til með að verða jólagjöfin árið 2017. CCP skrifaði undir samning um byggingu í Vatnsmýrinni fyrr á þessu ári.Vísir/ErnirFlytja í VatnsmýrinaFramundan hjá fyrirtækinu eru flutningar í nýjar starfssöðvar í Vatnsmýrinni, Hilmar Veigar telur það mikilvægt upp á að efla samstarf með háskólunum og önnur fyrirtæki. „Starfsemin á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist í kringum EVE online á meðan sýndarveruleikaverkefnið og önnur verkefni hefur verið úti í heimi. Nú viljum við starta fleiri og smærri verkefnum og viljum endilega opna fyrirtækið meira fyrir samstarf með háskólum og jafnvel öðrum fyrirtækju. Við sjáum fyrir okkur að við getum búið til góðan „cluster“ á Vatnsmýrarsvæðinu, það er pláss fyrir mörg fyrirtæki þar inni og þar getur orðið til þekkingarmiðstöð í kringum þetta. Þá getum við deilt okkar reynslu og samböndum með öðrum,“ segir Hilmar Veigar.Ætla ekki að yfirgefa klakannAðspurður segir Hilmar Veigar fyrirtækið ekki vera með plön um að yfirgefa landið. „Fyrirtæki eins og við erum sífellt að ákveða hvar okkar starfsemi er úti um allan heim; hvar við erum með verkefni, fólk og höfuðstöðvar það er alltaf í stanslausri skoðun. En hver sem niðurstaðan verður út úr því verðum við alltaf með öfluga starfsemi á Íslandi og viljum þá sérstaklega efla þegar kemur að frumþróunarstarfi,“ segir Hilmar Veigar.
Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira