Prófessorar ætla í verkfall í desember sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 15:06 Um helmingur prófa fellur niður, verði af verkfallinu. vísir/anton brink Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, eða með 85 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir verða dagana 2. til 18.desember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Alls greiddu 246 atkvæði og var kosningaþátttaka 76 prósent. 15 prósent félagsmanna voru mótfallnir því að efnt yrði til verkfalls. „Það má kannski segja að niðurstaðan hafi verið meira afgerandi en ég reiknaði með, en ég taldi mig vissan um að það yrði mikill meirihluti sem styddi boðun verkfalls ef ekki hefði samist. Menn eru mjög óhressir með hvernig gangur viðræðna hefur verið. Við höfum endurtekið þurft að bíða eftir ýmsum ytri aðstæðum sem hafa komið upp og fallist á það, meðal annars vegna SALEK-vinnunnar, og áttum von á að það kæmi gangur í viðræðurnar í kjölfarið, en hann varð ekki nægilega mikill,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Hann bætir við að gangur viðræðna sé nú ágætur og vonar að samningar náist fljótt.Slétt ár frá síðustu verkfallsboðun Prófessorar boðuðu til verkfalls fyrir um sléttu ári síðan, eða 11. nóvember 2014. Þeir undirrituðu skammtíma kjarasamning í desember og þannig tókst að afstýra tveggja vikna verkfalli í háskólum landsins. Kjarasamningur þeirra rann út í lok febrúar og hafa viðræður staðið yfir síðan þá. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, eða með 85 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir verða dagana 2. til 18.desember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Alls greiddu 246 atkvæði og var kosningaþátttaka 76 prósent. 15 prósent félagsmanna voru mótfallnir því að efnt yrði til verkfalls. „Það má kannski segja að niðurstaðan hafi verið meira afgerandi en ég reiknaði með, en ég taldi mig vissan um að það yrði mikill meirihluti sem styddi boðun verkfalls ef ekki hefði samist. Menn eru mjög óhressir með hvernig gangur viðræðna hefur verið. Við höfum endurtekið þurft að bíða eftir ýmsum ytri aðstæðum sem hafa komið upp og fallist á það, meðal annars vegna SALEK-vinnunnar, og áttum von á að það kæmi gangur í viðræðurnar í kjölfarið, en hann varð ekki nægilega mikill,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Hann bætir við að gangur viðræðna sé nú ágætur og vonar að samningar náist fljótt.Slétt ár frá síðustu verkfallsboðun Prófessorar boðuðu til verkfalls fyrir um sléttu ári síðan, eða 11. nóvember 2014. Þeir undirrituðu skammtíma kjarasamning í desember og þannig tókst að afstýra tveggja vikna verkfalli í háskólum landsins. Kjarasamningur þeirra rann út í lok febrúar og hafa viðræður staðið yfir síðan þá. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37