Erfitt að sjá í hverju sókn Íslands felst Svavar Hávarðsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Orkuskipti í samgöngum, rafbílavæðing og fleira ber á góma í sóknaráætlun stjórnvalda. vísir/gva Fátt nýtt er að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin nær til næstu þriggja ára og sextán verkefna. Kostnaðarmat fyrir sóknaráætlunina hefur ekki verið gert.Átta verkefni hérlendis Sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum til næstu þriggja ára var kynnt í gær, og er sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) í París sem hefst á mánudaginn kemur. Að stofni til eru í sóknaráætluninni 16 verkefni sem sett verða af stað – átta þeirra snúa að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Orkufrekur iðnaður fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS), og kemur ekkert við þessa sögu. Í kynningu stjórnvalda á sóknaráætlun sinni segir: „…lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.“Fátt nýtt „Alltaf þegar stjórnvöld eða fyrirtæki kynna sóknaráætlanir af þessu tagi verður að spyrja: Hversu mikið og hvenær? Ég finn eitt slíkt markmið sem endurspeglar vaxandi þunga í umhverfisstefnu sjávarútvegsfyrirtækja. Sjávarútvegurinn á mikið undir og hefur nú brugðist við með ábyrgum hætti,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og bætir við: „Hvað með landbúnað og samgöngur? Engin ný markmið. Svo er reynt að velta ábyrgðinni á einstaklinga með skilaboðunum: Bannað að leifa mat. Vitaskuld er sjálfsagt að fara vel með mat en stjórnvöldum dugir ekki að benda á einstaklinginn þegar þau hafa nánast ekkert aðhafst til að draga úr losun frá samgöngum, landbúnaði eða hafið endurheimt votlendis.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, tekur undir með Árna. „Það er ánægjulegt að sjá að tímasett markmið eru sett fram fyrir sjávarútveginn og að vinna á að úttekt á aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá er rætt um rafbílavæðingu, aðgerðir í landbúnaði, átak gegn matarsóun og eflingu kolefnisbindingar með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Allt er það gott og vel, en það vantar tímasett markmið um samdrátt í losun/kolefnisbindingu fyrir þessa þætti og hve mikið fjármagn eigi að tryggja í hvern og einn þeirra. Þannig er þetta meira áætlun um að gera áætlun. Það vantar loforð um að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar, auk þess sem efla þarf sveitarfélögin í þeirra vinnu.“Fyrirséður árangur? Hvaða árangri sóknarætlunin skilar er reyndar erfitt að átta sig á í útskýringum ráðuneytisins sjálfs þar sem tekið er tillit til spurningarinnar hvort áætlunin muni í reynd draga úr losun. Þar segir af verkefnum sem ýmist eru í undirbúningi og ekkert svar sé við spurningunni fyrr en vinnan hefst eða þegar nánari útfærsla á framkvæmd liggur fyrir. „Önnur verkefni eru þess eðlis að erfitt er að meta árangur þeirra tölulega hvað varðar minnkun nettólosunar á Íslandi. Enn erfiðara er að meta árangur alþjóðlegra verkefna sem Ísland mun taka þátt í, þótt mögulega skili t.d. verkefni á sviði jarðhita erlendis meiru en nokkurt annað framtak Íslands í loftslagsmálum,“ segir í útskýringunum.Dúllerí Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum hjá stjórnvöldum í gær hvort sóknaráætlunin hafi verið kostnaðarmetin, en Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra staðfesti í þingræðu í gær að svo væri ekki, en sérstök umræða var um loftslagsmál og markmið Íslands þar sem Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi. Katrín vék að sóknaráætluninni í upphafsræðu sinni. Sagði hana götótta í besta falli og frábað sér upptalningar á „dúlleríisaðgerðum“ og kallaði eftir meiri krafti í raunverulegar aðgerðir. Sigrún sagði í svari sínu að henni þætti mjög miður að Katrín sæi nýja sóknaráætlun með þessum hætti, enda væri um að ræða margra ára vinnu sex ráðuneyta. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði áætlunina afar metnaðarfulla og hún skilaði Íslandi líklega í fremstu röð ríkja í baráttunni gegn vánni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók hins vegar undir gagnrýni nöfnu sinnar – og bætti um betur. Hún kallaði eftir því að almenningssamgöngur væru teknar inn í myndina – sem ekki er að finna stað í sóknaráætluninni. Eins sagði hún það fráleitt að ekkert væri fjallað þar um stóriðju þó hún falli undir viðskiptakerfið sem minnst var á hér að ofan. Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Sjá meira
Fátt nýtt er að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin nær til næstu þriggja ára og sextán verkefna. Kostnaðarmat fyrir sóknaráætlunina hefur ekki verið gert.Átta verkefni hérlendis Sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum til næstu þriggja ára var kynnt í gær, og er sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) í París sem hefst á mánudaginn kemur. Að stofni til eru í sóknaráætluninni 16 verkefni sem sett verða af stað – átta þeirra snúa að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Orkufrekur iðnaður fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS), og kemur ekkert við þessa sögu. Í kynningu stjórnvalda á sóknaráætlun sinni segir: „…lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.“Fátt nýtt „Alltaf þegar stjórnvöld eða fyrirtæki kynna sóknaráætlanir af þessu tagi verður að spyrja: Hversu mikið og hvenær? Ég finn eitt slíkt markmið sem endurspeglar vaxandi þunga í umhverfisstefnu sjávarútvegsfyrirtækja. Sjávarútvegurinn á mikið undir og hefur nú brugðist við með ábyrgum hætti,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og bætir við: „Hvað með landbúnað og samgöngur? Engin ný markmið. Svo er reynt að velta ábyrgðinni á einstaklinga með skilaboðunum: Bannað að leifa mat. Vitaskuld er sjálfsagt að fara vel með mat en stjórnvöldum dugir ekki að benda á einstaklinginn þegar þau hafa nánast ekkert aðhafst til að draga úr losun frá samgöngum, landbúnaði eða hafið endurheimt votlendis.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, tekur undir með Árna. „Það er ánægjulegt að sjá að tímasett markmið eru sett fram fyrir sjávarútveginn og að vinna á að úttekt á aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá er rætt um rafbílavæðingu, aðgerðir í landbúnaði, átak gegn matarsóun og eflingu kolefnisbindingar með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Allt er það gott og vel, en það vantar tímasett markmið um samdrátt í losun/kolefnisbindingu fyrir þessa þætti og hve mikið fjármagn eigi að tryggja í hvern og einn þeirra. Þannig er þetta meira áætlun um að gera áætlun. Það vantar loforð um að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar, auk þess sem efla þarf sveitarfélögin í þeirra vinnu.“Fyrirséður árangur? Hvaða árangri sóknarætlunin skilar er reyndar erfitt að átta sig á í útskýringum ráðuneytisins sjálfs þar sem tekið er tillit til spurningarinnar hvort áætlunin muni í reynd draga úr losun. Þar segir af verkefnum sem ýmist eru í undirbúningi og ekkert svar sé við spurningunni fyrr en vinnan hefst eða þegar nánari útfærsla á framkvæmd liggur fyrir. „Önnur verkefni eru þess eðlis að erfitt er að meta árangur þeirra tölulega hvað varðar minnkun nettólosunar á Íslandi. Enn erfiðara er að meta árangur alþjóðlegra verkefna sem Ísland mun taka þátt í, þótt mögulega skili t.d. verkefni á sviði jarðhita erlendis meiru en nokkurt annað framtak Íslands í loftslagsmálum,“ segir í útskýringunum.Dúllerí Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum hjá stjórnvöldum í gær hvort sóknaráætlunin hafi verið kostnaðarmetin, en Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra staðfesti í þingræðu í gær að svo væri ekki, en sérstök umræða var um loftslagsmál og markmið Íslands þar sem Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi. Katrín vék að sóknaráætluninni í upphafsræðu sinni. Sagði hana götótta í besta falli og frábað sér upptalningar á „dúlleríisaðgerðum“ og kallaði eftir meiri krafti í raunverulegar aðgerðir. Sigrún sagði í svari sínu að henni þætti mjög miður að Katrín sæi nýja sóknaráætlun með þessum hætti, enda væri um að ræða margra ára vinnu sex ráðuneyta. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði áætlunina afar metnaðarfulla og hún skilaði Íslandi líklega í fremstu röð ríkja í baráttunni gegn vánni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók hins vegar undir gagnrýni nöfnu sinnar – og bætti um betur. Hún kallaði eftir því að almenningssamgöngur væru teknar inn í myndina – sem ekki er að finna stað í sóknaráætluninni. Eins sagði hún það fráleitt að ekkert væri fjallað þar um stóriðju þó hún falli undir viðskiptakerfið sem minnst var á hér að ofan.
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Sjá meira