Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn Svavar Hávarðsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Í kerskálum í Straumsvík eru samtals 480 ker og mjög kostnaðarsamt ef vinnsla raskast. fréttablaðið/hari Landsvirkjun aftekur með öllu að tjá sig um kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík og samningsskyldur RTA fari svo að álverið verði ekki endurræst. Sérfræðingur í orkumálum telur nánast útilokað að álverið geti losnað einhliða undan orkusamningi vegna vinnudeilu við sína eigin starfsmenn. „Fulltrúar Landsvirkjunar vilja á þessu stigi ekki tjá sig um viðkvæma kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík. Landsvirkjun hefur verið spurð út í rafmagnssamning fyrirtækjanna. Því er til að svara að rafmagnssamningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gildir til ársins 2036.“ Svo hljóðar svar Landsvirkjunar við fyrirspurn um þann möguleika, sem talsmaður fyrirtækisins hefur ámálgað, að álverið verði ekkert endilega endurræst vegna verkfalls 300 starfsmanna sem hefst 2. desember að óbreyttu. Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners ehf. og ritstjóri Icelandic Energy Portal, segir á orkubloggi sínu að það „sé nánast útilokað að álverið í Straumsvík geti, með vísan til verkfalls hjá álverinu og tjóns af völdum slíks verkfalls, losnað einhliða undan orkusamningi sínum til frambúðar.“ Ketill segir [sjá http://askja.blog.is/] einnig að fyrirtækið vísi til samningsákvæðis (force majeur) um að kaupskylda á raforku falli niður vegna óviðráðanlegra ytri atvika – undir það geti verkfall innan fyrirtækisins vart fallið nema samningur Landsvirkjunar RTA sé í grundvallaratriðum ólíkur öðrum viðlíka samningum sem gerðir hafa verið. Landsvirkjun vísar til fréttaflutnings síns frá því fyrir tæpu ári. Samningurinn var undirritaður árið 2010 og endurskoðaður í desember 2014 með óbreyttum samningstíma – til 2036. Samið var að nýju vegna þess að álverið gat ekki fullnýtt þá orku sem samningurinn frá 2010 fól í sér, en Landsvirkjun reisti Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði meðal annars í fréttatilkynningunni sem Landsvirkjun vísar í: „Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þá: „Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum.“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Landsvirkjun aftekur með öllu að tjá sig um kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík og samningsskyldur RTA fari svo að álverið verði ekki endurræst. Sérfræðingur í orkumálum telur nánast útilokað að álverið geti losnað einhliða undan orkusamningi vegna vinnudeilu við sína eigin starfsmenn. „Fulltrúar Landsvirkjunar vilja á þessu stigi ekki tjá sig um viðkvæma kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík. Landsvirkjun hefur verið spurð út í rafmagnssamning fyrirtækjanna. Því er til að svara að rafmagnssamningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gildir til ársins 2036.“ Svo hljóðar svar Landsvirkjunar við fyrirspurn um þann möguleika, sem talsmaður fyrirtækisins hefur ámálgað, að álverið verði ekkert endilega endurræst vegna verkfalls 300 starfsmanna sem hefst 2. desember að óbreyttu. Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners ehf. og ritstjóri Icelandic Energy Portal, segir á orkubloggi sínu að það „sé nánast útilokað að álverið í Straumsvík geti, með vísan til verkfalls hjá álverinu og tjóns af völdum slíks verkfalls, losnað einhliða undan orkusamningi sínum til frambúðar.“ Ketill segir [sjá http://askja.blog.is/] einnig að fyrirtækið vísi til samningsákvæðis (force majeur) um að kaupskylda á raforku falli niður vegna óviðráðanlegra ytri atvika – undir það geti verkfall innan fyrirtækisins vart fallið nema samningur Landsvirkjunar RTA sé í grundvallaratriðum ólíkur öðrum viðlíka samningum sem gerðir hafa verið. Landsvirkjun vísar til fréttaflutnings síns frá því fyrir tæpu ári. Samningurinn var undirritaður árið 2010 og endurskoðaður í desember 2014 með óbreyttum samningstíma – til 2036. Samið var að nýju vegna þess að álverið gat ekki fullnýtt þá orku sem samningurinn frá 2010 fól í sér, en Landsvirkjun reisti Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði meðal annars í fréttatilkynningunni sem Landsvirkjun vísar í: „Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þá: „Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum.“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira