Allt að gerast á Íslandi Skjóðan skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Forsætisráðherra telur fráleitt að landflótti sé brostinn á meðal ungra Íslendinga vegna spillingar og stjórnarfars. Ráðherrann segir Ísland bera af öðrum löndum sem gull af eiri og það passi einfaldlega ekki að ungt fólk sé á flótta undan öllum þeim tækifærum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Skýringarinnar á útþrá ungs fólks sé að leita í ævintýraþrá og forvitni en ekki í því að vont sé að búa hér á landi. Enda muni allir koma aftur og fleiri til, segir forsætisráðherra. Og hví ætti fólk ekki að koma til baka? Á fundi framsóknarmanna um síðustu helgi lýsti forsætisráðherra því hreykinn yfir að nú væri að fara í gang vinna á fullu við afnám verðtryggingar á neytendalán. Stóra kosningaloforðið hjá forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar vorið 2013 var einmitt að afnema verðtryggingu. Síðan eru liðin tæp þrjú ár. Já, það er allt að gerast. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir seðlabönkum annarra landa til syndanna fyrir að bjóða upp á allt of lága vexti. Það er ekki pyttur sem Seðlabanki Íslands fellur í því vextir hans hafa á köflum verið nærri fimmtugfaldir á við vexti annarra seðlabanka. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki tekið lán og keypt sér húsnæði á Íslandi. Mikið má það vera þakklátt því ekki þarf að greiða af lánum sem ekki eru tekin. Unga fólkið býr bara heima hjá pabba og mömmu þangað til það erfir æskuheimili sín og verðtryggðu lánin sem fylgja með. Aldeilis flott lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Fólkinu í landinu var lofað að það fengi að kjósa um framhald Evrópuferlisins á kjörtímabilinu. Ekkert verður af því af því að vitanlega er það einhvers konar pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn hætti á að þjóðin komist að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin vill fá fram. Þá yrði ríkisstjórnin að víkja en þessi ríkisstjórn beitti krók á móti bragði og lét þjóðina víkja. Allt uppi á borðinu og engin spilling. Fyrirmyndar stjórnarfar. Eftir hryðjuverkaárásirnar á París getur unga fólkið á Íslandi gleymt því að Ísland verði hluti af Evrópu framtíðarinnar. Forseti lýðveldisins er búinn að lýsa því yfir að Schengen-samstarfið hafi brugðist og einsýnt sé að Ísland hverfi frá því samstarfi með nágrannaþjóðum sínum. Schengen sé gagnslaust og við Íslendingar höfum hvort eð er engin efni á þátttöku. Við erum of blönk til að vera í Schengen en nógu rík til að loka okkur af með okkar krónu og fimmtugfalda vexti. Nei, unga fólkið er áreiðanlega ekki að flýja spillingu og slæmt stjórnarfar. Hér er allt að gerast. Skjóðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Forsætisráðherra telur fráleitt að landflótti sé brostinn á meðal ungra Íslendinga vegna spillingar og stjórnarfars. Ráðherrann segir Ísland bera af öðrum löndum sem gull af eiri og það passi einfaldlega ekki að ungt fólk sé á flótta undan öllum þeim tækifærum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Skýringarinnar á útþrá ungs fólks sé að leita í ævintýraþrá og forvitni en ekki í því að vont sé að búa hér á landi. Enda muni allir koma aftur og fleiri til, segir forsætisráðherra. Og hví ætti fólk ekki að koma til baka? Á fundi framsóknarmanna um síðustu helgi lýsti forsætisráðherra því hreykinn yfir að nú væri að fara í gang vinna á fullu við afnám verðtryggingar á neytendalán. Stóra kosningaloforðið hjá forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar vorið 2013 var einmitt að afnema verðtryggingu. Síðan eru liðin tæp þrjú ár. Já, það er allt að gerast. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir seðlabönkum annarra landa til syndanna fyrir að bjóða upp á allt of lága vexti. Það er ekki pyttur sem Seðlabanki Íslands fellur í því vextir hans hafa á köflum verið nærri fimmtugfaldir á við vexti annarra seðlabanka. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki tekið lán og keypt sér húsnæði á Íslandi. Mikið má það vera þakklátt því ekki þarf að greiða af lánum sem ekki eru tekin. Unga fólkið býr bara heima hjá pabba og mömmu þangað til það erfir æskuheimili sín og verðtryggðu lánin sem fylgja með. Aldeilis flott lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Fólkinu í landinu var lofað að það fengi að kjósa um framhald Evrópuferlisins á kjörtímabilinu. Ekkert verður af því af því að vitanlega er það einhvers konar pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn hætti á að þjóðin komist að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin vill fá fram. Þá yrði ríkisstjórnin að víkja en þessi ríkisstjórn beitti krók á móti bragði og lét þjóðina víkja. Allt uppi á borðinu og engin spilling. Fyrirmyndar stjórnarfar. Eftir hryðjuverkaárásirnar á París getur unga fólkið á Íslandi gleymt því að Ísland verði hluti af Evrópu framtíðarinnar. Forseti lýðveldisins er búinn að lýsa því yfir að Schengen-samstarfið hafi brugðist og einsýnt sé að Ísland hverfi frá því samstarfi með nágrannaþjóðum sínum. Schengen sé gagnslaust og við Íslendingar höfum hvort eð er engin efni á þátttöku. Við erum of blönk til að vera í Schengen en nógu rík til að loka okkur af með okkar krónu og fimmtugfalda vexti. Nei, unga fólkið er áreiðanlega ekki að flýja spillingu og slæmt stjórnarfar. Hér er allt að gerast.
Skjóðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira