Meistararnir enn ósigraðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 08:17 NFL-meistararnir í New England Patriots er enn ósigrað eftir að liðið vann Buffalo Bills í lokaleik 11. umferðarinnar í nótt, 20-13. Patriots hefur unnið alla tíu leiki sína til þessa, rétt eins og Carolina Panthers.Sjá einnig:Panthers fyrst í tíu sigra Buffalo tapaði í enn eitt skiptið fyrir Tom Brady, leikstjórnanda Patriots. Þetta var 25. sigur Brady í alls 28 leikjum en Brady kastaði alls 277 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Hann kláraði þó aðeins 20 af 39 sendingum sínum en liðið er án Julian Edelman, sterkasta útherja síns, en til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Danny Amendola, annar útherji, í leiknum í nótt. Brady sagði eftir leik að aðeins tveir útherjar væru nú heilir heilsu hjá Patriots og það hefði sín áhrif. Patriots hafði einnig misst besta hlauparann sinn, Dion Lewis, fyrr á tímabilinu en í fjarveru hans skoraði James White tvö snertimörk í nótt - sín fyrstu á ferlinum. Hjá Buffalo skilaði LeSean McCoy bestu tölunum en hlauparinn var með samtals 122 jarda og eitt snertimark. Patriots freistar þess nú að komast í gegnum alla sextán leiki tímabilsins án þess að tapa en það gerðist síðast fyrir átta árum síðan. Það gæti þó reynst erfitt miðað við meiðslastöðu liðsins en á meðan að Brady er heill er möguleikinn sannarlega fyrir hendi. Buffalo hefur nú unnið fimm leiki en tapað fimm og er í öðru sæti í austurriðli Ameríkudeildarinnar ásamt New Jersey Jets. Hvorugt lið á raunhæfan möguleika að hrifsa efsta sætið af Patriots en bæði geta enn komist í úrslitakeppnina sem svokallað „Wild Card“ lið. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í hvorri deild (Ameríku- og Þjóðardeild) fara í úrslitakeppninna ásamt þeim tveimur liðum sem bestum árangri ná í hvorri þeirra. NFL Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Sjá meira
NFL-meistararnir í New England Patriots er enn ósigrað eftir að liðið vann Buffalo Bills í lokaleik 11. umferðarinnar í nótt, 20-13. Patriots hefur unnið alla tíu leiki sína til þessa, rétt eins og Carolina Panthers.Sjá einnig:Panthers fyrst í tíu sigra Buffalo tapaði í enn eitt skiptið fyrir Tom Brady, leikstjórnanda Patriots. Þetta var 25. sigur Brady í alls 28 leikjum en Brady kastaði alls 277 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Hann kláraði þó aðeins 20 af 39 sendingum sínum en liðið er án Julian Edelman, sterkasta útherja síns, en til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Danny Amendola, annar útherji, í leiknum í nótt. Brady sagði eftir leik að aðeins tveir útherjar væru nú heilir heilsu hjá Patriots og það hefði sín áhrif. Patriots hafði einnig misst besta hlauparann sinn, Dion Lewis, fyrr á tímabilinu en í fjarveru hans skoraði James White tvö snertimörk í nótt - sín fyrstu á ferlinum. Hjá Buffalo skilaði LeSean McCoy bestu tölunum en hlauparinn var með samtals 122 jarda og eitt snertimark. Patriots freistar þess nú að komast í gegnum alla sextán leiki tímabilsins án þess að tapa en það gerðist síðast fyrir átta árum síðan. Það gæti þó reynst erfitt miðað við meiðslastöðu liðsins en á meðan að Brady er heill er möguleikinn sannarlega fyrir hendi. Buffalo hefur nú unnið fimm leiki en tapað fimm og er í öðru sæti í austurriðli Ameríkudeildarinnar ásamt New Jersey Jets. Hvorugt lið á raunhæfan möguleika að hrifsa efsta sætið af Patriots en bæði geta enn komist í úrslitakeppnina sem svokallað „Wild Card“ lið. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í hvorri deild (Ameríku- og Þjóðardeild) fara í úrslitakeppninna ásamt þeim tveimur liðum sem bestum árangri ná í hvorri þeirra.
NFL Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Sjá meira