Ríkissáttasemjari ræður næstu skrefum Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að ef opnað verði fyrir aukna verktöku séu á endanum um hundrað störf í húfi. Fréttablaðið/Ernir Líklegt er að ríkissáttasemjari boði til næsta fundar í kjaradeilu starfsmanna og ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. „Menn búast við að það verði í vikunni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, en það á aðild að viðræðunum við Samtök atvinnulífsins (SA) og ISAL. Guðmundur segir engar viðræður hafa átt sér stað frá því að verkfalli starfsmanna var aflýst í byrjun mánaðarins. „Það er algjör biðstaða í gangi og hvorugur deiluaðili hefur haft frumkvæði að því að funda. Þannig að það hefur ekkert breyst.“ Fundur hjá ríkissáttasemjara sé því rétti vettvangurinn fyrir næstu skref. Þá segir Guðmundur ekki rétt sem haldið hefur verið fram að deilan um ákvæði samningsins sem meinar ISAL að útvista störfum til verktaka sé það eina sem standi í vegi fyrir undirskrift. Til dæmis hafi SA og ISAL ekki enn viðurkennt að sömu forsenduákvæði eigi að vera í þessum samningi á samningstímanum og þeim sem hafi verið gerðir á almenna markaðnum, svo sem um launaþróun og slíka hluti. Þá sé ekki alveg einfalt að eiga við kröfu fyrirtækisins um aukna verktöku, þótt um grundvallarkröfu sé að ræða hjá fyrirtækinu. Þá eigi eftir að ræða hvað koma eigi á móti fallist verkalýðsfélögin á að slaka á þessu ákvæði. „Til dæmis að inn kæmi ákvæði um að tryggt yrði að verktakar séu ekki á slakari launum en þeir sem eru inni á svæðinu líkt og ákvæði er um fyrir austan,“ segir hann. Þar fyrir utan segir Guðmundur ákveðinn „ómöguleika“ í því fólginn að láta starfsmenn kjósa um samning sem opni fyrir aukna verktöku fyrirtækisins. „Þarna er á endanum um meira að ræða en þessi þrjátíu og tvö störf sem rætt hefur verið um,“ segir hann og telur að á endanum séu um hundrað störf undir í álverinu. „Og hvernig á að láta kjósa um kjarasamning þar sem 100 af 330 starfsmönnum eru að kjósa um að missa vinnuna?“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Líklegt er að ríkissáttasemjari boði til næsta fundar í kjaradeilu starfsmanna og ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. „Menn búast við að það verði í vikunni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, en það á aðild að viðræðunum við Samtök atvinnulífsins (SA) og ISAL. Guðmundur segir engar viðræður hafa átt sér stað frá því að verkfalli starfsmanna var aflýst í byrjun mánaðarins. „Það er algjör biðstaða í gangi og hvorugur deiluaðili hefur haft frumkvæði að því að funda. Þannig að það hefur ekkert breyst.“ Fundur hjá ríkissáttasemjara sé því rétti vettvangurinn fyrir næstu skref. Þá segir Guðmundur ekki rétt sem haldið hefur verið fram að deilan um ákvæði samningsins sem meinar ISAL að útvista störfum til verktaka sé það eina sem standi í vegi fyrir undirskrift. Til dæmis hafi SA og ISAL ekki enn viðurkennt að sömu forsenduákvæði eigi að vera í þessum samningi á samningstímanum og þeim sem hafi verið gerðir á almenna markaðnum, svo sem um launaþróun og slíka hluti. Þá sé ekki alveg einfalt að eiga við kröfu fyrirtækisins um aukna verktöku, þótt um grundvallarkröfu sé að ræða hjá fyrirtækinu. Þá eigi eftir að ræða hvað koma eigi á móti fallist verkalýðsfélögin á að slaka á þessu ákvæði. „Til dæmis að inn kæmi ákvæði um að tryggt yrði að verktakar séu ekki á slakari launum en þeir sem eru inni á svæðinu líkt og ákvæði er um fyrir austan,“ segir hann. Þar fyrir utan segir Guðmundur ákveðinn „ómöguleika“ í því fólginn að láta starfsmenn kjósa um samning sem opni fyrir aukna verktöku fyrirtækisins. „Þarna er á endanum um meira að ræða en þessi þrjátíu og tvö störf sem rætt hefur verið um,“ segir hann og telur að á endanum séu um hundrað störf undir í álverinu. „Og hvernig á að láta kjósa um kjarasamning þar sem 100 af 330 starfsmönnum eru að kjósa um að missa vinnuna?“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira