Frá Ghent til Reykjavíkur Eva Einarsdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Flestir sem hafa áhuga eða fylgjast með loftslagsmálum hafa ekki látið það fram hjá sér fara að helstu leiðtogar heims og aðrir valdamenn eru nú staddir í París. Það er hægt að nálgast loftslagsmál frá svo mörgum sjónarhornum en mig langar aðeins að skoða hvað við í Reykjavik erum að gera og getum gert betur. Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum verið dugleg að innleiða og framfylgja Grænum skrefum en þau snúast um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum og nú eru rúmlega hundrað starfsstöðvar sem styðjast við þessi skref. Bláa tunnan var innleidd fyrir þremur árum og tel ég að hún hafi gert mikið gagn. Á einu ári varð aukning á flokkun pappírs um 400%. Nú stendur til að bjóða upp á að borgarbúar geti pantað græna tunnu fyrir plast og maður getur ekki annað en vonast eftir annari eins aukningu í flokkun borgarbúa á plasti. Fjölskyldan mín hefur einungis flokkað plast síðustu tvö ár og það var nánast sláandi að sjá hversu mikið plast safnaðist á einni viku. Nýtt aðalskipulag er einnig hluti af aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar sem leggur áherslu á vistvænar samgöngur og aðgerðir sem eiga að sporna gegn auknum útblástri gróðurhúsalofttegunda. Í þessu samhengi finnst mér einnig mikilvægt að nefna kjöt- og matvælaframleiðslu. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er kjöt- og matvælaframleiðsla búpenings eða kvikfjár einn af þremur helstu orsakavöldum aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda og mér finnst umræðan því miður oft á skamman veg komin þegar kemur að þessum áhrifaþætti. Margar rannsóknir hafa sýnt að allur útblástur bíla, lesta, flugvéla og skipa sé minni en af völdum kjöt- og landbúnaðarframleiðslu.En hvernig tengist þetta þá Reykjavíkurborg? Árið 2009 lýstu borgaryfirvöld í belgísku borginni Ghent því yfir að þau ætluðu að hafa einn „veggiedag“ eða einn dag þar sem einungis væri grænmetisfæði á starfsstöðum sveitarfélagsins og eins hvöttu þau nærsamfélagið til hins sama. Þetta var fyrir 6 árum og á þeim tíma sögðu þau að ein aðalástæðan væri útblástur gróðurhúsalofttegunda og þeim bæri skylda að gera eitthvað. Eins væri hollt fyrir líkamann að hafa slíkan dag og auka fjölbreytni. Þetta verkefni hefur gengið vonum framar og er enn í fullum gangi. Gætum við ekki verið næsta Ghent, sú borg á Norðurlöndum sem stígur skref í þessa átt? Sjálf hef ég verið grænmetisæta í meira en áratug. Ég er ekki að vænta þess af öllum borgarbúum. Ég velti einungis þessari spurningu upp með það í huga að borgarbúar sameinist alla vega í þeirri hugleiðingu sem hluti af alþjóðasamfélagi að hafa einn dag þar sem við sleppum því að neyta kjöts og þannig vonandi sköpum komandi kynslóðum betra umhverfi, betri náttúru og betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir sem hafa áhuga eða fylgjast með loftslagsmálum hafa ekki látið það fram hjá sér fara að helstu leiðtogar heims og aðrir valdamenn eru nú staddir í París. Það er hægt að nálgast loftslagsmál frá svo mörgum sjónarhornum en mig langar aðeins að skoða hvað við í Reykjavik erum að gera og getum gert betur. Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum verið dugleg að innleiða og framfylgja Grænum skrefum en þau snúast um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum og nú eru rúmlega hundrað starfsstöðvar sem styðjast við þessi skref. Bláa tunnan var innleidd fyrir þremur árum og tel ég að hún hafi gert mikið gagn. Á einu ári varð aukning á flokkun pappírs um 400%. Nú stendur til að bjóða upp á að borgarbúar geti pantað græna tunnu fyrir plast og maður getur ekki annað en vonast eftir annari eins aukningu í flokkun borgarbúa á plasti. Fjölskyldan mín hefur einungis flokkað plast síðustu tvö ár og það var nánast sláandi að sjá hversu mikið plast safnaðist á einni viku. Nýtt aðalskipulag er einnig hluti af aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar sem leggur áherslu á vistvænar samgöngur og aðgerðir sem eiga að sporna gegn auknum útblástri gróðurhúsalofttegunda. Í þessu samhengi finnst mér einnig mikilvægt að nefna kjöt- og matvælaframleiðslu. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er kjöt- og matvælaframleiðsla búpenings eða kvikfjár einn af þremur helstu orsakavöldum aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda og mér finnst umræðan því miður oft á skamman veg komin þegar kemur að þessum áhrifaþætti. Margar rannsóknir hafa sýnt að allur útblástur bíla, lesta, flugvéla og skipa sé minni en af völdum kjöt- og landbúnaðarframleiðslu.En hvernig tengist þetta þá Reykjavíkurborg? Árið 2009 lýstu borgaryfirvöld í belgísku borginni Ghent því yfir að þau ætluðu að hafa einn „veggiedag“ eða einn dag þar sem einungis væri grænmetisfæði á starfsstöðum sveitarfélagsins og eins hvöttu þau nærsamfélagið til hins sama. Þetta var fyrir 6 árum og á þeim tíma sögðu þau að ein aðalástæðan væri útblástur gróðurhúsalofttegunda og þeim bæri skylda að gera eitthvað. Eins væri hollt fyrir líkamann að hafa slíkan dag og auka fjölbreytni. Þetta verkefni hefur gengið vonum framar og er enn í fullum gangi. Gætum við ekki verið næsta Ghent, sú borg á Norðurlöndum sem stígur skref í þessa átt? Sjálf hef ég verið grænmetisæta í meira en áratug. Ég er ekki að vænta þess af öllum borgarbúum. Ég velti einungis þessari spurningu upp með það í huga að borgarbúar sameinist alla vega í þeirri hugleiðingu sem hluti af alþjóðasamfélagi að hafa einn dag þar sem við sleppum því að neyta kjöts og þannig vonandi sköpum komandi kynslóðum betra umhverfi, betri náttúru og betri framtíð.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar