Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2015 13:26 Formaður félags Vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafa staðið frammi fyrir lokun fyrirtækisins ef verkfallsaðgerðir hefðu hafist á miðnætti í gær, eða mun verri samningsstöðu eftir tímabundnar aðgerðir. Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík frestuðu verkfallsaðgerðum þar á síðustu stundu í gærkvöld áður en þær áttu að hefjast á miðnætti. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir það hafa orðið endanlega ljóst í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði sér ekki að semja við verkalýðsfélögin. Því hafi þurft að endurmeta stöðuna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem félögin fresta aðgerðum en það var einnig gert í september.Eruð þið ekki orðin eins og í „úlfur, úlfur“ sögunni, verður tekið mark á hótunum ykkar um aðgerðir í framtíðinni? „Menn verða náttúrlega að skoða umhverfið sem við erum í. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starsmenn í Straumsvík eru samningslausir. Það gerðist 1990 eða 1992. Þá var samnngslaust í 20 mánuði og það var akkúrat undir þeirri ógn að álverð var lágt í heiminum og ef fyrirtækið yrði stoppað í verkfallsaðgerðum yrði því hugsanlega lokað,“ rifjar Guðmundur upp. Í yfirlýsingu frá Rannveigu Rist forstjóra fyrirtækisins segir að deilan snúist um þá staðreynd að ISAL sitji ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varði eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi. Það sé skýr krafa að þær verði rýmkaðar. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafi ekki almennt á Íslandi. Guðmundur segir hins vegar alveg á hreinu að ÍSAL sé að beita sömu vinnubrögðum og þessi alþjóðlegi auðhringur og aðrir slíkir beiti alþjóðlega til að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Við þessar aðstæður hafi ekki verið tryggt að verkfallsaðgerðir með niðurkeyrslu starfseminnar hefðu skilað árangri. „Já og jafnvel eftir að verkfall væri skollið á og byrjað að keyra verksmiðjuna niður yrði ekkert aftur snúið við að slökkva á verksmiðjunni án þess að við yrðum að ganga að öllum þeirra kröfum frá A til Ö,“ segir Guðmundur.Og þið þá komnir í enn verri stöðu jafnvel? „Að mínu mati,“ segir Guðmundur. Það hefði líka verið ábyrgðarhluti ef verksmiðjunni hefði verið lokað með öll þau störf sem þar væru í húfi og um einn þriðja af raforkusölu Landsvikrjunar. „Við munum finna lausnir í þessu. Ég efast ekkert um það. En það er líka hættulegt að vera kaldur karl og keyra áfram allt í klessu.“Þannnig að þetta er að þínum dómi eftir hinni alþjóðlegu stefnu að brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur? „Það er verið að vinna að því alls staðar í heiminum,“ segir Guðmundur Ragnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Formaður félags Vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafa staðið frammi fyrir lokun fyrirtækisins ef verkfallsaðgerðir hefðu hafist á miðnætti í gær, eða mun verri samningsstöðu eftir tímabundnar aðgerðir. Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík frestuðu verkfallsaðgerðum þar á síðustu stundu í gærkvöld áður en þær áttu að hefjast á miðnætti. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir það hafa orðið endanlega ljóst í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði sér ekki að semja við verkalýðsfélögin. Því hafi þurft að endurmeta stöðuna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem félögin fresta aðgerðum en það var einnig gert í september.Eruð þið ekki orðin eins og í „úlfur, úlfur“ sögunni, verður tekið mark á hótunum ykkar um aðgerðir í framtíðinni? „Menn verða náttúrlega að skoða umhverfið sem við erum í. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starsmenn í Straumsvík eru samningslausir. Það gerðist 1990 eða 1992. Þá var samnngslaust í 20 mánuði og það var akkúrat undir þeirri ógn að álverð var lágt í heiminum og ef fyrirtækið yrði stoppað í verkfallsaðgerðum yrði því hugsanlega lokað,“ rifjar Guðmundur upp. Í yfirlýsingu frá Rannveigu Rist forstjóra fyrirtækisins segir að deilan snúist um þá staðreynd að ISAL sitji ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varði eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi. Það sé skýr krafa að þær verði rýmkaðar. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafi ekki almennt á Íslandi. Guðmundur segir hins vegar alveg á hreinu að ÍSAL sé að beita sömu vinnubrögðum og þessi alþjóðlegi auðhringur og aðrir slíkir beiti alþjóðlega til að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Við þessar aðstæður hafi ekki verið tryggt að verkfallsaðgerðir með niðurkeyrslu starfseminnar hefðu skilað árangri. „Já og jafnvel eftir að verkfall væri skollið á og byrjað að keyra verksmiðjuna niður yrði ekkert aftur snúið við að slökkva á verksmiðjunni án þess að við yrðum að ganga að öllum þeirra kröfum frá A til Ö,“ segir Guðmundur.Og þið þá komnir í enn verri stöðu jafnvel? „Að mínu mati,“ segir Guðmundur. Það hefði líka verið ábyrgðarhluti ef verksmiðjunni hefði verið lokað með öll þau störf sem þar væru í húfi og um einn þriðja af raforkusölu Landsvikrjunar. „Við munum finna lausnir í þessu. Ég efast ekkert um það. En það er líka hættulegt að vera kaldur karl og keyra áfram allt í klessu.“Þannnig að þetta er að þínum dómi eftir hinni alþjóðlegu stefnu að brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur? „Það er verið að vinna að því alls staðar í heiminum,“ segir Guðmundur Ragnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira