Hvetur Pútín og Erdogan til að halda friðinn og horfa á sameiginlegan óvin Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2015 07:00 Barack Obama á lotfslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fréttablaðið/EPA Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Rússa og Tyrki til þess að halda friðinn og draga úr þeirri spennu sem verið hefur milli ríkjanna eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu. „Við eigum okkur sameiginlegan óvin,“ sagði Obama í ávarpi, sem hann flutti á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í gær, og átti þar við „Íslamska ríkið“, samtök vígamanna sem hreiðrað hafa um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Ég vil tryggja að við einbeitum okkur að þeirri hættu,“ sagði Obama. Vladimír Pútín notaði sama vettvang á mánudaginn til að saka Tyrki um að hafa skotið niður rússnesku herþotuna til að verja eigin hagsmuni af olíuviðskiptum við vígasveitir Íslamska ríkisins. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mótmælir harðlega fullyrðingum Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að tilgangur Tyrkja með því að skjóta niður rússneska herþotu hafi verið að verja olíuviðskipti sín við Íslamska ríkið. Segir hann að Rússar geti ekki slengt þessu fram án þess að leggja fram sannanir: „Við erum ekki svo óheiðarlegir að kaupa olíu frá hryðjuverkamönnum,“ sagði Erdogan. „Ef það sannast að við höfum í raun gert það, þá mun ég segja af mér.“ Erdogan ítrekar hins vegar gagnrýni sína á loftárásir Rússa á uppreisnarsveitir Túrkmena í norðvesturhluta Sýrlands. Túrkmenar eru skyldir Tyrkjum og njóta óskoraðs stuðnings Tyrklandsstjórnar. Þeir Obama, Pútín og Erdogan hafa allir tekið þátt í ráðstefnunni í París ásamt flestum öðrum þjóðarleiðtogum heims. Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Rússa og Tyrki til þess að halda friðinn og draga úr þeirri spennu sem verið hefur milli ríkjanna eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu. „Við eigum okkur sameiginlegan óvin,“ sagði Obama í ávarpi, sem hann flutti á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í gær, og átti þar við „Íslamska ríkið“, samtök vígamanna sem hreiðrað hafa um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Ég vil tryggja að við einbeitum okkur að þeirri hættu,“ sagði Obama. Vladimír Pútín notaði sama vettvang á mánudaginn til að saka Tyrki um að hafa skotið niður rússnesku herþotuna til að verja eigin hagsmuni af olíuviðskiptum við vígasveitir Íslamska ríkisins. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mótmælir harðlega fullyrðingum Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að tilgangur Tyrkja með því að skjóta niður rússneska herþotu hafi verið að verja olíuviðskipti sín við Íslamska ríkið. Segir hann að Rússar geti ekki slengt þessu fram án þess að leggja fram sannanir: „Við erum ekki svo óheiðarlegir að kaupa olíu frá hryðjuverkamönnum,“ sagði Erdogan. „Ef það sannast að við höfum í raun gert það, þá mun ég segja af mér.“ Erdogan ítrekar hins vegar gagnrýni sína á loftárásir Rússa á uppreisnarsveitir Túrkmena í norðvesturhluta Sýrlands. Túrkmenar eru skyldir Tyrkjum og njóta óskoraðs stuðnings Tyrklandsstjórnar. Þeir Obama, Pútín og Erdogan hafa allir tekið þátt í ráðstefnunni í París ásamt flestum öðrum þjóðarleiðtogum heims.
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Sjá meira