Yfirferð ársins: Heilbrigður líkami og líkamsvirðing nanna árnadóttir skrifar 18. desember 2015 14:00 Kæru landsmenn. Nú er árið að líða og þetta mun verða síðasta grein ársins frá mér. Alltaf þegar nýja árið nálgast byrja ég á að fara yfir liðið ár, hvernig það hefur gengið, hvað stóð upp úr og hvað hefði mátt fara betur.Viðburðaríkt ár Árið mitt var mjög viðburðaríkt. Síðasta ári lauk ég með þátttöku í Gamlárshlaupi ÍR sem var mjög skemmtilegur endir á árinu og í rauninni góð uppskeruhátíð þeirra æfinga sem ég stundaði. Ég byrjaði árið í besta formi lífs míns og leið mjög vel, bæði andlega sem líkamlega. Ég hef aldrei verið eins sterk og það sem mér fannst gaman að finna fyrir góðum ávinningi þeirrar vinnu sem ég hafði lagt á mig eftir barnsburð. Með bættri líkamlegri getu fann ég líka fyrir hlutum sem ég hef sjálf ekki upplifað svona sterkt áður. Ég hafði miklu meiri orku, svaf betur, sótti eiginlega bara í hollan mat og var alltaf til í að fara á æfingu. Þegar byrjaði að vora og ég var orðin spennt fyrir hlaupasumrinu mikla kom í ljós að ég var með góðkynja æxli í kálfavöðvanum sem þurfti að fjarlægja. Þetta setti örlítið strik í reikninginn hjá mér en ég var tiltölulega fljót að jafna mig og var farin að geta hreyft mig almennilega um það bil mánuði eftir aðgerð. Að þessum mánuði liðnum komst ég þó að því að ég var barnshafandi sem byrjaði með látum og tilheyrandi ógleði eins og ég hef sagt frá áður. Þetta hafði líka mikil áhrif á þol og styrk hjá mér, ásamt því að það var alltaf á niðurleið jafnt og þétt eftir því sem barnið stækkaði, sem er ekkert nema eðlilegt. Það kom mér þó mjög skemmtilega á óvart að eftir að ógleðinni lauk gat ég stundað líkamsrækt í þó nokkuð langan tíma eða þangað til grindin, pissublaðran, þolið og þreytan sögðu stopp, sem var eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Ég byrjaði snemma að finna til í grindinni en náði að halda verkjunum niðri nokkuð lengi með æfingum. Ég get svo sannarlega sagt að ég er dæmi þess að seinni meðganga þarf ekki endilega alltaf að vera verri, munið það kæru konur. Ég er alveg viss um að líkamlegur styrkur hefur eitthvað um það að segja og því svo ótrúlega mikilvægt að hreyfa sig og styrkja. En nóg með það. Þrátt fyrir ógleði og minna þol var lífið dásamlegt. Ég keypti mína fyrstu íbúð, trúlofaði mig og gifti og á jú von á mínu öðru barni. Ég get því ekki sagt annað en að árið hafi verið eitt það besta hingað til þrátt fyrir líkamlega erfiðleika og að ástin og barnalánið standi upp úr.Vísir/GettyMikilvægi líkamsvirðingar Annað sem mér finnst standa upp úr á árinu er aukin vitundarvakning landsmanna um mikilvægi líkamsvirðingar. Þetta viðfangsefni hefur mér verið hugleikið í langan tíma þar sem mér finnst svo skrítið að það hvernig við lítum út, eða hversu há tala er á einhverri rafmagnsvigt, segi okkur til um það hversu verðug við erum eða hversu vel okkur á að líða. Ég hef oft skrifað um líkamsvirðingu og finnst tilvalið að stikla á stóru hlutunum í enda ársins. Fólk er alls konar. Við erum öll mismunandi og því finnst mér alveg fáránlegt að samfélagið segi okkur að allir eigi að passa í sömu buxnastærðina eða að sú manneskja sem er með hærri tölu á blessuðu vigtarvinkonunni sé eitthvað verri eða ekki eins falleg og sú sem er með lægri tölu. Í mínum huga eru allir fallegir, hvort sem þeir eru feitir eða mjóir (og já, það má segja feitir, þetta er lýsingarorð, ekki skammaryrði). Það eiga ekki allir að þurfa að fara í átak, minnka um tvær buxnastærðir, fela skvapið eða borða kál í öll mál til þess að finnast maður vera samfélaginu samboðinn. Ég hef lengi þurft að hafa fyrir því að hugsa jákvætt um líkama minn og enn þann dag í dag stend ég sjálfa mig að því að segja niðrandi hluti um hann. Í dag er ég t.d. komin 35 vikur á leið og stundum þegar ég horfi í spegil sé ég ekkert annað en undirhökuna sem er að myndast hjá mér eða stækkandi læri og rass. Ég tek ekki einu sinni eftir því stundum að kúlan hafi stækkað sem þýðir nú líklegast að barninu mínu líði vel og sé að þroskast og dafna inni í mér. Já, ég er nefnilega að gera stórmerkilegan hlut, ég er að búa til barn inni í líkama mínum og það er ekkert skrítið að öll sú orka sem ég hef fari í að hjálpa barninu að stækka en ekki að minnka lærin eða að passa að ég fái ekki undirhöku því það væri líka fáránleg forgangsröðun!Elskum okkur sjálf Það eru nokkrir hlutir sem ég hef tileinkað mér í gegnum árin sem ég þarf að vinna í á hverjum degi en hafa hjálpað mér mikið í því að hugsa fallega um sjálfa mig og aðra og að líða vel í eigin skinni og vil ég deila því hér með ykkur. Byrjaðu hvern dag á jákvæðum hugsunum. Þegar jákvæðnin ræður ríkjum hjá okkur smitum við út frá okkur og fólki líður vel í kringum okkur. Hunsaðu neikvæð ummæli um útlit annarra og hrósaðu fólki fyrir það sem þér finnst hrósvert. Reyndu þó að einblína ekki á útlitið þegar þú hrósar því við erum svo mikið meira og allt annað en útlit. Stundaðu hreyfingu af einhverju tagi. Hreyfingin eykur vellíðunartilfinningu og hjálpar okkur að gera það sem við viljum gera, hvort sem það er að komast í gegnum daginn án þess að leggja okkur, ganga upp á Esjuna eða hlaupa maraþon. Hafðu eitthvað til að stefna að á hverjum degi. Markmið hjálpa okkur einnig í því að ná þeim áföngum sem við viljum ná og tilfinningin að ná markmiðinu sínu er engri lík. Borðaðu hollan mat að staðaldri en leyfðu þér það sem hugurinn girnist líka. Hvort haldiði að sé skemmtilegra að borða hollan og næringarríkan mat flestum stundum, líða vel af honum og eiga fullt af orku til að nota í það sem þú vilt gera og leyfa þér svo að borða það sem þú vilt á jólahlaðborðinu eða skreppa einstaka sinnum á Búlluna eða borða bara brokkólí í kvöldmat af því að þig langar svo að sjá einhverja tölu á vigtinni? Mér finnst svarið allavega augljóst. Síðast en ekki síst, elskaðu sjálfa/n þig. Ég trúi því að ef þú getur ekki elskað sjálfa/n þig, þá hljóti að vera erfitt fyrir einhvern annan að gera það. Þú ert eina manneskjan sem þú þarft alltaf að vera með, alls staðar og öllum stundum. Lífið verður því líklegast ansi erfitt og leiðinlegt ef þú getur ekki elskað þig. Við gerum öll mistök sem við lærum af og stöndum uppi sem sterkari aðilar eftir að við lærum af þeim mistökum. Ég vona að þetta hjálpi einhverjum og að þið hafið notið pistlanna á árinu. Gleðilega hátíð og hafið það notalegt með ykkar nánustu. Heilsa Tengdar fréttir Er hægt að æfa of mikið? Svo virðist sem margir fylgi þeirri reglu að því meira sem maður æfir, því betra og því meiri árangur. Margir sem byrja á æfingaprógrami falla í þá gryfju að æfa alltof mikið í þeirri von um að árangurinn komi fyrr. 28. febrúar 2015 14:00 Jólahátíðin mikla Nú þegar tæpar tvær vikur eru í jól eru líklegast flestir að keppast við að koma heimilinu og heimilisfólkinu í almennilegt stand. 11. desember 2015 11:00 Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00 Mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar Heilsa snýst um meira en einungis útlit og þarf hugarfar að fylgja með heilbrigðum líkama. 1. febrúar 2015 10:00 Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 „Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00 Breytt hugarfar og nýr lífsstíll Áramótaheitin eiga mörg það sammerkt að snúa að andlegri eða líkamlegri heilsu. Áður en farið er af stað af fullum krafti er gott að gera sér grein fyrir hvað er á bak við sett markmið. 10. janúar 2015 10:00 Sund er frábær heilsukostur Ég byrjaði nýlega á því að fara í sund nánast á hverjum degi. Það gerði ég til að byrja með því maðurinn minn er rútínuóður og fann upp á því að setja ferð í heita pottinn í morgunrútínuna sína. Ég ákvað að prófa að fara með honum, sjá hvernig það færi í mig og viti menn, mér líkaði það svona dásamlega vel. 12. nóvember 2015 14:00 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Kæru landsmenn. Nú er árið að líða og þetta mun verða síðasta grein ársins frá mér. Alltaf þegar nýja árið nálgast byrja ég á að fara yfir liðið ár, hvernig það hefur gengið, hvað stóð upp úr og hvað hefði mátt fara betur.Viðburðaríkt ár Árið mitt var mjög viðburðaríkt. Síðasta ári lauk ég með þátttöku í Gamlárshlaupi ÍR sem var mjög skemmtilegur endir á árinu og í rauninni góð uppskeruhátíð þeirra æfinga sem ég stundaði. Ég byrjaði árið í besta formi lífs míns og leið mjög vel, bæði andlega sem líkamlega. Ég hef aldrei verið eins sterk og það sem mér fannst gaman að finna fyrir góðum ávinningi þeirrar vinnu sem ég hafði lagt á mig eftir barnsburð. Með bættri líkamlegri getu fann ég líka fyrir hlutum sem ég hef sjálf ekki upplifað svona sterkt áður. Ég hafði miklu meiri orku, svaf betur, sótti eiginlega bara í hollan mat og var alltaf til í að fara á æfingu. Þegar byrjaði að vora og ég var orðin spennt fyrir hlaupasumrinu mikla kom í ljós að ég var með góðkynja æxli í kálfavöðvanum sem þurfti að fjarlægja. Þetta setti örlítið strik í reikninginn hjá mér en ég var tiltölulega fljót að jafna mig og var farin að geta hreyft mig almennilega um það bil mánuði eftir aðgerð. Að þessum mánuði liðnum komst ég þó að því að ég var barnshafandi sem byrjaði með látum og tilheyrandi ógleði eins og ég hef sagt frá áður. Þetta hafði líka mikil áhrif á þol og styrk hjá mér, ásamt því að það var alltaf á niðurleið jafnt og þétt eftir því sem barnið stækkaði, sem er ekkert nema eðlilegt. Það kom mér þó mjög skemmtilega á óvart að eftir að ógleðinni lauk gat ég stundað líkamsrækt í þó nokkuð langan tíma eða þangað til grindin, pissublaðran, þolið og þreytan sögðu stopp, sem var eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Ég byrjaði snemma að finna til í grindinni en náði að halda verkjunum niðri nokkuð lengi með æfingum. Ég get svo sannarlega sagt að ég er dæmi þess að seinni meðganga þarf ekki endilega alltaf að vera verri, munið það kæru konur. Ég er alveg viss um að líkamlegur styrkur hefur eitthvað um það að segja og því svo ótrúlega mikilvægt að hreyfa sig og styrkja. En nóg með það. Þrátt fyrir ógleði og minna þol var lífið dásamlegt. Ég keypti mína fyrstu íbúð, trúlofaði mig og gifti og á jú von á mínu öðru barni. Ég get því ekki sagt annað en að árið hafi verið eitt það besta hingað til þrátt fyrir líkamlega erfiðleika og að ástin og barnalánið standi upp úr.Vísir/GettyMikilvægi líkamsvirðingar Annað sem mér finnst standa upp úr á árinu er aukin vitundarvakning landsmanna um mikilvægi líkamsvirðingar. Þetta viðfangsefni hefur mér verið hugleikið í langan tíma þar sem mér finnst svo skrítið að það hvernig við lítum út, eða hversu há tala er á einhverri rafmagnsvigt, segi okkur til um það hversu verðug við erum eða hversu vel okkur á að líða. Ég hef oft skrifað um líkamsvirðingu og finnst tilvalið að stikla á stóru hlutunum í enda ársins. Fólk er alls konar. Við erum öll mismunandi og því finnst mér alveg fáránlegt að samfélagið segi okkur að allir eigi að passa í sömu buxnastærðina eða að sú manneskja sem er með hærri tölu á blessuðu vigtarvinkonunni sé eitthvað verri eða ekki eins falleg og sú sem er með lægri tölu. Í mínum huga eru allir fallegir, hvort sem þeir eru feitir eða mjóir (og já, það má segja feitir, þetta er lýsingarorð, ekki skammaryrði). Það eiga ekki allir að þurfa að fara í átak, minnka um tvær buxnastærðir, fela skvapið eða borða kál í öll mál til þess að finnast maður vera samfélaginu samboðinn. Ég hef lengi þurft að hafa fyrir því að hugsa jákvætt um líkama minn og enn þann dag í dag stend ég sjálfa mig að því að segja niðrandi hluti um hann. Í dag er ég t.d. komin 35 vikur á leið og stundum þegar ég horfi í spegil sé ég ekkert annað en undirhökuna sem er að myndast hjá mér eða stækkandi læri og rass. Ég tek ekki einu sinni eftir því stundum að kúlan hafi stækkað sem þýðir nú líklegast að barninu mínu líði vel og sé að þroskast og dafna inni í mér. Já, ég er nefnilega að gera stórmerkilegan hlut, ég er að búa til barn inni í líkama mínum og það er ekkert skrítið að öll sú orka sem ég hef fari í að hjálpa barninu að stækka en ekki að minnka lærin eða að passa að ég fái ekki undirhöku því það væri líka fáránleg forgangsröðun!Elskum okkur sjálf Það eru nokkrir hlutir sem ég hef tileinkað mér í gegnum árin sem ég þarf að vinna í á hverjum degi en hafa hjálpað mér mikið í því að hugsa fallega um sjálfa mig og aðra og að líða vel í eigin skinni og vil ég deila því hér með ykkur. Byrjaðu hvern dag á jákvæðum hugsunum. Þegar jákvæðnin ræður ríkjum hjá okkur smitum við út frá okkur og fólki líður vel í kringum okkur. Hunsaðu neikvæð ummæli um útlit annarra og hrósaðu fólki fyrir það sem þér finnst hrósvert. Reyndu þó að einblína ekki á útlitið þegar þú hrósar því við erum svo mikið meira og allt annað en útlit. Stundaðu hreyfingu af einhverju tagi. Hreyfingin eykur vellíðunartilfinningu og hjálpar okkur að gera það sem við viljum gera, hvort sem það er að komast í gegnum daginn án þess að leggja okkur, ganga upp á Esjuna eða hlaupa maraþon. Hafðu eitthvað til að stefna að á hverjum degi. Markmið hjálpa okkur einnig í því að ná þeim áföngum sem við viljum ná og tilfinningin að ná markmiðinu sínu er engri lík. Borðaðu hollan mat að staðaldri en leyfðu þér það sem hugurinn girnist líka. Hvort haldiði að sé skemmtilegra að borða hollan og næringarríkan mat flestum stundum, líða vel af honum og eiga fullt af orku til að nota í það sem þú vilt gera og leyfa þér svo að borða það sem þú vilt á jólahlaðborðinu eða skreppa einstaka sinnum á Búlluna eða borða bara brokkólí í kvöldmat af því að þig langar svo að sjá einhverja tölu á vigtinni? Mér finnst svarið allavega augljóst. Síðast en ekki síst, elskaðu sjálfa/n þig. Ég trúi því að ef þú getur ekki elskað sjálfa/n þig, þá hljóti að vera erfitt fyrir einhvern annan að gera það. Þú ert eina manneskjan sem þú þarft alltaf að vera með, alls staðar og öllum stundum. Lífið verður því líklegast ansi erfitt og leiðinlegt ef þú getur ekki elskað þig. Við gerum öll mistök sem við lærum af og stöndum uppi sem sterkari aðilar eftir að við lærum af þeim mistökum. Ég vona að þetta hjálpi einhverjum og að þið hafið notið pistlanna á árinu. Gleðilega hátíð og hafið það notalegt með ykkar nánustu.
Heilsa Tengdar fréttir Er hægt að æfa of mikið? Svo virðist sem margir fylgi þeirri reglu að því meira sem maður æfir, því betra og því meiri árangur. Margir sem byrja á æfingaprógrami falla í þá gryfju að æfa alltof mikið í þeirri von um að árangurinn komi fyrr. 28. febrúar 2015 14:00 Jólahátíðin mikla Nú þegar tæpar tvær vikur eru í jól eru líklegast flestir að keppast við að koma heimilinu og heimilisfólkinu í almennilegt stand. 11. desember 2015 11:00 Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00 Mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar Heilsa snýst um meira en einungis útlit og þarf hugarfar að fylgja með heilbrigðum líkama. 1. febrúar 2015 10:00 Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 „Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00 Breytt hugarfar og nýr lífsstíll Áramótaheitin eiga mörg það sammerkt að snúa að andlegri eða líkamlegri heilsu. Áður en farið er af stað af fullum krafti er gott að gera sér grein fyrir hvað er á bak við sett markmið. 10. janúar 2015 10:00 Sund er frábær heilsukostur Ég byrjaði nýlega á því að fara í sund nánast á hverjum degi. Það gerði ég til að byrja með því maðurinn minn er rútínuóður og fann upp á því að setja ferð í heita pottinn í morgunrútínuna sína. Ég ákvað að prófa að fara með honum, sjá hvernig það færi í mig og viti menn, mér líkaði það svona dásamlega vel. 12. nóvember 2015 14:00 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Er hægt að æfa of mikið? Svo virðist sem margir fylgi þeirri reglu að því meira sem maður æfir, því betra og því meiri árangur. Margir sem byrja á æfingaprógrami falla í þá gryfju að æfa alltof mikið í þeirri von um að árangurinn komi fyrr. 28. febrúar 2015 14:00
Jólahátíðin mikla Nú þegar tæpar tvær vikur eru í jól eru líklegast flestir að keppast við að koma heimilinu og heimilisfólkinu í almennilegt stand. 11. desember 2015 11:00
Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00
Mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar Heilsa snýst um meira en einungis útlit og þarf hugarfar að fylgja með heilbrigðum líkama. 1. febrúar 2015 10:00
Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00
„Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00
Breytt hugarfar og nýr lífsstíll Áramótaheitin eiga mörg það sammerkt að snúa að andlegri eða líkamlegri heilsu. Áður en farið er af stað af fullum krafti er gott að gera sér grein fyrir hvað er á bak við sett markmið. 10. janúar 2015 10:00
Sund er frábær heilsukostur Ég byrjaði nýlega á því að fara í sund nánast á hverjum degi. Það gerði ég til að byrja með því maðurinn minn er rútínuóður og fann upp á því að setja ferð í heita pottinn í morgunrútínuna sína. Ég ákvað að prófa að fara með honum, sjá hvernig það færi í mig og viti menn, mér líkaði það svona dásamlega vel. 12. nóvember 2015 14:00