Star Wars-frumsýningin: „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2015 12:00 Einhverjir höfðu beðið í nokkra klukkutíma í röðinni fyrir utan sal 1 í Egilshöll en einn þeirra beið nærri því í sjö klukkutíma. Vísir/Jóhanna Andrésdóttir Það var stór dagur í lífi íslenskra Star Wars-aðdáenda í gærkvöldi þegar sjöunda Stjörnustríðsmyndin, The Force Awakens, var frumsýnd hér á landi. Myndin var sýnd í nokkrum kvikmyndahúsum og leit Vísir við Egilshöll þar sem hún var sýnd í tveimur sölum og var fyrir löngu orðið uppselt. Spennustigið var hátt í röðinni fyrir utan sal 1, andrúmsloftið einkenndist af gleði og tilhlökkun en einnig stressi yfir því að myndin gæti mögulega valdið vonbrigðum. Margir lögðu það á sig að bíða í nokkra klukkutíma í röðinni til að vera sem fremst í röðinni og eiga þá tök á velja sér góð sæti í salnum en þó var einn sem bar af í þeim efnum. Sá laumaði sér inn í bíóið í Egilshöll um klukkan fimm í gær, sjö tímum fyrir sýningu myndarinnar, og tók sér sæti fyrir utan sal 1.Sjá einnig:Gagnrýnandi Vísis heldur ekki vatni yfir The Force Awakens Öryggisverðir voru á staðnum til að passa upp á troðningurinn yrði ekki of mikill þegar opnað var inn í salinn og einnig til að ganga úr skugga að áhorfendur í salnum myndu ekki taka myndina upp á símann sinn. Star Wars á stóran stað í hjörtum margra og kom það bersýnilega í ljós þegar rætt var við nokkra aðdáendur í röðinni.Hannes og Jóhann Sigurður.Vísir/Jóhanna AndrésdóttirÆtlar að sjá sjöundu myndina sjö sinnumFélagarnir Jóhann Sigurður og Hannes voru næst fremstir í röðinni þegar Vísir náði að plata þá í spjall. Eftirvæntingin var augljós en þó lýstu þeir ákveðnum áhyggjum sem þeir höfðu, að myndin næði ekki að standast væntingar. „Við ákváðum að horfa á nýlegri myndirnar áður en við færum á þessa til að droppa niður væntingarnar,“ sagði Hannes og á þar við The Phantom Menace, Attack of the Clones og Revenge of the Sith, sem náðu aldrei þeim hæðum sem eldri þríleikurinn náði, A New Hope, The Empire Strikes Back og Return of the Jedi. „Ég er búinn að vera aðdáandi frá því ég man eftir mér,“ sagði Hannes sem sá Star Wars í fyrsta sinn þegar hann um fimm ára aldur. Um var að ræða endurútgáfuna á fyrsta þríleiknum sem var sýndur aftur í kvikmyndahúsum um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar. Jóhann Sigurður fékk eldri þríleikinn frá frænda sínum ungur að árum og hefur verið aðdáandi síðan. Félagarnir hafa beðið eftir þessar mynd frá því Disney keypti Star Wars-réttinn með Lucasfilm árið 2012. „Meira segja fyrir það, maður var alltaf að vonast eftir meiru,“ sagði Hannes. En Star Wars-heimurinn er ekki bara þessar kvikmyndir sem hafa komið út. Honum fylgja einnig bækur, myndasögur, þættir og tölvuleikir. Hannes sagðist að mestu hafa fylgst með Star Wars í gegnum kvikmyndirnar og tölvuleikina, en hefði ekki komist langt inn í ritaða heiminn. Jóhann Sigurður tók undir það: „Þetta eru aðallega myndirnar fyrir mér. En ég þekki heiminn tiltölulega vel en hef ekki lesið allar bækurnar.“ Báðir gera ráð fyrir að sjá þessa mynd oftar en einu sinni í bíó. „Planið er að sjá þessa sjö sinnum, af því að hún er númer sjö í röðinni,“ sagði Hannes. Spurðir út í uppáhalds atriðið úr myndunum stendur ekki á svörum: „Það er þegar Luke Skywalker snappar í sjöttu myndinni (Return of the Jedi) og byrjar að lúberja Darth Vader. Það atriði lifir sterkt í minningunni alveg frá því ég var lítill,“ svaraði Hannes. „Bardaginn á milli Luke og Vader í fimmtu myndinni (Empire Strikes Back) er rosalega fallegur og skemmtilegur,“ sagði Jóhann Sigurður.Sigríður María og Brynja Baldursdóttir.Vísir/Jóhanna Andrésdóttir„Féll fyrir þessu“„Ég bara féll fyrir þessu,“ sagði Brynja Baldursdóttir sem var í röðinni ásamt vinkonu sinni Sigríði Maríu fyrir utan sal 1 í Egilshöll í gær. Brynja keypti miða á frumsýningu The Force Awakens í forsölu í október síðastliðnum fyrir kærasta sinn sem er mikill Star Wars-aðdáandi. Sjálf hafði hún ekki séð allar myndirnar á þeim tímapunkti og kom því ekki annað til mála en að bæta úr því fyrir frumsýninguna og féll hún algjörlega fyrir þessum heimi. „Ég er mjög hrifin af ævintýra myndum yfir höfuð. Ég var búin að heyra um Star Wars en hafði aldrei í mér að horfa á þær, ég veit ekki af hverju. Síðan þegar maður tekur sinn tíma í að horfa á þetta og byrjar að skilja þetta betur þá varð þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Brynja. Þær sögðu spennuna fyrir myndinni töluverða en höfðu báðar passað upp á að fá sem minnst af upplýsingum um myndina fyrir frumsýninguna til að spilla ekki fyrir áhorfinu. „Ég vildi ekki „spoila“ fyrir mér. Ég er ekki einu sinni búin að horfa á trailerana. Vildi hafa þetta allt surprise,“ sagði Brynja.Aron Már, Gísli Freyr og Kristinn Ingi.Vísir/Jóhanna Andrésdóttir.„Alltaf elskað Star Wars“„Ég vona bara að hún verði ekki léleg,“ sagði Kristinn Ingi Reynisson sem var í röðinni ásamt þeim Gísla Frey og Aroni Má Pálmasonum. „Svona „endurnýjaðar“ myndir eiga það oft til að vera frekar lélegar,“ sagði Kristinn sem vonaðist eftir að þessi mynd yrði meira í hætt við gamla þríleikinn, sem sagt, minni hasar, meiri söguþráður, mannlegri en nýlegri þríleikurinn. Þegar þeir voru spurðir hvort Star Wars-skipi stóran sess í lífi þeirra horfði Kristinn Ingi á geislaverðin sem þeir félagarnir voru með, brosti og sagði: „Þarf ég eitthvað að segja það? Mjög stóran þátt.“ „Ég hef alltaf elskað Star Wars,“ sagði Gísli sem hefur beðið spenntur eftir þessari mynd og að sjálfsögðu Aron einnig: „Það mætti segja að þetta séu uppáhalds myndirnar okkar.“Elma Dís og Una Dögg.Vísir/Jóhanna AndrésdóttirR2D2 er lætur verkin tala Gleðin skein úr augum Unu Daggar og Elmu Dísar Davíðsdóttur þar sem þær stóðu á meðal öftustu manneskja í röðinni sem beið eftir að fá að komast inn í sal 1. Báðar eru Star Wars-aðdáendur en Una Dögg færði fram þá djörfu játningu í röðinni að að hafa aðeins séð gamla þríleikinn, sem þykir kannski ekki dauðasynd á mörgum Star Wars-bæjum þar sem nýlegri þríleikurinn þótti engin meistarasmíð. „Ég er búin að vera aðdáandi alveg frá því ég var krakki,“ sagði Elma Dís. „Var alltaf að leika mér með dótið og horfði á myndirnar. Það sem heillar mig varðandi Star Wars er vísindaskáldskapurinn. Ég er mjög hrifin af öllum myndum og þáttum tengdum Sci-Fi. Spurðar út í uppáhalds atriði úr Star Wars voru þær snöggar til svars. „Luke, i am your father,“ svaraði Una Dögg. „Allt sem tengist R2D2. Hann er svo fyndinn. Segir ekkert, lætur verkin tala.“Alan Snær, Rúnar Sveinn og Halldór.Vísir/Jóhanna Andrésdóttir.Átti bágt með að trúa að stundin væri runnin upp „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast. Eins og þetta sé ekki raunverulegt,“ sagði Rúnar Sveinn sem var í röðinni ásamt þeim Alan Snæ og Halldóri. Rúnar Sveinn hefur verið aðdáandi Star Wars frá því hann eignaðist endurútgáfuna af eldri þríleiknum á VHS árið 1998. Hann sagði Star Wars-heiminn magnaðan, ekki aðeins þann sem birtist í kvikmyndunum heldur einnig baksögurnar í bókunum og tölvuleikjunum. Fantasían heillar en spurður hvort hann eigi sér uppáhalds karakter sem ekki hefur birst í myndunum nefndi hann Darth Revan. Spurður út í væntingar fyrir The Force Awakens sagðist hann vonast til að þær yrðu ekki of miklar. Hann gat þó ekki beðið eftir að sjá myndina enda einn af þeim sem keypti miða í forsölu um leið og færi gafst. „Maður vildi ekki missa af frumsýningunni á þessari mynd.“Hér fyrir neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Jóhanna Andrésdóttir tók á frumsýningu myndarinnar í Egilshöll í gærkvöldi. Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Tekjur af Star Wars svipaðar tekjum íslenska ríkisins Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu. 16. desember 2015 09:18 Uppnám á Star Wars-sýningu í Egilshöll: „Ótrúlegt að þetta þurfi að gerast á stærstu stundinni í okkar löngu sögu“ Undir lok miðnætursýningarinnar á Star Wars í Egilshöll í nótt fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti. 17. desember 2015 09:02 Gagnrýnendur taka Star Wars fagnandi Eftirvæntingin eftir myndinni hefur verið gífurleg sem og væntingarnar. 16. desember 2015 12:09 Star Wars hittir aftur í mark Star Wars: The Force Awakens fangar jafnt gamla aðdáendur sem nýja. Enginn "spoiler“. 17. desember 2015 11:45 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Það var stór dagur í lífi íslenskra Star Wars-aðdáenda í gærkvöldi þegar sjöunda Stjörnustríðsmyndin, The Force Awakens, var frumsýnd hér á landi. Myndin var sýnd í nokkrum kvikmyndahúsum og leit Vísir við Egilshöll þar sem hún var sýnd í tveimur sölum og var fyrir löngu orðið uppselt. Spennustigið var hátt í röðinni fyrir utan sal 1, andrúmsloftið einkenndist af gleði og tilhlökkun en einnig stressi yfir því að myndin gæti mögulega valdið vonbrigðum. Margir lögðu það á sig að bíða í nokkra klukkutíma í röðinni til að vera sem fremst í röðinni og eiga þá tök á velja sér góð sæti í salnum en þó var einn sem bar af í þeim efnum. Sá laumaði sér inn í bíóið í Egilshöll um klukkan fimm í gær, sjö tímum fyrir sýningu myndarinnar, og tók sér sæti fyrir utan sal 1.Sjá einnig:Gagnrýnandi Vísis heldur ekki vatni yfir The Force Awakens Öryggisverðir voru á staðnum til að passa upp á troðningurinn yrði ekki of mikill þegar opnað var inn í salinn og einnig til að ganga úr skugga að áhorfendur í salnum myndu ekki taka myndina upp á símann sinn. Star Wars á stóran stað í hjörtum margra og kom það bersýnilega í ljós þegar rætt var við nokkra aðdáendur í röðinni.Hannes og Jóhann Sigurður.Vísir/Jóhanna AndrésdóttirÆtlar að sjá sjöundu myndina sjö sinnumFélagarnir Jóhann Sigurður og Hannes voru næst fremstir í röðinni þegar Vísir náði að plata þá í spjall. Eftirvæntingin var augljós en þó lýstu þeir ákveðnum áhyggjum sem þeir höfðu, að myndin næði ekki að standast væntingar. „Við ákváðum að horfa á nýlegri myndirnar áður en við færum á þessa til að droppa niður væntingarnar,“ sagði Hannes og á þar við The Phantom Menace, Attack of the Clones og Revenge of the Sith, sem náðu aldrei þeim hæðum sem eldri þríleikurinn náði, A New Hope, The Empire Strikes Back og Return of the Jedi. „Ég er búinn að vera aðdáandi frá því ég man eftir mér,“ sagði Hannes sem sá Star Wars í fyrsta sinn þegar hann um fimm ára aldur. Um var að ræða endurútgáfuna á fyrsta þríleiknum sem var sýndur aftur í kvikmyndahúsum um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar. Jóhann Sigurður fékk eldri þríleikinn frá frænda sínum ungur að árum og hefur verið aðdáandi síðan. Félagarnir hafa beðið eftir þessar mynd frá því Disney keypti Star Wars-réttinn með Lucasfilm árið 2012. „Meira segja fyrir það, maður var alltaf að vonast eftir meiru,“ sagði Hannes. En Star Wars-heimurinn er ekki bara þessar kvikmyndir sem hafa komið út. Honum fylgja einnig bækur, myndasögur, þættir og tölvuleikir. Hannes sagðist að mestu hafa fylgst með Star Wars í gegnum kvikmyndirnar og tölvuleikina, en hefði ekki komist langt inn í ritaða heiminn. Jóhann Sigurður tók undir það: „Þetta eru aðallega myndirnar fyrir mér. En ég þekki heiminn tiltölulega vel en hef ekki lesið allar bækurnar.“ Báðir gera ráð fyrir að sjá þessa mynd oftar en einu sinni í bíó. „Planið er að sjá þessa sjö sinnum, af því að hún er númer sjö í röðinni,“ sagði Hannes. Spurðir út í uppáhalds atriðið úr myndunum stendur ekki á svörum: „Það er þegar Luke Skywalker snappar í sjöttu myndinni (Return of the Jedi) og byrjar að lúberja Darth Vader. Það atriði lifir sterkt í minningunni alveg frá því ég var lítill,“ svaraði Hannes. „Bardaginn á milli Luke og Vader í fimmtu myndinni (Empire Strikes Back) er rosalega fallegur og skemmtilegur,“ sagði Jóhann Sigurður.Sigríður María og Brynja Baldursdóttir.Vísir/Jóhanna Andrésdóttir„Féll fyrir þessu“„Ég bara féll fyrir þessu,“ sagði Brynja Baldursdóttir sem var í röðinni ásamt vinkonu sinni Sigríði Maríu fyrir utan sal 1 í Egilshöll í gær. Brynja keypti miða á frumsýningu The Force Awakens í forsölu í október síðastliðnum fyrir kærasta sinn sem er mikill Star Wars-aðdáandi. Sjálf hafði hún ekki séð allar myndirnar á þeim tímapunkti og kom því ekki annað til mála en að bæta úr því fyrir frumsýninguna og féll hún algjörlega fyrir þessum heimi. „Ég er mjög hrifin af ævintýra myndum yfir höfuð. Ég var búin að heyra um Star Wars en hafði aldrei í mér að horfa á þær, ég veit ekki af hverju. Síðan þegar maður tekur sinn tíma í að horfa á þetta og byrjar að skilja þetta betur þá varð þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Brynja. Þær sögðu spennuna fyrir myndinni töluverða en höfðu báðar passað upp á að fá sem minnst af upplýsingum um myndina fyrir frumsýninguna til að spilla ekki fyrir áhorfinu. „Ég vildi ekki „spoila“ fyrir mér. Ég er ekki einu sinni búin að horfa á trailerana. Vildi hafa þetta allt surprise,“ sagði Brynja.Aron Már, Gísli Freyr og Kristinn Ingi.Vísir/Jóhanna Andrésdóttir.„Alltaf elskað Star Wars“„Ég vona bara að hún verði ekki léleg,“ sagði Kristinn Ingi Reynisson sem var í röðinni ásamt þeim Gísla Frey og Aroni Má Pálmasonum. „Svona „endurnýjaðar“ myndir eiga það oft til að vera frekar lélegar,“ sagði Kristinn sem vonaðist eftir að þessi mynd yrði meira í hætt við gamla þríleikinn, sem sagt, minni hasar, meiri söguþráður, mannlegri en nýlegri þríleikurinn. Þegar þeir voru spurðir hvort Star Wars-skipi stóran sess í lífi þeirra horfði Kristinn Ingi á geislaverðin sem þeir félagarnir voru með, brosti og sagði: „Þarf ég eitthvað að segja það? Mjög stóran þátt.“ „Ég hef alltaf elskað Star Wars,“ sagði Gísli sem hefur beðið spenntur eftir þessari mynd og að sjálfsögðu Aron einnig: „Það mætti segja að þetta séu uppáhalds myndirnar okkar.“Elma Dís og Una Dögg.Vísir/Jóhanna AndrésdóttirR2D2 er lætur verkin tala Gleðin skein úr augum Unu Daggar og Elmu Dísar Davíðsdóttur þar sem þær stóðu á meðal öftustu manneskja í röðinni sem beið eftir að fá að komast inn í sal 1. Báðar eru Star Wars-aðdáendur en Una Dögg færði fram þá djörfu játningu í röðinni að að hafa aðeins séð gamla þríleikinn, sem þykir kannski ekki dauðasynd á mörgum Star Wars-bæjum þar sem nýlegri þríleikurinn þótti engin meistarasmíð. „Ég er búin að vera aðdáandi alveg frá því ég var krakki,“ sagði Elma Dís. „Var alltaf að leika mér með dótið og horfði á myndirnar. Það sem heillar mig varðandi Star Wars er vísindaskáldskapurinn. Ég er mjög hrifin af öllum myndum og þáttum tengdum Sci-Fi. Spurðar út í uppáhalds atriði úr Star Wars voru þær snöggar til svars. „Luke, i am your father,“ svaraði Una Dögg. „Allt sem tengist R2D2. Hann er svo fyndinn. Segir ekkert, lætur verkin tala.“Alan Snær, Rúnar Sveinn og Halldór.Vísir/Jóhanna Andrésdóttir.Átti bágt með að trúa að stundin væri runnin upp „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast. Eins og þetta sé ekki raunverulegt,“ sagði Rúnar Sveinn sem var í röðinni ásamt þeim Alan Snæ og Halldóri. Rúnar Sveinn hefur verið aðdáandi Star Wars frá því hann eignaðist endurútgáfuna af eldri þríleiknum á VHS árið 1998. Hann sagði Star Wars-heiminn magnaðan, ekki aðeins þann sem birtist í kvikmyndunum heldur einnig baksögurnar í bókunum og tölvuleikjunum. Fantasían heillar en spurður hvort hann eigi sér uppáhalds karakter sem ekki hefur birst í myndunum nefndi hann Darth Revan. Spurður út í væntingar fyrir The Force Awakens sagðist hann vonast til að þær yrðu ekki of miklar. Hann gat þó ekki beðið eftir að sjá myndina enda einn af þeim sem keypti miða í forsölu um leið og færi gafst. „Maður vildi ekki missa af frumsýningunni á þessari mynd.“Hér fyrir neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Jóhanna Andrésdóttir tók á frumsýningu myndarinnar í Egilshöll í gærkvöldi.
Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Tekjur af Star Wars svipaðar tekjum íslenska ríkisins Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu. 16. desember 2015 09:18 Uppnám á Star Wars-sýningu í Egilshöll: „Ótrúlegt að þetta þurfi að gerast á stærstu stundinni í okkar löngu sögu“ Undir lok miðnætursýningarinnar á Star Wars í Egilshöll í nótt fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti. 17. desember 2015 09:02 Gagnrýnendur taka Star Wars fagnandi Eftirvæntingin eftir myndinni hefur verið gífurleg sem og væntingarnar. 16. desember 2015 12:09 Star Wars hittir aftur í mark Star Wars: The Force Awakens fangar jafnt gamla aðdáendur sem nýja. Enginn "spoiler“. 17. desember 2015 11:45 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tekjur af Star Wars svipaðar tekjum íslenska ríkisins Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu. 16. desember 2015 09:18
Uppnám á Star Wars-sýningu í Egilshöll: „Ótrúlegt að þetta þurfi að gerast á stærstu stundinni í okkar löngu sögu“ Undir lok miðnætursýningarinnar á Star Wars í Egilshöll í nótt fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti. 17. desember 2015 09:02
Gagnrýnendur taka Star Wars fagnandi Eftirvæntingin eftir myndinni hefur verið gífurleg sem og væntingarnar. 16. desember 2015 12:09
Star Wars hittir aftur í mark Star Wars: The Force Awakens fangar jafnt gamla aðdáendur sem nýja. Enginn "spoiler“. 17. desember 2015 11:45