Langmæðgur í Trölladyngju Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 17. desember 2015 12:30 bókakápur Bækur Amma óþekka og tröllin í fjöllunum Jenný Kolsöe Útgefandi: Bókabeitan Myndir: Bergrún Íris Sævarsdóttir Fjöldi síðna: 57 Amma óþekka er ný barnabók frá Bókabeitunni sem hentar sérstaklega yngri lesendum og þeim sem eru að æfa sig í lestri. Það þýðir þó ekki að orðaforðinn sé einfaldur heldur er einmitt lagt upp úr fjölbreytni í orðavali og því að kynna lesendur fyrir margslungnum og misflóknum orðum íslenskrar tungu. Þessi bók er ólík lestraræfingabókum sem krakkar eiga að venjast, því þótt lögð sé áhersla á ákveðna stafi í efnisgreinum sögunnar og framburðareinkenni svo sem tvöfalda samhljóða, þá er framvindan skemmtileg. Sagan segir frá Fanneyju Þóru sem fer í ferðalag með ömmu sinni út á land, nánar tiltekið í Trölladyngju. Þar tjalda þær stöllur, grilla pylsur og eiga saman huggulega stund í íslenskri náttúru. Amma óþekka er myndlistarmaður með sterkar skoðanir og greinilega flott fyrirmynd. Hún segist ætla að gera meira en milljón skissur á meðan á dvöl þeirra stendur svo hún þarf aldeilis að halda á spöðunum. Fanney Þóra lætur eina duga og fer svo í skoðunarferð. Á rölti sínu hittir hún trölladreng sem á ýmislegt sameiginlegt með stúlkunni en ekki líður á löngu þar til þau eru öll á hlaupum undan náttúruöflunum; trölladrengurinn, amma hans, Fanney Þóra og amma óþekka. Líkt og fram hefur komið er bókin sniðin að þörfum þeirra sem eru að æfa sig í lestri og auka á orðaforða sinn. Hún er fyrsta bókin í nýrri röð frá Bókabeitunni sem nefnist Ljósaserían og hefur þetta að leiðarljósi. Leturgerð er læsileg og í stærra lagi, línubil sem andar vel og efnisgreinum er skipt niður í styttri búta svo hægt er að hvíla sig reglulega án þess að tapa þræði.Niðurstaða: Skemmtileg bók fyrir unga lesendur sem eru að æfa sig í lestri. Stútfull af nýjum orðum og leyndum framburðaræfingum. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Amma óþekka og tröllin í fjöllunum Jenný Kolsöe Útgefandi: Bókabeitan Myndir: Bergrún Íris Sævarsdóttir Fjöldi síðna: 57 Amma óþekka er ný barnabók frá Bókabeitunni sem hentar sérstaklega yngri lesendum og þeim sem eru að æfa sig í lestri. Það þýðir þó ekki að orðaforðinn sé einfaldur heldur er einmitt lagt upp úr fjölbreytni í orðavali og því að kynna lesendur fyrir margslungnum og misflóknum orðum íslenskrar tungu. Þessi bók er ólík lestraræfingabókum sem krakkar eiga að venjast, því þótt lögð sé áhersla á ákveðna stafi í efnisgreinum sögunnar og framburðareinkenni svo sem tvöfalda samhljóða, þá er framvindan skemmtileg. Sagan segir frá Fanneyju Þóru sem fer í ferðalag með ömmu sinni út á land, nánar tiltekið í Trölladyngju. Þar tjalda þær stöllur, grilla pylsur og eiga saman huggulega stund í íslenskri náttúru. Amma óþekka er myndlistarmaður með sterkar skoðanir og greinilega flott fyrirmynd. Hún segist ætla að gera meira en milljón skissur á meðan á dvöl þeirra stendur svo hún þarf aldeilis að halda á spöðunum. Fanney Þóra lætur eina duga og fer svo í skoðunarferð. Á rölti sínu hittir hún trölladreng sem á ýmislegt sameiginlegt með stúlkunni en ekki líður á löngu þar til þau eru öll á hlaupum undan náttúruöflunum; trölladrengurinn, amma hans, Fanney Þóra og amma óþekka. Líkt og fram hefur komið er bókin sniðin að þörfum þeirra sem eru að æfa sig í lestri og auka á orðaforða sinn. Hún er fyrsta bókin í nýrri röð frá Bókabeitunni sem nefnist Ljósaserían og hefur þetta að leiðarljósi. Leturgerð er læsileg og í stærra lagi, línubil sem andar vel og efnisgreinum er skipt niður í styttri búta svo hægt er að hvíla sig reglulega án þess að tapa þræði.Niðurstaða: Skemmtileg bók fyrir unga lesendur sem eru að æfa sig í lestri. Stútfull af nýjum orðum og leyndum framburðaræfingum.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira