Gleðileg jól allra barna? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Jólin eru gjarnan nefnd hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar og hátíð samveru. Víða einkennir jólin mikil ofgnótt en annars staðar er skortur. Allir keppast við að gera vel við sig og sína, ekki síst við börnin sín og flestir reyna að hafa það að leiðarljósi sem er börnum fyrir bestu. Samvera fjölskyldu, nánd og kærleikur er flestum það sem skiptir mestu máli. Aðventan er einnig sá tími sem margir nýta til samveru með börnum sínum, til að sækja saman ýmsa viðburði og taka þátt í menningu og listum.Mismunandi aðstæður barna Ekki eru öll börn svo heppin að geta notið aðventu og jóla. Mörg börn búa við þannig aðstæður að jólin eru jafnvel tími kvíða og vanlíðunar. Sum börn búa við ofbeldi á heimili og óttast að jólin verði ekki friðsöm, önnur búa við alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma í fjölskyldum sínum og óttast að heimilið verði heltekið yfir jólin. Svo eru börn sem búa við fátækt og horfa eins og litla stúlkan með eldspýturnar á allsnægtir annarra án þess að geta notið þeirra sjálf. Þau finna jafnvel til skammar. Mörg börn eiga fleiri en eina fjölskyldu og geta því ekki dvalist öll jólin á heimilum beggja fjölskyldna. Þau finna jafnvel fyrir átökum foreldra vegna samveru við þau, eða að þau fá jafnvel ekki að umgangast annað foreldri sitt um jólin. Sum börn hafa aldrei fengið að dvelja með öðru foreldri sínu á aðfangadagskvöldi og hafa þar af leiðandi ekki fengið að upplifa þann hátíðisdag með því foreldri og fjölskyldu þess. Þessi börn búa mörg við aðstæður þar sem foreldrar þeirra taka sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þeirra.Réttindi barna Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, nýta hæfileika sína, njóta öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Þau eiga rétt á að umgangast báða foreldra sína. Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og ber að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Börn sem búa við ofbeldi á heimili, alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma búa ekki við öryggi og vernd. Þau búa við vanrækslu. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn svo sem til að taka þátt í samfélagi lista og menningar og fá því jafnvel ekki að uppgötva eigin áhugasvið eða hæfileika. Börn sem ekki fá að rækta tengsl við fjölskyldur beggja foreldra sinna eru svipt þeim grunnréttindum sínum.Jól allra? Aðfangadagur jóla hefur til þessa verið talinn einn hátíðlegasti dagur ársins á Íslandi og sá dagur sem flestir vilja eyða með þeim sem standa hjarta þeirra næst. Því miður er það svo að vegna erfiðra aðstæðna er sá dagur sá erfiðasti og kvíðvænlegasti hjá mörgum börnum. Ekki halda öll börn á Íslandi upp á jólin. Þau eiga þó sama rétt og önnur börn. Þar að auki eiga þau rétt á að njóta eigin menningar og að iðka eigin trú. Ekki má mismuna börnum að þessu leyti, ekki frekar en hvað varðar önnur réttindi sem börn eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Bernskan líður hratt, en atburðir og aðstæður bernskunnar geta haft afgerandi áhrif á líf barna til framtíðar. Ágæti lesandi, ef þú þekkir barn sem býr við óviðunandi aðstæður einhverra hluta vegna, þá getur þú brugðist við og stutt barnið. Þú getur verið til staðar fyrir barnið, þú getur stutt fjölskyldur fátækra barna með því að færa þeim það sem þær skortir eða boðið þeim á einhverja viðburði sem göfga líf þeirra. Þú getur líka stutt hjálparsamtök og þú getur haft samband við yfirvöld sem eiga að tryggja réttindi og vernd barna. Munum að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni og hafa yfirleitt ekkert val um hvaða stöðu þau eru í. Tryggjum öllum börnum þau réttindi sem þeim ber og stöndum vörð um velferð þeirra. Það þarf þjóð til að vernda og ala upp barn. Megi jólahátíðin færa öllum gleði, frið og góða samveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Jólin eru gjarnan nefnd hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar og hátíð samveru. Víða einkennir jólin mikil ofgnótt en annars staðar er skortur. Allir keppast við að gera vel við sig og sína, ekki síst við börnin sín og flestir reyna að hafa það að leiðarljósi sem er börnum fyrir bestu. Samvera fjölskyldu, nánd og kærleikur er flestum það sem skiptir mestu máli. Aðventan er einnig sá tími sem margir nýta til samveru með börnum sínum, til að sækja saman ýmsa viðburði og taka þátt í menningu og listum.Mismunandi aðstæður barna Ekki eru öll börn svo heppin að geta notið aðventu og jóla. Mörg börn búa við þannig aðstæður að jólin eru jafnvel tími kvíða og vanlíðunar. Sum börn búa við ofbeldi á heimili og óttast að jólin verði ekki friðsöm, önnur búa við alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma í fjölskyldum sínum og óttast að heimilið verði heltekið yfir jólin. Svo eru börn sem búa við fátækt og horfa eins og litla stúlkan með eldspýturnar á allsnægtir annarra án þess að geta notið þeirra sjálf. Þau finna jafnvel til skammar. Mörg börn eiga fleiri en eina fjölskyldu og geta því ekki dvalist öll jólin á heimilum beggja fjölskyldna. Þau finna jafnvel fyrir átökum foreldra vegna samveru við þau, eða að þau fá jafnvel ekki að umgangast annað foreldri sitt um jólin. Sum börn hafa aldrei fengið að dvelja með öðru foreldri sínu á aðfangadagskvöldi og hafa þar af leiðandi ekki fengið að upplifa þann hátíðisdag með því foreldri og fjölskyldu þess. Þessi börn búa mörg við aðstæður þar sem foreldrar þeirra taka sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þeirra.Réttindi barna Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, nýta hæfileika sína, njóta öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Þau eiga rétt á að umgangast báða foreldra sína. Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og ber að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Börn sem búa við ofbeldi á heimili, alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma búa ekki við öryggi og vernd. Þau búa við vanrækslu. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn svo sem til að taka þátt í samfélagi lista og menningar og fá því jafnvel ekki að uppgötva eigin áhugasvið eða hæfileika. Börn sem ekki fá að rækta tengsl við fjölskyldur beggja foreldra sinna eru svipt þeim grunnréttindum sínum.Jól allra? Aðfangadagur jóla hefur til þessa verið talinn einn hátíðlegasti dagur ársins á Íslandi og sá dagur sem flestir vilja eyða með þeim sem standa hjarta þeirra næst. Því miður er það svo að vegna erfiðra aðstæðna er sá dagur sá erfiðasti og kvíðvænlegasti hjá mörgum börnum. Ekki halda öll börn á Íslandi upp á jólin. Þau eiga þó sama rétt og önnur börn. Þar að auki eiga þau rétt á að njóta eigin menningar og að iðka eigin trú. Ekki má mismuna börnum að þessu leyti, ekki frekar en hvað varðar önnur réttindi sem börn eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Bernskan líður hratt, en atburðir og aðstæður bernskunnar geta haft afgerandi áhrif á líf barna til framtíðar. Ágæti lesandi, ef þú þekkir barn sem býr við óviðunandi aðstæður einhverra hluta vegna, þá getur þú brugðist við og stutt barnið. Þú getur verið til staðar fyrir barnið, þú getur stutt fjölskyldur fátækra barna með því að færa þeim það sem þær skortir eða boðið þeim á einhverja viðburði sem göfga líf þeirra. Þú getur líka stutt hjálparsamtök og þú getur haft samband við yfirvöld sem eiga að tryggja réttindi og vernd barna. Munum að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni og hafa yfirleitt ekkert val um hvaða stöðu þau eru í. Tryggjum öllum börnum þau réttindi sem þeim ber og stöndum vörð um velferð þeirra. Það þarf þjóð til að vernda og ala upp barn. Megi jólahátíðin færa öllum gleði, frið og góða samveru.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar