Sársauki lífsins Ásdís Sigmundsdóttir skrifar 12. desember 2015 14:00 Eitthvað á stærð við alheiminn Höfundur: Jón Kalman Stefánsson Útgefandi: Bjartur 355 síður Eitthvað á stærð við alheiminn, nýjasta bók Jóns Kalmans Stefánssonar, er kunnugleg þeim sem þekkja fyrri bækur hans. Upphafskafli bókarinnar kynnir helstu stef hennar; ástina, dauðann, sorgina og skáldskapinn. Þetta er allt samtvinnað í stuttri frásögn um Lillu frænku sem missir dóttur sína og yrkir í kjölfarið ljóð, um dótturina og harminn, sem fylgir henni alla tíð. Þrátt fyrir mikinn fjölda persóna, tímaskeiða og sögusviða enduróma þessi grunnstef í gegnum alla bókina. Dauðinn er sífellt nálægur og sorgin sem fylgir honum, en líkt og tónlist er „sá staður þar sem fegurðin huggar sársaukann“ (199) þá má segja það sama um skáldskapinn. Hann bæði skapar sársaukann og huggar um leið. Í sjálfu sér er ekkert byltingarkennt við þessa fjölskyldusögu um íslenskan almúga, ógnarvald hafsins, fisksins og vinnunnar, brauðstritið og draumana, ástina og fjarlægðina á milli manna, en það er textinn sjálfur sem gerir það að verkum að bókin er sem ný. Þetta er framhald bókar Jóns Kalmans Fiskarnir hafa enga fætur, sem kom út 2013, og lesendur fylgja sömu fjölskyldu eftir og halda áfram að kynnast ástum þeirra og sorgum. Bækurnar eru sjálfstæðar en saman draga þær þó upp fyllri mynd af persónunum og lífi þeirra. Lýsingar á umhverfinu spegla oft og tíðum umfjöllunarefni bókarinnar; uppsveiflur og niðursveiflur í efnahagsmálum þjóðarinnar og öldudalir tilverunnar hjá persónunum kallast á. Sagan berst frá Norðfirði millistríðsáranna, með viðkomu í Reykjavík á sjötta áratugnum og endar á Reykjanesi, annars vegar á níunda áratugnum og hins vegar í samtímanum. Keflavík, Sandgerði og aðrir þéttbýliskjarnar á Reykjanesi eru þó mikilvægustu bakgrunnsþættir sögunnar. Þetta berangurslega og vindbarða umhverfi (hvort sem er í eiginlegri eða yfirfærðri merkingu) er kannski ekki alltaf uppörvandi, en lýsingarnar á fólkinu sem þar býr eru litaðar af hlýju þess sem gerir sér grein fyrir breyskleika mannanna – og að auki þá hlýtur að vera von fyrir bæjarfélag sem breytir allt of stórri byggingu gjaldþrota sparisjóðs í bókasafn. Þetta er bók sem maður fyrirgefur það sem manni líkar ekki vegna kosta hennar. Framan af er stundum erfitt að átta sig á persónunum og tengslum þeirra, m.a. vegna þess að þetta er framhald af annarri bók um sömu persónur. Það hjálpar heldur ekki að bókin flakkar ört fram og til baka í tíma og skiptir jafnvel um tíð í miðri efnisgrein (sem stuðaði mig dálítið í byrjun). En galdur orðanna, og þær djúpstæðu tilfinningar sem þau tjá, knýr verkið áfram og gerir það að verkum að maður getur ekki hætt að lesa. Ég held að stíll Jóns Kalmans hafi aldrei notið sín jafn vel og í þessari bók, nema ef vera skyldi í fyrri hluta Himnaríkis og helvítis (2007), enda er margt í þessari bók sem minnir á þá sögu. Lífsbarátta mannsins í nútímanum snýst kannski ekki jafn mikið um baráttuna við náttúröflin en það þýðir ekki að tilveran geti ekki verið grimm. Ástin, samkenndin og skáldskapurinn eru mótvægi við hörkuna, en fegurðin býr líka í sorginni, söknuðinum og átökunum. Að minnsta kosti í texta Jóns Kalmans, enda fylgir hann manni jafnvel þegar maður hefur lagt bókina frá sér.Niðurstaða: Áhrifamikil saga um ástina og dauðann sem sýnir hvernig fegurðin getur búið í sársaukanum. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Eitthvað á stærð við alheiminn Höfundur: Jón Kalman Stefánsson Útgefandi: Bjartur 355 síður Eitthvað á stærð við alheiminn, nýjasta bók Jóns Kalmans Stefánssonar, er kunnugleg þeim sem þekkja fyrri bækur hans. Upphafskafli bókarinnar kynnir helstu stef hennar; ástina, dauðann, sorgina og skáldskapinn. Þetta er allt samtvinnað í stuttri frásögn um Lillu frænku sem missir dóttur sína og yrkir í kjölfarið ljóð, um dótturina og harminn, sem fylgir henni alla tíð. Þrátt fyrir mikinn fjölda persóna, tímaskeiða og sögusviða enduróma þessi grunnstef í gegnum alla bókina. Dauðinn er sífellt nálægur og sorgin sem fylgir honum, en líkt og tónlist er „sá staður þar sem fegurðin huggar sársaukann“ (199) þá má segja það sama um skáldskapinn. Hann bæði skapar sársaukann og huggar um leið. Í sjálfu sér er ekkert byltingarkennt við þessa fjölskyldusögu um íslenskan almúga, ógnarvald hafsins, fisksins og vinnunnar, brauðstritið og draumana, ástina og fjarlægðina á milli manna, en það er textinn sjálfur sem gerir það að verkum að bókin er sem ný. Þetta er framhald bókar Jóns Kalmans Fiskarnir hafa enga fætur, sem kom út 2013, og lesendur fylgja sömu fjölskyldu eftir og halda áfram að kynnast ástum þeirra og sorgum. Bækurnar eru sjálfstæðar en saman draga þær þó upp fyllri mynd af persónunum og lífi þeirra. Lýsingar á umhverfinu spegla oft og tíðum umfjöllunarefni bókarinnar; uppsveiflur og niðursveiflur í efnahagsmálum þjóðarinnar og öldudalir tilverunnar hjá persónunum kallast á. Sagan berst frá Norðfirði millistríðsáranna, með viðkomu í Reykjavík á sjötta áratugnum og endar á Reykjanesi, annars vegar á níunda áratugnum og hins vegar í samtímanum. Keflavík, Sandgerði og aðrir þéttbýliskjarnar á Reykjanesi eru þó mikilvægustu bakgrunnsþættir sögunnar. Þetta berangurslega og vindbarða umhverfi (hvort sem er í eiginlegri eða yfirfærðri merkingu) er kannski ekki alltaf uppörvandi, en lýsingarnar á fólkinu sem þar býr eru litaðar af hlýju þess sem gerir sér grein fyrir breyskleika mannanna – og að auki þá hlýtur að vera von fyrir bæjarfélag sem breytir allt of stórri byggingu gjaldþrota sparisjóðs í bókasafn. Þetta er bók sem maður fyrirgefur það sem manni líkar ekki vegna kosta hennar. Framan af er stundum erfitt að átta sig á persónunum og tengslum þeirra, m.a. vegna þess að þetta er framhald af annarri bók um sömu persónur. Það hjálpar heldur ekki að bókin flakkar ört fram og til baka í tíma og skiptir jafnvel um tíð í miðri efnisgrein (sem stuðaði mig dálítið í byrjun). En galdur orðanna, og þær djúpstæðu tilfinningar sem þau tjá, knýr verkið áfram og gerir það að verkum að maður getur ekki hætt að lesa. Ég held að stíll Jóns Kalmans hafi aldrei notið sín jafn vel og í þessari bók, nema ef vera skyldi í fyrri hluta Himnaríkis og helvítis (2007), enda er margt í þessari bók sem minnir á þá sögu. Lífsbarátta mannsins í nútímanum snýst kannski ekki jafn mikið um baráttuna við náttúröflin en það þýðir ekki að tilveran geti ekki verið grimm. Ástin, samkenndin og skáldskapurinn eru mótvægi við hörkuna, en fegurðin býr líka í sorginni, söknuðinum og átökunum. Að minnsta kosti í texta Jóns Kalmans, enda fylgir hann manni jafnvel þegar maður hefur lagt bókina frá sér.Niðurstaða: Áhrifamikil saga um ástina og dauðann sem sýnir hvernig fegurðin getur búið í sársaukanum.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira