Hamborgarhryggur uppáhalds jólamatur Íslendinga Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2015 12:30 Hamborgarhryggur er vinsælastur. vísir/arnþór/anton brink Hamborgarhryggur er vinsælasti jólamatur Íslendinga samkvæmt óformlegri könnun Vísis. Þar sem desembermánuður er nú genginn í garð ákvað Vísir að leita til valinkunna einstaklinga til að velja besta jólamatinn. Spurt var hvaða matur væri á boðstólnum á aðfangadagskvöld og af hverju. Rjúpan kom sterk inn í öðru sæti en hamborgarhryggur er í algjörri sérstöðu meðal Íslendinga. Málefnið er greinilega mjög heilagt með Íslendinga en svörin voru mörg hver í lengri kantinum og greinilega mikil saga á bakvið jólamatinn í hverri fjölskyldu.1. sæti - Hamborgarhryggur, tíu atkvæði „Á aðfangadagskvöld snæðum við fjölskyldan hamborgarhrygg frá KEA, með brúnuðum kartöflum, ora baunum gulum, grænum og rauðkáli og svo sósu þar sem mysingur út í er lykilatriði. Svo er það hvítlauksristaður humar frá Hornafirði. Þetta hefur verið hefðin hjá okkur fjölskyldunni í nokkur ár og ástæðan er ósköp einföld, þetta er það sem okkur langar mest í.“ „Á aðfangadagskvöld hefur alltaf verið hamborgarhryggur í matinn með brúnuðum kartöflum, waldorf salati og appelsín að drekka. Þessi matur er orðinn að jólahefð og ég held að enginn í fjölskyldunni vilji breyta þeirri hefð.“ „Hjá foreldrum mínum er alltaf hamborgarhryggur og er ég sú eina í fjölskyldunni sem borða hann ekki, einu sinni á ári er ég matvönd og það á jólum. Ég hef undanfarin ár þess vegna bara eldað það sem mig langar í hverju sinni t.d. í fyrra var ég með innbakaðar nautalundir og í ár er ég að hugsa um að elda fylltar kalkúnabringur. Það er semsagt engin sérstök matarhefð hjá mér á aðfangadagskvöld.“ „Ég borða oftast hjá foreldrum mínum á aðfangadagskvöld og þar er byrjað á möndlugraut með rjóma og svo undarlega vill til að mandlan lendir alltaf hjá þeim sem er yngstur og möndlugjöfin er í samræmi við það, svo er hamborgarhryggur með meðlæti fyrir aðra en mig og heimagerður ís á eftir með karamellusósunni eins og amma gerði hana. Ég borða hins vegar alltaf humar á aðfangadagskvöld. Í þau skipti sem sem ég borða heima hjá mér á aðfangadagskvöld, sem er ekki oft og ég elda humarinn sjálf, þá bý ég til humar í rjómapiparsósu og borða með því langar mjóar franskar en það er algjör snilld að borða þær með sósunni. Það virkar kannski ekki mjög fágað en er hrikalega gott og kom þannig til að ein jólin vildi sonur minn franskar en ekki brúnaðar kartöflur og ég prófaði að dýfa þeim í sósuna og það var ekki aftur snúið.“Löðrandi í íslensku smjöri „Forréttur: Humarhalar frá Hornafirði löðrandi í íslensku smjöri (beint frá býli) og hvítlauk borið fram með dass af snjóhvítu fransbrauði úr Gamla Bakaríinu Aðalréttur: Hunangsgljáður hamborgarhryggur með brúnuðum íslenskum kartöflum frá Þykkvabæ, eplasalati og rjómasósu. Eftirréttur: Ris a l´amande með með meðalstórri möndlu sem veitir gjöf. Öllu skolað niður með 60/40 blöndu af malti og appelsín. Maltið fyrst til að ná betri blöndun.“ „Hamborgarhryggur og pepsí. Já alltaf það sama hjá minni fjölskyldu, það er yngri kynslóðin sem bannar allar nýjungar. Brúnaðar kartöflur, kartöflustrá úr dós og Waldorfs ávaxtasalat með. Mesti spenningurinn er svo fyrir sósunni sem á hverju ári er sérlega góð. Ís í eftirmat og brúnterta ef hún er til.“ „Á mínu heimili er lestin tekin á milli þess að bjóða upp á kalkún og svo hamborgarahrygg á aðfangadag. Hefur verið sitt á hvað, svolítið eftir gestasamsetningunni. Þessar tvær máltíðir eiga nefnilega ólíkt bakland. Hamborgarhryggurinn nýtur svolítið sömu stöðu og Bubbi Morthens, á sér trausta fylgjendur en nýtur kannski ekki ofsahrifningar á meðan kalkúnninn er meiri Almar í kassanum, þ.e. umdeildari, á sér eldheita aðdáendur sem vilja helst ekki sjá neitt annað en inn á milli hatursmenn líka, þó það megi reyndar ekki hata á jólunum.“ „Einhverra hluta vegna ólst ég upp við soðna sviðakjamma á aðfangadag og eins og flestir vita var tungan besti parturinn, það kom þó að því ein jólin að bróðir minn missti listina, ældi og fékk cheerios í jólamat. Síðan þá hefur hamborgarahryggur og humar bæst á matseðilinn (en sviðin halda sínu sessi) ásamt öllu mögulegu meðlæti, úrval af kartöflum, salati og sósum.“ Hamborgarhryggur er greinilega gríðarlega vinsæll.vísir„Á aðfangadagskvöld eru jólahefðir hafðar í fyrirrúmi þ.e. borðaður Hamborgarhryggur, alltaf. Ég hef einu sinni smakkað rjúpur en það var af því það var gestur hjá okkur sem er vanur rjúpum en þá var auðvitað Hamborgarhryggur líka. Við höfum yfirleitt rækjukokteil eða humar í forrétt, Hamborgarhrygg, sósu, brúnaðar kartöflur, grænar baunir og framsóknarsalat í aðalrétt og svo er heimagerður daim ís eða konfekt í eftirrétt en eftirrétturinn er ekki snæddur fyrr en seint þ.e. eftir pakka og svoleiðis. Ég hef ekki hugmynd um af hverju við borðum alltaf þennan mat. Ég er úr sveit þar sem nóg var af nauta- og lambakjöti svo kannski var bara tilbreyting að fá svínakjöt. Ég veit að þegar pabbi var lítill voru kótelettur í raspi jólamaturinn. Eftir að ég fór sjálf að búa hef ég í raun bara haldið í hefðina og verið með þennan blessaða Hamborgarhrygg í jólamatinn, maðurinn minn er líka vanur þessu og finnst þetta gott. Svo er einfalt að elda hrygginn, eiginlega getur ekki klikkað. Ef fólk veit ekki hvað framsóknarsalat er, þá er það dásamlegt rjómaeplasalat mjög vinsælt hjá börnum. Salatið fékk þetta nafn þar sem uppskriftin var frá mikilli framsóknarkonu af næsta bæ. Læt uppskriftina fylgja að gamni.Uppskrift 2 stk. Egg 2 msk. Sykur Hrært vel saman 1 msk. Sítrónusafi 3 msk. Ananassafi Safinn er ylaður í potti og 1 msk. Smjör brædd samanvið Þetta allt er hrært vel saman 2,5 dl rjómi er þeyttur og að því loknu er safanum blandað varlega samanvið. ½ dós ananas í bitum ½ dós ferskjur 3 stk epli skorin í bita 20 sykurpúðar Ávöxtum og sykurpúðum er svo að lokum blandað saman við rjómahræruna, varlega.“ „Í mínum huga er meðlætið númer eitt, tvö og þrjú á jólunum. Mér er í raun alveg sama hvaða prótein er lagt á borð, svo lengi sem ég fæ brúnaðar kartöflur, waldorf-salat og brúnu sósuna hans pabba. Eins og þorri Íslendinga er ég alin upp við hamborgarhrygg á aðfangadag en hef í seinni tíð komist að þeirri niðurstöðu að reykt svínakjöt er stórlega ofmetið. Það er bæði þungt í maga og ekkert sérstaklega bragðgott. Í ár verður því áður-hamingjusamur kalkúnn á boðstólum á mínu heimili ásamt heimagerðu rauðkáli og fyrrgreindu meðlæti. Í eftirrétt verður, að vanda, heimagerður ís og niðursoðnar perur.“2. sæti - Rjúpa, þrjú atkvæði „Á mínu heimili eru alltaf rjúpur í jólamatinn. Það er hefð sem ég ólst upp við og hef haldið í heiðri öll mín ár, nema 2005, þegar bannað var að skjóta. Rjúpurnar voru alltaf eldaðar á gamla mátann, steiktar og svo soðnar lengi í potti, en í seinni tíð er ég farinn að matreiða þær eins og nautasteik; léttsteikja bringurnar og búa til súpu úr beinum og lærum. Súpan er jafn ekki síður ósmissandi en kjötið sjálft. Með henni borðum við laufabrauð eða snittubrauð og smjör. Hvað meðlæti með rjúpunum varðar er það nokkuð breytilegt. Ferskt salat er ómissandi og bláberjasósa með bringunum, sem unnin er eftir forskrift Úlfars Finnbjörnssonar. Eftirrétturinn á aðfangadag er breytilegur. Mamma býr oftast til frómas en það er ekki heilagur siður. Á mínu heimili tókum við fyrir nokkrum árum upp hefð frá tengdaforeldrum mínum að leika Rolling Stones undir matnum á aðfangadag. Það er orðinn ómissandi partur af jólahaldinu. Á jóladag er svo fjölskylduboð þar sem allir snæða hangikjöt.“ „Við höfum alltaf borðað rjúpur á mínu heimili enda er ég að norðan og er það hefð. Við byrjuðum nýlega að hafa einnig eina önd með til að breyta aðeins til og þetta dúó er fullkomið. Í forrétt fáum við alltaf hvítlauksristaðan humar með ristuðu brauði en lykillinn er að passa sig á að háma ekki í sig brauð fyrir aðalréttinn. Það sem er svo ómissandi inn á heimilið yfir jólin er góð hátíðarsíld, Laufabrauð með kúmeni, grafinn lax með tilheyrandi, mandarínur og heill haugur af smákökum og þá aðallega Sörum.“Rjúpur eru einnig mjög vinsælar.vísir„Ég borða rjúpur og hef gert það í 33 ár og þær rjúpur eru nú yfirleitt skotnar á jörð fjölskyldunnar í Staðardal í Steingrímsfirði. Þetta er hefð hvort sem það er litið á veiðiferðirnar á ættaróðalið eða að borða rjúpurnar á aðfangadagskvöld. Ég elda rjúpurnar á gamla mátann líkt og amma mín gerði og nú bíður mín stór áskorun að koma börnunum mínum þremur á þessa fallegu hefð.“3.-4. sæti - Hnetusteik, tvö atkvæði „Hnetusteik er mjög hátíðleg og ég hef haft hana síðustu 3 ár. Ekki af því ég neita mér alfarið um kjöt en mig langar að skapa þá hefð á jólunum hjá mér í framtíðinni að þau séu ekki einhver svakaleg kjötveisla heldur hátíð ljóss og friðar og kærleika til allra lífvera. Fyrir mér er Waldorf-salat algjörlega ómissandi og það jólalegasta á matarborðinu í mínum huga. Hjá mömmu og pabba eru alltaf tartalettur með sérstökum uppstúf sem inniheldur aspas, rækjur og Ora-fiskibollur. Sú hefð kemur úr pabba fjölskyldu en innfluttar fiskibollur úr dós þóttu mikill munaður þegar hann var að alast upp og við höfum haldið í þá hefð.“Hnetusteik með gómsætu meðlæti.„Við maðurinn minn hættum að borða kjöt fyrir nokkrum árum og síðan þá hefur jólamaturinn tekið á sig aðra (og betri) mynd. Við höfum nokkrum sinnum verið með hnetusteik, bæði heimagerða og keypta, og þá höfum við borðað sama meðlæti og kjötæturnar í fjölskyldunni. Síðustu ár höfum við hins vegar breytt aðeins til og haft þemað: Allt sem er gott. Meðal þess sem er á seðlinum í ár er smjörsteikt mjúk piparkaka með rjómagráðaostakremi og perum, arancini-boltar með mozzarellafyllingu, heimagert gnocchi með truffluolíu og sveppawellington. Ég veit að margir velta því fyrir sér hvað í ósköpunum grænmetisætur borða um jólin og geta ekki hugsað sér að sleppa reykta svíninu en ég myndi sjálf ekki snúa aftur í hefðbundna jólamatinn þó ég hætti að vera grænmetisæta. Það er of margt gott til til þess að ég sætti mig við kjöt með sósu.“3.-4. sæti - Svínalundir/Jólaskinka, tvö atkvæði „Innbakaðar svínalundir með kryddosti, smjörsteiktar kartöflur og gufað grænmeti. Góð, rík sveppasósa með. Ástæðan er sú að þegar ég var yngri harðneitaði ég að borða hamborgarahrygg (fékk nóg af honum hjá ömmu ein jólin) svo foreldrar mínir fóru að elda kótelettur í raspi, sérstaklega fyrir mig. Þegar ég svo sýndi áramótamatnum hjá vinafólki þeirra áhuga var snögglega ákveðið að það yrði jólamaturinn okkar næsta ár, svo foreldrarnir þyrftu ekki að elda tvo rétti á aðfangadagskvöld – og þannig hefur það verið síðastliðin 20 ár.“ „Hér er hefð fyrir því að elda finnska jólaskinku á aðfangadagskvöld – svínslæri sem hefur legið í saltvatni í tvær vikur, er bakað í rúgmjöli eftir afvötnun og smurt með sterku sinnepi. Með jólaskinkunni er alltaf boðið upp á sama meðlætið. Það eru þrjár mismunandi loður eins og það er alltaf kallað innan fjölskyldunnar, einskonar stöppur úr kartöflum, rófum, gulrótum og hrísgrjónum. Eplasulta og dijon sinnep eru einnig ómissandi hluti af máltíðinni. Siðurinn kemur frá finnskri ömmu minni, sem hefur aldrei haft annað á boðstólnum yfir jólin. Reyndar hefur hún aldrei haft annað en sveskjugraut með rjóma í eftirrétt, en það er ekkert heilagt hér á þessu heimili.“Svínalundir.mynd/hagkaupHér að neðan má lesa um nokkra rétti sem skipa sæti 5. – 9. sæti, fengu eitt atkvæði„Nokkrir selspikaðir humarhalar verða grillaðir upp úr hvítlaukssmjöri í forréttinn, humarinn má ekki vanta á aðfangadag, það ætti nánast að vera skylda í löndum sem eingöngu hafa byggð við sjávarsíðuna. Hjá okkur verður lambahryggur. Auk þess að vera herramannsmatur þá er hann fljótleg og góð leið til að auðvelda okkur foreldrunum verkin á aðfangadag, samanborið við að nostra við kalkún eða annað slíkt. Með 7 ára, 4 ára og 7 mánaða á heimilinu þessi jólin er kannski ekki tími til að taka 10 tíma vakt í eldhúsinu. Með lambahryggnum má ekki vanta gulu baunirnar, sultuna né brúnuðu kartöflurnar og þá verður töfrasósan með í för en hún er mitt meistarastykki í eldhúsinu, þarna gæti Rúnar Marvinsson jafnvel lært eitthvað af mér! Eina vísbendingin sem þið fáið er rjómi og soðið af hryggnum...annað er bara iðnaðarleyndarmál.Eftirréttinn frá krakkarnir að velja, hann er sjaldnast sá sami frá ári til árs en oftar en ekki kemur ís við sögu.“ „Hjá foreldrum mínum hefur alla tíð verið aligæs í matinn á aðfangadagskvöld. Hún er borin fram á fremur hefðbundinn hátt, með kartöflum, sósu og Waldorf-salati. Það er danskur siður, en hann kemur til fjölskyldu minnar í gegnum ömmu mína sem bjó í Stykkishólmi sem er bær með danskar rætur. Ég get ekki hugsað mér betri jólamat. Þegar ég var yngri ástundaði ég það að svelta mig á aðfangadag þangað til gæsin var borin fram, en svo hætti ég því þegar ég áttaði mig á því að ég missti matarlystina þegar ég svelti mig, eins furðulegt og það hljómar. Afgangarnir af gæsinni eru settir í pott og eru svo snæddir í hádeginu á jóladag. Það finnst mér betri máltíð, af því að þá fæ ég að vera í joggingbuxum (eða jafnvel án buxna) við átið. Nú þegar ég er kominn í sambúð hef ég gert málamiðlanir varðandi jólamatinn. Á aðfangadagskvöld borðum við hátíðarkjúkling sem er matreiddur alveg eins og kalkúnn (af því að eins og allir vita er kalkúnakjöt mjög svipað kjúklingakjöti). Hann er með sveppasósu, bakaðri jólakartöflustöppu, Waldorf-salati og títuberjasultu. Sú máltíð kemst mjög nálægt gæsinni í gæðum. Við förum svo til foreldra minna á jóladag til að borða gæsarafganga, þannig að allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Foreldrar mínir hafa alla tíð haft heimagerðan Toblerone-jólaís í eftirrétt. Svo heppilega vill til að sá ís var líka í fjölskyldu konunnar minnar þannig að hann er í eftirrétt hjá okkur á aðfangadagskvöld.“Kalkúnn er á mörgum heimilum um jólin.vísir„Ég er ekki alin upp við að það sé alltaf það sama á boðstólum á aðfangadagskvöld en það hefur þó alltaf verið fuglakjöt, yfirleitt gæs eða kalkúnn. Nú þegar ég held jólin heima hjá mér kemur ekkert annað til greina en kalkúnasteik með góðu kalkúnakryddi og steiktum kartöflum og svo heimatilbúinn ís í eftirmat. Kalkúnninn hefur ýmsa kosti. Hann bragðast til dæmis vel með mismunandi meðlæti og svo er hann líka nógu líkur kjúklingi til að matvant barn geti hugsað sér að láta hann í sig – með eða án tómatsósu.“ „Við erum alltaf með svínakótelettur í raspi á aðfangadagskvöld og meðlætið er rósakál, brúnaðar kartöflur, grænar og gular baunir, sveppasósa og súrar gúrkur. Mörgum finnst þetta skrýtið en svona hefur þetta alltaf verið hjá okkur. Þar sem að jólahefðir aðrar komu frá minni fjölskyldu gerði maðurinn minn þá kröfu að hugmynd að jólamatnum kæmi frá hans fjölskyldu. Ég féllst á það og ekki var aftur snúið. Hefðin hefur haldist í 35 ár og ég sé ekki að hún breytist úr þessu.“Á Tenerife um jólin.vísir„Það hefur skapast sú hefð hjá okkur fjölskyldunni að fara til Tenerife önnur hver jól. Í ár fögnum við jólunum í sjöunda sinn á Kanaríeyjum. Þar er alls ekki hefðbundinn íslenskur aðfangadagur og engar sérstakar hefðir um mat. Við höfum þó yfirleitt fengið okkur paellu og þá verður Valencia paella fyrir valinu, sjávarrétta og kjúklinga. Um er að ræða hálfgerðan þjóðarrétt Spánverja sem kemur frá Valencia. Það getur ekki klikkað.“ „Við sem verjum aðfangadagskvöldi saman borðum alltaf það sama í nokkur ár. Höfum þó á ca 10 ára fresti ákveðið í sameiningu að breyta um aðalrétt. Núna borðum við lamba prime, bakaðar kartöflur, heimagerða uppskrift af meðlæti sem kallast "jukk" og ferst salat. Sósa fylgir líka með fyrir þá sem eru háðir sósu með kjöti. Ástæður þessarar samsetningar á sínum tíma voru eftirfarandi: sumir vildu ekki fá hamborgarahrygg lengur þar sem saltið var farið að fara of illa í mannskapinn (vegna hækkandi aldurs) og enginn lagði í að læra að elda rjúpur. Sumir innan hópsins vilja ekki nautakjöt svo lamba prime var millilending. Allir í hópnum elska bakaðar kartöflur og "jukkið" er einfalt að gera og afar bragðgott....sú uppskrift hefur fylgt okkur í um 27 ár og bragðið passar afar vel með lambi....enda gerum við það oft á öðrum árstíma ef við viljum setja lambið í hátíðlegri búning en sunnudagssteikina. Svo sá réttur er tenging við sögu fjölskyldunnar nú svo er laufabrauð í boði yfir öll jólin. Ómissandi hluti af jólahaldi fyrir fjölskyldu sem er ættuð frá Akureyri.“Álitsgjafar: Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmdastjóri N4, Baldur Guðmundsson, fréttastjóri á DV, Ragnheiður Gröndal, söngkona, Jón Björn Ólafsson, íþróttagreinastjóri Íþróttasambands fatlaðra og ritstjóri Karfan.is, Konráð Jónsson lögfræðingur, Hildur Sveinbjörnsdóttir, hagfræðinemi, Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, matgæðingur og sjónvarpskona, Tinna Ólafsdóttir textasmiður hjá PIPAR\TBWA, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Gauti Geirsson, nemi, Hildur Edda Einarsdóttir, stjórnsýslufræðingur, Andri Þór Kristinsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í körfubolta, Árni Helgason, lögmaður, Jónas Haraldsson, starfsmaður utanríkisráðuneytisins, Erla Hrund Halldórsdóttir, kvikmyndagerðakona, Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi ráðherra, Arnar Daði Arnarsson, blaðamaður á fotbolti.net, Íris Guðnadóttir, verkfræðingur, Haukur B. Sigmarsson, Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður, Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Jólafréttir Matur Tengdar fréttir Love Actually uppáhaldsjólamynd Íslendinga Vísir leitaði til hóps valinkunnra Íslendinga til að velja bestu jólamyndina. 4. desember 2015 10:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Hamborgarhryggur er vinsælasti jólamatur Íslendinga samkvæmt óformlegri könnun Vísis. Þar sem desembermánuður er nú genginn í garð ákvað Vísir að leita til valinkunna einstaklinga til að velja besta jólamatinn. Spurt var hvaða matur væri á boðstólnum á aðfangadagskvöld og af hverju. Rjúpan kom sterk inn í öðru sæti en hamborgarhryggur er í algjörri sérstöðu meðal Íslendinga. Málefnið er greinilega mjög heilagt með Íslendinga en svörin voru mörg hver í lengri kantinum og greinilega mikil saga á bakvið jólamatinn í hverri fjölskyldu.1. sæti - Hamborgarhryggur, tíu atkvæði „Á aðfangadagskvöld snæðum við fjölskyldan hamborgarhrygg frá KEA, með brúnuðum kartöflum, ora baunum gulum, grænum og rauðkáli og svo sósu þar sem mysingur út í er lykilatriði. Svo er það hvítlauksristaður humar frá Hornafirði. Þetta hefur verið hefðin hjá okkur fjölskyldunni í nokkur ár og ástæðan er ósköp einföld, þetta er það sem okkur langar mest í.“ „Á aðfangadagskvöld hefur alltaf verið hamborgarhryggur í matinn með brúnuðum kartöflum, waldorf salati og appelsín að drekka. Þessi matur er orðinn að jólahefð og ég held að enginn í fjölskyldunni vilji breyta þeirri hefð.“ „Hjá foreldrum mínum er alltaf hamborgarhryggur og er ég sú eina í fjölskyldunni sem borða hann ekki, einu sinni á ári er ég matvönd og það á jólum. Ég hef undanfarin ár þess vegna bara eldað það sem mig langar í hverju sinni t.d. í fyrra var ég með innbakaðar nautalundir og í ár er ég að hugsa um að elda fylltar kalkúnabringur. Það er semsagt engin sérstök matarhefð hjá mér á aðfangadagskvöld.“ „Ég borða oftast hjá foreldrum mínum á aðfangadagskvöld og þar er byrjað á möndlugraut með rjóma og svo undarlega vill til að mandlan lendir alltaf hjá þeim sem er yngstur og möndlugjöfin er í samræmi við það, svo er hamborgarhryggur með meðlæti fyrir aðra en mig og heimagerður ís á eftir með karamellusósunni eins og amma gerði hana. Ég borða hins vegar alltaf humar á aðfangadagskvöld. Í þau skipti sem sem ég borða heima hjá mér á aðfangadagskvöld, sem er ekki oft og ég elda humarinn sjálf, þá bý ég til humar í rjómapiparsósu og borða með því langar mjóar franskar en það er algjör snilld að borða þær með sósunni. Það virkar kannski ekki mjög fágað en er hrikalega gott og kom þannig til að ein jólin vildi sonur minn franskar en ekki brúnaðar kartöflur og ég prófaði að dýfa þeim í sósuna og það var ekki aftur snúið.“Löðrandi í íslensku smjöri „Forréttur: Humarhalar frá Hornafirði löðrandi í íslensku smjöri (beint frá býli) og hvítlauk borið fram með dass af snjóhvítu fransbrauði úr Gamla Bakaríinu Aðalréttur: Hunangsgljáður hamborgarhryggur með brúnuðum íslenskum kartöflum frá Þykkvabæ, eplasalati og rjómasósu. Eftirréttur: Ris a l´amande með með meðalstórri möndlu sem veitir gjöf. Öllu skolað niður með 60/40 blöndu af malti og appelsín. Maltið fyrst til að ná betri blöndun.“ „Hamborgarhryggur og pepsí. Já alltaf það sama hjá minni fjölskyldu, það er yngri kynslóðin sem bannar allar nýjungar. Brúnaðar kartöflur, kartöflustrá úr dós og Waldorfs ávaxtasalat með. Mesti spenningurinn er svo fyrir sósunni sem á hverju ári er sérlega góð. Ís í eftirmat og brúnterta ef hún er til.“ „Á mínu heimili er lestin tekin á milli þess að bjóða upp á kalkún og svo hamborgarahrygg á aðfangadag. Hefur verið sitt á hvað, svolítið eftir gestasamsetningunni. Þessar tvær máltíðir eiga nefnilega ólíkt bakland. Hamborgarhryggurinn nýtur svolítið sömu stöðu og Bubbi Morthens, á sér trausta fylgjendur en nýtur kannski ekki ofsahrifningar á meðan kalkúnninn er meiri Almar í kassanum, þ.e. umdeildari, á sér eldheita aðdáendur sem vilja helst ekki sjá neitt annað en inn á milli hatursmenn líka, þó það megi reyndar ekki hata á jólunum.“ „Einhverra hluta vegna ólst ég upp við soðna sviðakjamma á aðfangadag og eins og flestir vita var tungan besti parturinn, það kom þó að því ein jólin að bróðir minn missti listina, ældi og fékk cheerios í jólamat. Síðan þá hefur hamborgarahryggur og humar bæst á matseðilinn (en sviðin halda sínu sessi) ásamt öllu mögulegu meðlæti, úrval af kartöflum, salati og sósum.“ Hamborgarhryggur er greinilega gríðarlega vinsæll.vísir„Á aðfangadagskvöld eru jólahefðir hafðar í fyrirrúmi þ.e. borðaður Hamborgarhryggur, alltaf. Ég hef einu sinni smakkað rjúpur en það var af því það var gestur hjá okkur sem er vanur rjúpum en þá var auðvitað Hamborgarhryggur líka. Við höfum yfirleitt rækjukokteil eða humar í forrétt, Hamborgarhrygg, sósu, brúnaðar kartöflur, grænar baunir og framsóknarsalat í aðalrétt og svo er heimagerður daim ís eða konfekt í eftirrétt en eftirrétturinn er ekki snæddur fyrr en seint þ.e. eftir pakka og svoleiðis. Ég hef ekki hugmynd um af hverju við borðum alltaf þennan mat. Ég er úr sveit þar sem nóg var af nauta- og lambakjöti svo kannski var bara tilbreyting að fá svínakjöt. Ég veit að þegar pabbi var lítill voru kótelettur í raspi jólamaturinn. Eftir að ég fór sjálf að búa hef ég í raun bara haldið í hefðina og verið með þennan blessaða Hamborgarhrygg í jólamatinn, maðurinn minn er líka vanur þessu og finnst þetta gott. Svo er einfalt að elda hrygginn, eiginlega getur ekki klikkað. Ef fólk veit ekki hvað framsóknarsalat er, þá er það dásamlegt rjómaeplasalat mjög vinsælt hjá börnum. Salatið fékk þetta nafn þar sem uppskriftin var frá mikilli framsóknarkonu af næsta bæ. Læt uppskriftina fylgja að gamni.Uppskrift 2 stk. Egg 2 msk. Sykur Hrært vel saman 1 msk. Sítrónusafi 3 msk. Ananassafi Safinn er ylaður í potti og 1 msk. Smjör brædd samanvið Þetta allt er hrært vel saman 2,5 dl rjómi er þeyttur og að því loknu er safanum blandað varlega samanvið. ½ dós ananas í bitum ½ dós ferskjur 3 stk epli skorin í bita 20 sykurpúðar Ávöxtum og sykurpúðum er svo að lokum blandað saman við rjómahræruna, varlega.“ „Í mínum huga er meðlætið númer eitt, tvö og þrjú á jólunum. Mér er í raun alveg sama hvaða prótein er lagt á borð, svo lengi sem ég fæ brúnaðar kartöflur, waldorf-salat og brúnu sósuna hans pabba. Eins og þorri Íslendinga er ég alin upp við hamborgarhrygg á aðfangadag en hef í seinni tíð komist að þeirri niðurstöðu að reykt svínakjöt er stórlega ofmetið. Það er bæði þungt í maga og ekkert sérstaklega bragðgott. Í ár verður því áður-hamingjusamur kalkúnn á boðstólum á mínu heimili ásamt heimagerðu rauðkáli og fyrrgreindu meðlæti. Í eftirrétt verður, að vanda, heimagerður ís og niðursoðnar perur.“2. sæti - Rjúpa, þrjú atkvæði „Á mínu heimili eru alltaf rjúpur í jólamatinn. Það er hefð sem ég ólst upp við og hef haldið í heiðri öll mín ár, nema 2005, þegar bannað var að skjóta. Rjúpurnar voru alltaf eldaðar á gamla mátann, steiktar og svo soðnar lengi í potti, en í seinni tíð er ég farinn að matreiða þær eins og nautasteik; léttsteikja bringurnar og búa til súpu úr beinum og lærum. Súpan er jafn ekki síður ósmissandi en kjötið sjálft. Með henni borðum við laufabrauð eða snittubrauð og smjör. Hvað meðlæti með rjúpunum varðar er það nokkuð breytilegt. Ferskt salat er ómissandi og bláberjasósa með bringunum, sem unnin er eftir forskrift Úlfars Finnbjörnssonar. Eftirrétturinn á aðfangadag er breytilegur. Mamma býr oftast til frómas en það er ekki heilagur siður. Á mínu heimili tókum við fyrir nokkrum árum upp hefð frá tengdaforeldrum mínum að leika Rolling Stones undir matnum á aðfangadag. Það er orðinn ómissandi partur af jólahaldinu. Á jóladag er svo fjölskylduboð þar sem allir snæða hangikjöt.“ „Við höfum alltaf borðað rjúpur á mínu heimili enda er ég að norðan og er það hefð. Við byrjuðum nýlega að hafa einnig eina önd með til að breyta aðeins til og þetta dúó er fullkomið. Í forrétt fáum við alltaf hvítlauksristaðan humar með ristuðu brauði en lykillinn er að passa sig á að háma ekki í sig brauð fyrir aðalréttinn. Það sem er svo ómissandi inn á heimilið yfir jólin er góð hátíðarsíld, Laufabrauð með kúmeni, grafinn lax með tilheyrandi, mandarínur og heill haugur af smákökum og þá aðallega Sörum.“Rjúpur eru einnig mjög vinsælar.vísir„Ég borða rjúpur og hef gert það í 33 ár og þær rjúpur eru nú yfirleitt skotnar á jörð fjölskyldunnar í Staðardal í Steingrímsfirði. Þetta er hefð hvort sem það er litið á veiðiferðirnar á ættaróðalið eða að borða rjúpurnar á aðfangadagskvöld. Ég elda rjúpurnar á gamla mátann líkt og amma mín gerði og nú bíður mín stór áskorun að koma börnunum mínum þremur á þessa fallegu hefð.“3.-4. sæti - Hnetusteik, tvö atkvæði „Hnetusteik er mjög hátíðleg og ég hef haft hana síðustu 3 ár. Ekki af því ég neita mér alfarið um kjöt en mig langar að skapa þá hefð á jólunum hjá mér í framtíðinni að þau séu ekki einhver svakaleg kjötveisla heldur hátíð ljóss og friðar og kærleika til allra lífvera. Fyrir mér er Waldorf-salat algjörlega ómissandi og það jólalegasta á matarborðinu í mínum huga. Hjá mömmu og pabba eru alltaf tartalettur með sérstökum uppstúf sem inniheldur aspas, rækjur og Ora-fiskibollur. Sú hefð kemur úr pabba fjölskyldu en innfluttar fiskibollur úr dós þóttu mikill munaður þegar hann var að alast upp og við höfum haldið í þá hefð.“Hnetusteik með gómsætu meðlæti.„Við maðurinn minn hættum að borða kjöt fyrir nokkrum árum og síðan þá hefur jólamaturinn tekið á sig aðra (og betri) mynd. Við höfum nokkrum sinnum verið með hnetusteik, bæði heimagerða og keypta, og þá höfum við borðað sama meðlæti og kjötæturnar í fjölskyldunni. Síðustu ár höfum við hins vegar breytt aðeins til og haft þemað: Allt sem er gott. Meðal þess sem er á seðlinum í ár er smjörsteikt mjúk piparkaka með rjómagráðaostakremi og perum, arancini-boltar með mozzarellafyllingu, heimagert gnocchi með truffluolíu og sveppawellington. Ég veit að margir velta því fyrir sér hvað í ósköpunum grænmetisætur borða um jólin og geta ekki hugsað sér að sleppa reykta svíninu en ég myndi sjálf ekki snúa aftur í hefðbundna jólamatinn þó ég hætti að vera grænmetisæta. Það er of margt gott til til þess að ég sætti mig við kjöt með sósu.“3.-4. sæti - Svínalundir/Jólaskinka, tvö atkvæði „Innbakaðar svínalundir með kryddosti, smjörsteiktar kartöflur og gufað grænmeti. Góð, rík sveppasósa með. Ástæðan er sú að þegar ég var yngri harðneitaði ég að borða hamborgarahrygg (fékk nóg af honum hjá ömmu ein jólin) svo foreldrar mínir fóru að elda kótelettur í raspi, sérstaklega fyrir mig. Þegar ég svo sýndi áramótamatnum hjá vinafólki þeirra áhuga var snögglega ákveðið að það yrði jólamaturinn okkar næsta ár, svo foreldrarnir þyrftu ekki að elda tvo rétti á aðfangadagskvöld – og þannig hefur það verið síðastliðin 20 ár.“ „Hér er hefð fyrir því að elda finnska jólaskinku á aðfangadagskvöld – svínslæri sem hefur legið í saltvatni í tvær vikur, er bakað í rúgmjöli eftir afvötnun og smurt með sterku sinnepi. Með jólaskinkunni er alltaf boðið upp á sama meðlætið. Það eru þrjár mismunandi loður eins og það er alltaf kallað innan fjölskyldunnar, einskonar stöppur úr kartöflum, rófum, gulrótum og hrísgrjónum. Eplasulta og dijon sinnep eru einnig ómissandi hluti af máltíðinni. Siðurinn kemur frá finnskri ömmu minni, sem hefur aldrei haft annað á boðstólnum yfir jólin. Reyndar hefur hún aldrei haft annað en sveskjugraut með rjóma í eftirrétt, en það er ekkert heilagt hér á þessu heimili.“Svínalundir.mynd/hagkaupHér að neðan má lesa um nokkra rétti sem skipa sæti 5. – 9. sæti, fengu eitt atkvæði„Nokkrir selspikaðir humarhalar verða grillaðir upp úr hvítlaukssmjöri í forréttinn, humarinn má ekki vanta á aðfangadag, það ætti nánast að vera skylda í löndum sem eingöngu hafa byggð við sjávarsíðuna. Hjá okkur verður lambahryggur. Auk þess að vera herramannsmatur þá er hann fljótleg og góð leið til að auðvelda okkur foreldrunum verkin á aðfangadag, samanborið við að nostra við kalkún eða annað slíkt. Með 7 ára, 4 ára og 7 mánaða á heimilinu þessi jólin er kannski ekki tími til að taka 10 tíma vakt í eldhúsinu. Með lambahryggnum má ekki vanta gulu baunirnar, sultuna né brúnuðu kartöflurnar og þá verður töfrasósan með í för en hún er mitt meistarastykki í eldhúsinu, þarna gæti Rúnar Marvinsson jafnvel lært eitthvað af mér! Eina vísbendingin sem þið fáið er rjómi og soðið af hryggnum...annað er bara iðnaðarleyndarmál.Eftirréttinn frá krakkarnir að velja, hann er sjaldnast sá sami frá ári til árs en oftar en ekki kemur ís við sögu.“ „Hjá foreldrum mínum hefur alla tíð verið aligæs í matinn á aðfangadagskvöld. Hún er borin fram á fremur hefðbundinn hátt, með kartöflum, sósu og Waldorf-salati. Það er danskur siður, en hann kemur til fjölskyldu minnar í gegnum ömmu mína sem bjó í Stykkishólmi sem er bær með danskar rætur. Ég get ekki hugsað mér betri jólamat. Þegar ég var yngri ástundaði ég það að svelta mig á aðfangadag þangað til gæsin var borin fram, en svo hætti ég því þegar ég áttaði mig á því að ég missti matarlystina þegar ég svelti mig, eins furðulegt og það hljómar. Afgangarnir af gæsinni eru settir í pott og eru svo snæddir í hádeginu á jóladag. Það finnst mér betri máltíð, af því að þá fæ ég að vera í joggingbuxum (eða jafnvel án buxna) við átið. Nú þegar ég er kominn í sambúð hef ég gert málamiðlanir varðandi jólamatinn. Á aðfangadagskvöld borðum við hátíðarkjúkling sem er matreiddur alveg eins og kalkúnn (af því að eins og allir vita er kalkúnakjöt mjög svipað kjúklingakjöti). Hann er með sveppasósu, bakaðri jólakartöflustöppu, Waldorf-salati og títuberjasultu. Sú máltíð kemst mjög nálægt gæsinni í gæðum. Við förum svo til foreldra minna á jóladag til að borða gæsarafganga, þannig að allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Foreldrar mínir hafa alla tíð haft heimagerðan Toblerone-jólaís í eftirrétt. Svo heppilega vill til að sá ís var líka í fjölskyldu konunnar minnar þannig að hann er í eftirrétt hjá okkur á aðfangadagskvöld.“Kalkúnn er á mörgum heimilum um jólin.vísir„Ég er ekki alin upp við að það sé alltaf það sama á boðstólum á aðfangadagskvöld en það hefur þó alltaf verið fuglakjöt, yfirleitt gæs eða kalkúnn. Nú þegar ég held jólin heima hjá mér kemur ekkert annað til greina en kalkúnasteik með góðu kalkúnakryddi og steiktum kartöflum og svo heimatilbúinn ís í eftirmat. Kalkúnninn hefur ýmsa kosti. Hann bragðast til dæmis vel með mismunandi meðlæti og svo er hann líka nógu líkur kjúklingi til að matvant barn geti hugsað sér að láta hann í sig – með eða án tómatsósu.“ „Við erum alltaf með svínakótelettur í raspi á aðfangadagskvöld og meðlætið er rósakál, brúnaðar kartöflur, grænar og gular baunir, sveppasósa og súrar gúrkur. Mörgum finnst þetta skrýtið en svona hefur þetta alltaf verið hjá okkur. Þar sem að jólahefðir aðrar komu frá minni fjölskyldu gerði maðurinn minn þá kröfu að hugmynd að jólamatnum kæmi frá hans fjölskyldu. Ég féllst á það og ekki var aftur snúið. Hefðin hefur haldist í 35 ár og ég sé ekki að hún breytist úr þessu.“Á Tenerife um jólin.vísir„Það hefur skapast sú hefð hjá okkur fjölskyldunni að fara til Tenerife önnur hver jól. Í ár fögnum við jólunum í sjöunda sinn á Kanaríeyjum. Þar er alls ekki hefðbundinn íslenskur aðfangadagur og engar sérstakar hefðir um mat. Við höfum þó yfirleitt fengið okkur paellu og þá verður Valencia paella fyrir valinu, sjávarrétta og kjúklinga. Um er að ræða hálfgerðan þjóðarrétt Spánverja sem kemur frá Valencia. Það getur ekki klikkað.“ „Við sem verjum aðfangadagskvöldi saman borðum alltaf það sama í nokkur ár. Höfum þó á ca 10 ára fresti ákveðið í sameiningu að breyta um aðalrétt. Núna borðum við lamba prime, bakaðar kartöflur, heimagerða uppskrift af meðlæti sem kallast "jukk" og ferst salat. Sósa fylgir líka með fyrir þá sem eru háðir sósu með kjöti. Ástæður þessarar samsetningar á sínum tíma voru eftirfarandi: sumir vildu ekki fá hamborgarahrygg lengur þar sem saltið var farið að fara of illa í mannskapinn (vegna hækkandi aldurs) og enginn lagði í að læra að elda rjúpur. Sumir innan hópsins vilja ekki nautakjöt svo lamba prime var millilending. Allir í hópnum elska bakaðar kartöflur og "jukkið" er einfalt að gera og afar bragðgott....sú uppskrift hefur fylgt okkur í um 27 ár og bragðið passar afar vel með lambi....enda gerum við það oft á öðrum árstíma ef við viljum setja lambið í hátíðlegri búning en sunnudagssteikina. Svo sá réttur er tenging við sögu fjölskyldunnar nú svo er laufabrauð í boði yfir öll jólin. Ómissandi hluti af jólahaldi fyrir fjölskyldu sem er ættuð frá Akureyri.“Álitsgjafar: Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmdastjóri N4, Baldur Guðmundsson, fréttastjóri á DV, Ragnheiður Gröndal, söngkona, Jón Björn Ólafsson, íþróttagreinastjóri Íþróttasambands fatlaðra og ritstjóri Karfan.is, Konráð Jónsson lögfræðingur, Hildur Sveinbjörnsdóttir, hagfræðinemi, Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, matgæðingur og sjónvarpskona, Tinna Ólafsdóttir textasmiður hjá PIPAR\TBWA, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Gauti Geirsson, nemi, Hildur Edda Einarsdóttir, stjórnsýslufræðingur, Andri Þór Kristinsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í körfubolta, Árni Helgason, lögmaður, Jónas Haraldsson, starfsmaður utanríkisráðuneytisins, Erla Hrund Halldórsdóttir, kvikmyndagerðakona, Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi ráðherra, Arnar Daði Arnarsson, blaðamaður á fotbolti.net, Íris Guðnadóttir, verkfræðingur, Haukur B. Sigmarsson, Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður, Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Jólafréttir Matur Tengdar fréttir Love Actually uppáhaldsjólamynd Íslendinga Vísir leitaði til hóps valinkunnra Íslendinga til að velja bestu jólamyndina. 4. desember 2015 10:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Love Actually uppáhaldsjólamynd Íslendinga Vísir leitaði til hóps valinkunnra Íslendinga til að velja bestu jólamyndina. 4. desember 2015 10:30