Fágað indí-popp Björn Teitsson skrifar 22. desember 2015 10:00 Tónlist Dikta Easy St. Sena, 2015 Easy St. er fimmta breiðskífa Garðbæinganna í Diktu og sú fyrsta í fjögur ár. Hljómsveitin hefur notið stöðugra vinsælda á Íslandi í rúman áratug og líklega hefur ríkt talsverð eftirvænting fyrir plötunni. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að vinna við hana hafi staðið yfir undanfarin tvö ár en skífan var að mestu tekin upp í Þýskalandi með þarlendum upptökustjóra, Sky van Hoff – sem hefur meðal annars reynslu við tónlistarstjórn efnilegra hljómsveita í þýsku útgáfunni af þættinum X-Factor. Það er á hreinu að mikið er lagt í hljóminn og alla úrvinnslu þeirra 11 laga sem prýða plötuna. Þetta er einhvers konar indí-popp, sem einkennist af hægri og látlausri laglínu uns viðlagið skellur á þegar allt fer á fullt. Textarnir fjalla mikið um vináttu og ástina, já, aðallega ástina og hvernig hún glataðist en hve mikilvægt það er að berjast fyrir henni samt sem áður. Angurværðin svífur sannarlega yfir vötnum en fáir eru betri að tjá þá stemningu en Haukur Heiðar, sem hefur algerlega röddina í dæmið – brothætt en traust í senn. Nú þegar hafa lögin We’ll Meet Again og Sink or Swim fengið talsverða spilun í útvarpi en bæði lögin eru einkennandi fyrir lagasmíðar Diktu. Sándið er mjög poppað en líklega einmitt það sem þessi tónlist krefst, fágað indí-popp af sama meiði og bresku hljómsveitirnar Keane eða jafnvel Coldplay. Gallinn er sá að öll lögin renna meira og minna saman í eitt, ef undan eru skildar ballöðurnar Out Of Breath, Anonymous og I Miss You. Jú, Hope For the Best gæti reyndar reynst óvæntur smellur. En þótt það sé eflaust ótrúlega skemmtilegt að starfa sem ljósameistari á tónleikum sveitarinnar þá vantar ef til vill eftirminnilegri brýr og eftirminnilegri melódíur í viðlögunum til að heildarmyndin gangi jafn vel upp og hún gengur jafnan hjá Diktu.Niðurstaða: Fimmta breiðskífa Diktu er unnin af mikilli fagmennsku. Aðdáendur verða ekki fyrir vonbrigðum. Menning Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Dikta Easy St. Sena, 2015 Easy St. er fimmta breiðskífa Garðbæinganna í Diktu og sú fyrsta í fjögur ár. Hljómsveitin hefur notið stöðugra vinsælda á Íslandi í rúman áratug og líklega hefur ríkt talsverð eftirvænting fyrir plötunni. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að vinna við hana hafi staðið yfir undanfarin tvö ár en skífan var að mestu tekin upp í Þýskalandi með þarlendum upptökustjóra, Sky van Hoff – sem hefur meðal annars reynslu við tónlistarstjórn efnilegra hljómsveita í þýsku útgáfunni af þættinum X-Factor. Það er á hreinu að mikið er lagt í hljóminn og alla úrvinnslu þeirra 11 laga sem prýða plötuna. Þetta er einhvers konar indí-popp, sem einkennist af hægri og látlausri laglínu uns viðlagið skellur á þegar allt fer á fullt. Textarnir fjalla mikið um vináttu og ástina, já, aðallega ástina og hvernig hún glataðist en hve mikilvægt það er að berjast fyrir henni samt sem áður. Angurværðin svífur sannarlega yfir vötnum en fáir eru betri að tjá þá stemningu en Haukur Heiðar, sem hefur algerlega röddina í dæmið – brothætt en traust í senn. Nú þegar hafa lögin We’ll Meet Again og Sink or Swim fengið talsverða spilun í útvarpi en bæði lögin eru einkennandi fyrir lagasmíðar Diktu. Sándið er mjög poppað en líklega einmitt það sem þessi tónlist krefst, fágað indí-popp af sama meiði og bresku hljómsveitirnar Keane eða jafnvel Coldplay. Gallinn er sá að öll lögin renna meira og minna saman í eitt, ef undan eru skildar ballöðurnar Out Of Breath, Anonymous og I Miss You. Jú, Hope For the Best gæti reyndar reynst óvæntur smellur. En þótt það sé eflaust ótrúlega skemmtilegt að starfa sem ljósameistari á tónleikum sveitarinnar þá vantar ef til vill eftirminnilegri brýr og eftirminnilegri melódíur í viðlögunum til að heildarmyndin gangi jafn vel upp og hún gengur jafnan hjá Diktu.Niðurstaða: Fimmta breiðskífa Diktu er unnin af mikilli fagmennsku. Aðdáendur verða ekki fyrir vonbrigðum.
Menning Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira