HM er spilað í alvöru lúxushöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2015 16:45 Duhail Sports Hall vísir/afp Leikið verður í þremur höllum á HM í Katar; Ali Bin Hamad Al Attya Arena, Duhail Sports Hall og Lusail Sports Arena. Tvær fyrstnefndu hallirnar eru í höfuðborginni Doha, en sú síðastnefnda er í samnefndri, nýstofnaðri borg, rúmlega 20 kílómetra norður af Doha. Ekki var sparað við byggingu hallanna og það sést. Íburðurinn er mikill og mikið var lagt í hönnun og útlit þessara mannvirkja. Það sem leynist undir þessu gljáfægða yfirborði er hins vegar ekki jafn fallegt. Skipuleggjendur HM hafa legið undir ámæli fyrir illa meðferð á erlendum verkamönnum sem vinna mikið, við vondar aðstæður og fyrir lágt kaup. Ýmsir hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því að hallirnar verði hálftómar þegar á hólminn verður kominn. Á meðal þeirra er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hefur reynslu af því að spila í Katar. Honum finnst Katar lítt spennandi land eins og fram kom í viðtali við RÚV rétt fyrir áramót: „Það er fullt af sandi og nýjum byggingum og eitthvað en maður er hræddur um hvort það verði áhorfendur yfirhöfuð á leikjunum. Ég hef tvisvar spilað á móti þarna. Þeir ná í einhverja iðnaðarmenn og útlendinga sem vinna hjá þeim til að fylla stúkurnar. Mér finnst líklegt að það verði þannig líka núna.“Ali Bin Hamad Al Attiya Arenavísir/afpLusail Sports Arena var byggð sérstaklega fyrir HM í handbolta og hófust framkvæmdir við hana árið 2012. Byggingu hallarinnar lauk í nóvember 2014, en um 31 milljón vinnustunda er að baki hjá þeim sem unnu við að koma þessu ferlíki upp. Lusail Sports Arena er öll hin glæsilegasta og tekur 15.300 manns í sæti, en upphaflega átti hún að taka um 18.000 manns. Hún er flaggskip skipuleggjenda mótsins og mun m.a. hýsa opnunarhátíðina, opnunarleik Katar og Brasilíu, undanúrslitaleikina, leikinn um þriðja sætið og svo úrslitaleikinn 1. febrúar. Leikir Íslands í riðlakeppninni verða leiknir í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena sem er í hverfinu al-Sadd í Doha og er heimavöllur handboltaliðsins Al Sadd. Höllin var byggð sérstaklega fyrir HM og tekur 7.700 manns í sæti. Þar er einnig hægt að stunda blak, badminton og fimleika og framtíðinni er ætlunin að hægt verði að leika íshokkí í höllinni. Duhail Sports Hall tekur fæsta í sæti af höllunum þremur, eða 5.500 manns. Hún er hins vegar stórglæsileg og allt umhverfi hennar hið smekklegasta. Duhail Sports Hall er ekki einungis handboltahöll, en þar er einnig gistiaðstaða fyrir 60 leikmenn, tveir æfingavellir, veitingastaðir, sundlaug, læknamiðstöð og svo mætti lengi telja. Í framtíðinni mun Duhail Sports Hall einnig hýsa höfuðstöðvar katarska handknattleikssambandsins, auk þess sem höllin verður aðalæfingaaðstaða allra landsliða Katar. HM 2015 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Leikið verður í þremur höllum á HM í Katar; Ali Bin Hamad Al Attya Arena, Duhail Sports Hall og Lusail Sports Arena. Tvær fyrstnefndu hallirnar eru í höfuðborginni Doha, en sú síðastnefnda er í samnefndri, nýstofnaðri borg, rúmlega 20 kílómetra norður af Doha. Ekki var sparað við byggingu hallanna og það sést. Íburðurinn er mikill og mikið var lagt í hönnun og útlit þessara mannvirkja. Það sem leynist undir þessu gljáfægða yfirborði er hins vegar ekki jafn fallegt. Skipuleggjendur HM hafa legið undir ámæli fyrir illa meðferð á erlendum verkamönnum sem vinna mikið, við vondar aðstæður og fyrir lágt kaup. Ýmsir hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því að hallirnar verði hálftómar þegar á hólminn verður kominn. Á meðal þeirra er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hefur reynslu af því að spila í Katar. Honum finnst Katar lítt spennandi land eins og fram kom í viðtali við RÚV rétt fyrir áramót: „Það er fullt af sandi og nýjum byggingum og eitthvað en maður er hræddur um hvort það verði áhorfendur yfirhöfuð á leikjunum. Ég hef tvisvar spilað á móti þarna. Þeir ná í einhverja iðnaðarmenn og útlendinga sem vinna hjá þeim til að fylla stúkurnar. Mér finnst líklegt að það verði þannig líka núna.“Ali Bin Hamad Al Attiya Arenavísir/afpLusail Sports Arena var byggð sérstaklega fyrir HM í handbolta og hófust framkvæmdir við hana árið 2012. Byggingu hallarinnar lauk í nóvember 2014, en um 31 milljón vinnustunda er að baki hjá þeim sem unnu við að koma þessu ferlíki upp. Lusail Sports Arena er öll hin glæsilegasta og tekur 15.300 manns í sæti, en upphaflega átti hún að taka um 18.000 manns. Hún er flaggskip skipuleggjenda mótsins og mun m.a. hýsa opnunarhátíðina, opnunarleik Katar og Brasilíu, undanúrslitaleikina, leikinn um þriðja sætið og svo úrslitaleikinn 1. febrúar. Leikir Íslands í riðlakeppninni verða leiknir í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena sem er í hverfinu al-Sadd í Doha og er heimavöllur handboltaliðsins Al Sadd. Höllin var byggð sérstaklega fyrir HM og tekur 7.700 manns í sæti. Þar er einnig hægt að stunda blak, badminton og fimleika og framtíðinni er ætlunin að hægt verði að leika íshokkí í höllinni. Duhail Sports Hall tekur fæsta í sæti af höllunum þremur, eða 5.500 manns. Hún er hins vegar stórglæsileg og allt umhverfi hennar hið smekklegasta. Duhail Sports Hall er ekki einungis handboltahöll, en þar er einnig gistiaðstaða fyrir 60 leikmenn, tveir æfingavellir, veitingastaðir, sundlaug, læknamiðstöð og svo mætti lengi telja. Í framtíðinni mun Duhail Sports Hall einnig hýsa höfuðstöðvar katarska handknattleikssambandsins, auk þess sem höllin verður aðalæfingaaðstaða allra landsliða Katar.
HM 2015 í Katar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira