Hefur hugrekki til að hlusta Rikka skrifar 16. janúar 2015 09:00 visir/villi Sú reynsla og sýn sem Kristín hefur sankað að sér í gegnum tíðina skilaði henni sæti borgarleikhússtjóra fyrir ári og heldur hún þar um taumana við góðan orðstír. Ég sótti þessa áhugaverðu konu heim í Borgarleikhúsið en þar tók hún hlý og yfirveguð á móti mér þrátt fyrir að vera í óða önn að stýra lífinu í húsinu sem aldrei sefur.Kristín EysteinsdóttirÓaðskiljanlegar Kristín var um tíma í kvennahljómsveitinni Rokkslæðunni sem sló svo eftirminnilega í gegn í upphafi aldarinnar. „Þetta byrjaði nú sem þannig að við ætluðum bara að taka eitt gigg sem var á gamla Sirkús. Okkur fannst það sniðug hugmynd að taka fyrir hetjurokk eins og Guns N' Roses og Bon Jovi. Svo vatt þetta upp á sig, við urðum svolítið vinsælar og spiluðum mikið saman í tæp tvö ár.“ Stelpurnar í Rokkslæðunni gerðu það sér til gamans að þvælast um landið og það var á einu slíku tónleikaferðalagi að Kristín kynntist núverandi eiginkonu sinni, Katrínu Oddsdóttur, lögfræðingi og mannréttindafrömuði. „Kata var að vinna sem blaðamaður hjá Austurglugganum á Neskaupstað þegar við stelpurnar í Rokkslæðunni komum þar við. Við höfðum hist áður og mér fannst hún skemmtilegasta manneskja sem ég hafði hitt, við náðum ótrúlega vel saman,“ segir Kristín með bros á vör og augljóst að ekkert hefur breyst í huga hennar hartnær tíu árum síðar. „Eftir þessa helgi vorum við óaðskiljanlegar og fluttum saman þremur mánuðum síðar.“ Katrínu muna margir eftir frá mótmælunum á Austurvelli árið 2008 en þar sýndi hún vasklega framgöngu í ræðuhöldum og gagnrýndi þáverandi ríkisstjórn harðlega. „Kata hefur afar sterka réttlætiskennd, hún myndi berjast fram í rauðan dauðann fyrir það sem að hún trúir á. Hún er ótrúlega greind, með beittan húmor, einstaklega hjartahlý og fær stórar hugmyndir sem hún gengur í og klárar. Eftir að hún lauk gráðu í blaðamennsku hér heima fórum við til London, þar sem ég fór í meistaranám í leikstjórn en hún í meistaranám í mannréttindum. Þar kynntist Kata lögfræðinni og fann að hún vildi söðla um og feta þá braut sem hún og gerði hér heima að námi loknu í London. Í dag starfar hún sem lögfræðingur á Lögmannsstofunni Rétti þar sem hún sérhæfir sig í meðal annars í mannréttindum.“ Með Grímu í farteskinu Kristín er borin og barnfædd á Seltjarnarnesi, yngst þriggja systkina. Að grunnskólagöngu lokinni sótti hún nám í Kvennaskólanum þar sem hún smitast af leiklistarbakteríunni. Þaðan hélt Kristín til Danmerkur þar sem hún lærði dramatúrgíu. „Dramatúrgía er í rauninni leikhúsfræði með áherslu á verklega þáttinn og að beita því uppi á sviði. Dramatúrgar vinna með leikstjórum í að búa til hugmyndaheim fyrir sýningar.“ Í náminu fékk Kristín áhuga á leikstjórn og tók við að sækja sér reynslu á því sviði eftir heimkomuna. „Ég sótti mér reynslu sem aðstoðarleikstjóri Þjóðleikhúsinu og dramatúrgur hjá sjálfstæðum leikhúsum. Fyrsta stóra leikritið sem ég leikstýrði, þá ekki með neina leikstjórnarmenntun né reynslu, var verkið Vinur minn heimsendir eftir Kristínu Ómarsdóttur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Ég sótti um styrk til að setja upp verkið, sem ég og fékk. Það var mikil og góð reynsla sem ég fékk.“ Kristín fetaði sig sífellt nær leikstjórnarbrautinni og það varð úr að hún fór í meistaranám í leikstjórn í London. Fyrsta verkið sem hún leikstýrði eftir heimkomuna var Sá ljóti sem sett var upp á fjölum Þjóðleikhússins 2008 en Kristín hlaut mikið lof og athygli fyrir. Í kjölfarið hlaut hún íslensku sviðslistaverðlaunin Grímuna fyrir verkið og var þar með sett á stall sem einn af fremri leikstjórum þjóðarinnar.Áhuginn brennandi Kristín hafði unnið við uppsetningar á fjölda leikrita fyrir Borgarleikhúsið áður en hún sótti um stöðu leikhússtjóra. „Ég var svo sem ekki búin að móta þá hugsun þegar þetta tækifæri kom upp. Ég var þó búin að vinna mikið í listrænni stefnumótun auk þess sem ég hef brennandi áhuga á leikhúsi. Ég hugsaði þetta vel komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði löngun, gæti gert þetta mjög vel og hefði eitthvað mikilvægt fram að færa.“ Kristín var talin hæfust í hópi rúmlega tuttugu umsækjenda og tók við stöðunni af Magnúsi Geir Þórðarsyni. „Ég tók við mjög góðu búi, hér starfar framúrskarandi starfsfólk, ríkir góður starfsandi og ímyndarmál í góðum farvegi. Það gefur mér tækifæri til þess að einbeita mér í auknum mæli að listrænni stefnumótun og verkefnavali sem skiptir mig mestu máli,“ segir Kristín og bætir við að hún sé sífellt að koma sér betur fyrir í starfinu og það skipti höfuðmáli að vera sjálfri sér samkvæm. „Ég finn það alltaf meir og meir að ég er að finna minn eigin takt. Í svona stöðu þá er lykilatriði að vera sjálfum sér samkvæmur, hafa hugrekki til að hlusta en fylgja ávallt innsæi sínu og finna sinn eigin stjórnunarstíl af því að þú getur aldrei farið í svona starf og ætlað að reyna að vera einhver annar en þú ert.“ Í Borgarleikhúsinu er hvert verkefni unnið í sameiningu þeirra listamannanna sem að því koma. „Hvert og eitt verkefni hér innanhúss er unnið af alúð og einlægni þeirra sem að því koma. Í svona vinnu er mikilvægt að setja sjálfan sig út fyrir svigann og hleypa egóinu ekki í aðalhlutverkið, það er svo hættulegt því þá kemur óttinn og hégóminn sem eru að mínu mati verstu óvinir listamannsins.“Dagur vonar Sem barn stefndi Kristín á að feta tónlistarveginn og listamannsferillinn hófst á þeirri braut. „Ég var mikið í tónlist þegar ég var barn, lærði á gítar og söng í kórum. Þegar ég var í kringum fjórtan ára aldurinn byrjaði ég að semja eigin lög og texta og gaf út plötu sjö árum síðar.“ Platan Litir kom út árið 1995 og fylgdi Kristín henni eftir með tónleikahaldi við góðar undirtektir. „Þegar ég hlusta á þessa plötu í dag þá fæ ég aumingjahroll yfir sumu en annað hugsa ég að sé bara nokkuð gott, þannig að ég er bara mjög stolt af þessu. Ég myndi gjarnan vilja sinna þessu eitthvað meira en það er einhvern veginn þannig að þegar maður er að fá útrás fyrir listræna hluti, þá myndast ekki eins mikil þörf, þetta er spurning um hvar maður tappar af,“ segir hún. Þessa dagana spilar hún og syngur einungis í frístundum. „Ég spila stundum fyrir dóttur mína en hún er þó með Línu Langsokk á heilanum. Ég þarf ósjaldan að spila sömu lögin aftur og aftur,“ segir Kristín og hlær. Um svipað leyti og Kristín samdi sín fyrstu lög varð hún fyrir leiklistaráhrifum sem áttu sinn þátt í að móta hana eins og hún er í dag. „Ég var svona bókasafnsbarn, hékk á bókasöfnum og las allt sem ég komst yfir Svo var það einn daginn að ég sá leikritið Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson í sjónvarpinu. Ég man að ég tók þetta upp á VHS og horfði á þetta stanslaust, aftur og aftur og lærði marga kafla í verkinu utan að. Svona þegar ég hugsa til baka þá var þetta örugglega svolítið sérstakt en fyrir mér var þetta fullkomlega eðlilegt.“ Ljósið í lífinu Fyrir einu og hálfu ári eignuðust þær Kristín og Katrín dótturina Díu Ben. „Við Kata ákváðum fljótlega eftir að við byrjuðum saman að ef að við myndum eignast dóttur þá myndi hún heita Día, það lá alltaf fyrir. Pabbi Kötu hét Oddur Ben og mamma hennar heitir Hólmfríður en hefur alltaf verið kölluð Día. Nafnið finnst okkur mjög fallegt, það þýðir ljós á arabísku og dagur á spænsku.“ Kristín og Katrín voru búnar að reyna að eignast barn í gegnum glasafrjóvgun í sex ár þegar óskin var loksins uppfyllt. „Meðgangan gekk rosalega vel, fyrstu þrjá mánuðina var ég reyndar með svo mikla ógleði að ég hef örugglega ælt alls staðar í Reykjavík. Að þessum mánuðum liðnum átti ég frábæra meðgöngu. Það breyttist náttúrulega allt þegar Día kom í heiminn, aukin dýpt kom í hlutina og eitthvert aukahólf í hjartanu stækkaði.“ Día er mikill grallari að sögn Kristínar og augasteinn foreldra sinna. „Hún er mjög glaðlynd, með mikið skap og fljót til. Hún byrjaði snemma að ganga og er núna farin að mynda setningar. Það er svo skemmtilegt stig þegar maður getur farið að tjá sig við barnið sitt í orðum en ekki í getgátum og reyna að lesa í líkamstjáninguna.“Í BolivíuMeð heiminn að fótum sér Kristín á sér margar áhugaverðar og ólíkar hliðar sem mynda þennan skemmtilega karakter sem hún er. Það dettur kannski fáum í hug við fyrstu kynni að hún hafi sérstaka ástríðu fyrir göngum og hefur verið ansi stórtæk á því sviði þrátt fyrir að um nýtt áhugamál sé að ræða. „Ég hef sjúklegan áhuga á göngum. Þetta er áhugamál sem hefur verið að þróast hjá mér undanfarin ár.“ Fyrir fjórum árum gekk okkar kona alein hinn svokallaða Jakobsveg en hann liggur þvert yfir Spán og er töluvert mikil áskorun. „Þetta var eitt af því allra besta sem ég hef gert. Upphaflega ætlaði ég nú ekki að fara ein því þetta var draumur Kötu sem við ætluðum að upplifa saman. Ég var nýkomin úr leikstjórnarverkefni þegar það stóð til að fara en þá var Kata að fara inn í stjórnlagaráð og þar af leiðandi mikil vinna sem beið hennar. Ég var komin í sumarfrí en Kata upp fyrir haus. Ég ákvað bara að drífa mig með viku fyrirvara. Ferðalagið tók fimm vikur og voru fyrstu dagarnir erfiðastir vegna líkamlegrar þreytu en svo tók við andleg upplifum, þá varð þetta eins konar hugleiðsla. Það sem kristallaðist fyrir mér í þessari ferð var að góðir hlutir taka tíma , af hverju að labba í fimm vikur leið sem þú getur keyrt á einum degi? Svarið við því er það að maður nýtur þess betur og fær meira út úr því; þegar maður leggur mikinn tíma í eitthvað þá skilar það sér margfalt. Við erum alltaf að leita að skyndilausnum í lífinu en þær virka sjaldnast. Ég hef reynt að innleiða þetta í hið hversdagslega líf.“ Eitt er þó víst að framtíðin blasir björt við Kristínu og fjölskyldu hvert svo sem leiðir þeirra liggja. Þær kunna listina að láta sig dreyma og upplifa drauma á fumlausan hátt . Lífið Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Sú reynsla og sýn sem Kristín hefur sankað að sér í gegnum tíðina skilaði henni sæti borgarleikhússtjóra fyrir ári og heldur hún þar um taumana við góðan orðstír. Ég sótti þessa áhugaverðu konu heim í Borgarleikhúsið en þar tók hún hlý og yfirveguð á móti mér þrátt fyrir að vera í óða önn að stýra lífinu í húsinu sem aldrei sefur.Kristín EysteinsdóttirÓaðskiljanlegar Kristín var um tíma í kvennahljómsveitinni Rokkslæðunni sem sló svo eftirminnilega í gegn í upphafi aldarinnar. „Þetta byrjaði nú sem þannig að við ætluðum bara að taka eitt gigg sem var á gamla Sirkús. Okkur fannst það sniðug hugmynd að taka fyrir hetjurokk eins og Guns N' Roses og Bon Jovi. Svo vatt þetta upp á sig, við urðum svolítið vinsælar og spiluðum mikið saman í tæp tvö ár.“ Stelpurnar í Rokkslæðunni gerðu það sér til gamans að þvælast um landið og það var á einu slíku tónleikaferðalagi að Kristín kynntist núverandi eiginkonu sinni, Katrínu Oddsdóttur, lögfræðingi og mannréttindafrömuði. „Kata var að vinna sem blaðamaður hjá Austurglugganum á Neskaupstað þegar við stelpurnar í Rokkslæðunni komum þar við. Við höfðum hist áður og mér fannst hún skemmtilegasta manneskja sem ég hafði hitt, við náðum ótrúlega vel saman,“ segir Kristín með bros á vör og augljóst að ekkert hefur breyst í huga hennar hartnær tíu árum síðar. „Eftir þessa helgi vorum við óaðskiljanlegar og fluttum saman þremur mánuðum síðar.“ Katrínu muna margir eftir frá mótmælunum á Austurvelli árið 2008 en þar sýndi hún vasklega framgöngu í ræðuhöldum og gagnrýndi þáverandi ríkisstjórn harðlega. „Kata hefur afar sterka réttlætiskennd, hún myndi berjast fram í rauðan dauðann fyrir það sem að hún trúir á. Hún er ótrúlega greind, með beittan húmor, einstaklega hjartahlý og fær stórar hugmyndir sem hún gengur í og klárar. Eftir að hún lauk gráðu í blaðamennsku hér heima fórum við til London, þar sem ég fór í meistaranám í leikstjórn en hún í meistaranám í mannréttindum. Þar kynntist Kata lögfræðinni og fann að hún vildi söðla um og feta þá braut sem hún og gerði hér heima að námi loknu í London. Í dag starfar hún sem lögfræðingur á Lögmannsstofunni Rétti þar sem hún sérhæfir sig í meðal annars í mannréttindum.“ Með Grímu í farteskinu Kristín er borin og barnfædd á Seltjarnarnesi, yngst þriggja systkina. Að grunnskólagöngu lokinni sótti hún nám í Kvennaskólanum þar sem hún smitast af leiklistarbakteríunni. Þaðan hélt Kristín til Danmerkur þar sem hún lærði dramatúrgíu. „Dramatúrgía er í rauninni leikhúsfræði með áherslu á verklega þáttinn og að beita því uppi á sviði. Dramatúrgar vinna með leikstjórum í að búa til hugmyndaheim fyrir sýningar.“ Í náminu fékk Kristín áhuga á leikstjórn og tók við að sækja sér reynslu á því sviði eftir heimkomuna. „Ég sótti mér reynslu sem aðstoðarleikstjóri Þjóðleikhúsinu og dramatúrgur hjá sjálfstæðum leikhúsum. Fyrsta stóra leikritið sem ég leikstýrði, þá ekki með neina leikstjórnarmenntun né reynslu, var verkið Vinur minn heimsendir eftir Kristínu Ómarsdóttur í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Ég sótti um styrk til að setja upp verkið, sem ég og fékk. Það var mikil og góð reynsla sem ég fékk.“ Kristín fetaði sig sífellt nær leikstjórnarbrautinni og það varð úr að hún fór í meistaranám í leikstjórn í London. Fyrsta verkið sem hún leikstýrði eftir heimkomuna var Sá ljóti sem sett var upp á fjölum Þjóðleikhússins 2008 en Kristín hlaut mikið lof og athygli fyrir. Í kjölfarið hlaut hún íslensku sviðslistaverðlaunin Grímuna fyrir verkið og var þar með sett á stall sem einn af fremri leikstjórum þjóðarinnar.Áhuginn brennandi Kristín hafði unnið við uppsetningar á fjölda leikrita fyrir Borgarleikhúsið áður en hún sótti um stöðu leikhússtjóra. „Ég var svo sem ekki búin að móta þá hugsun þegar þetta tækifæri kom upp. Ég var þó búin að vinna mikið í listrænni stefnumótun auk þess sem ég hef brennandi áhuga á leikhúsi. Ég hugsaði þetta vel komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði löngun, gæti gert þetta mjög vel og hefði eitthvað mikilvægt fram að færa.“ Kristín var talin hæfust í hópi rúmlega tuttugu umsækjenda og tók við stöðunni af Magnúsi Geir Þórðarsyni. „Ég tók við mjög góðu búi, hér starfar framúrskarandi starfsfólk, ríkir góður starfsandi og ímyndarmál í góðum farvegi. Það gefur mér tækifæri til þess að einbeita mér í auknum mæli að listrænni stefnumótun og verkefnavali sem skiptir mig mestu máli,“ segir Kristín og bætir við að hún sé sífellt að koma sér betur fyrir í starfinu og það skipti höfuðmáli að vera sjálfri sér samkvæm. „Ég finn það alltaf meir og meir að ég er að finna minn eigin takt. Í svona stöðu þá er lykilatriði að vera sjálfum sér samkvæmur, hafa hugrekki til að hlusta en fylgja ávallt innsæi sínu og finna sinn eigin stjórnunarstíl af því að þú getur aldrei farið í svona starf og ætlað að reyna að vera einhver annar en þú ert.“ Í Borgarleikhúsinu er hvert verkefni unnið í sameiningu þeirra listamannanna sem að því koma. „Hvert og eitt verkefni hér innanhúss er unnið af alúð og einlægni þeirra sem að því koma. Í svona vinnu er mikilvægt að setja sjálfan sig út fyrir svigann og hleypa egóinu ekki í aðalhlutverkið, það er svo hættulegt því þá kemur óttinn og hégóminn sem eru að mínu mati verstu óvinir listamannsins.“Dagur vonar Sem barn stefndi Kristín á að feta tónlistarveginn og listamannsferillinn hófst á þeirri braut. „Ég var mikið í tónlist þegar ég var barn, lærði á gítar og söng í kórum. Þegar ég var í kringum fjórtan ára aldurinn byrjaði ég að semja eigin lög og texta og gaf út plötu sjö árum síðar.“ Platan Litir kom út árið 1995 og fylgdi Kristín henni eftir með tónleikahaldi við góðar undirtektir. „Þegar ég hlusta á þessa plötu í dag þá fæ ég aumingjahroll yfir sumu en annað hugsa ég að sé bara nokkuð gott, þannig að ég er bara mjög stolt af þessu. Ég myndi gjarnan vilja sinna þessu eitthvað meira en það er einhvern veginn þannig að þegar maður er að fá útrás fyrir listræna hluti, þá myndast ekki eins mikil þörf, þetta er spurning um hvar maður tappar af,“ segir hún. Þessa dagana spilar hún og syngur einungis í frístundum. „Ég spila stundum fyrir dóttur mína en hún er þó með Línu Langsokk á heilanum. Ég þarf ósjaldan að spila sömu lögin aftur og aftur,“ segir Kristín og hlær. Um svipað leyti og Kristín samdi sín fyrstu lög varð hún fyrir leiklistaráhrifum sem áttu sinn þátt í að móta hana eins og hún er í dag. „Ég var svona bókasafnsbarn, hékk á bókasöfnum og las allt sem ég komst yfir Svo var það einn daginn að ég sá leikritið Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson í sjónvarpinu. Ég man að ég tók þetta upp á VHS og horfði á þetta stanslaust, aftur og aftur og lærði marga kafla í verkinu utan að. Svona þegar ég hugsa til baka þá var þetta örugglega svolítið sérstakt en fyrir mér var þetta fullkomlega eðlilegt.“ Ljósið í lífinu Fyrir einu og hálfu ári eignuðust þær Kristín og Katrín dótturina Díu Ben. „Við Kata ákváðum fljótlega eftir að við byrjuðum saman að ef að við myndum eignast dóttur þá myndi hún heita Día, það lá alltaf fyrir. Pabbi Kötu hét Oddur Ben og mamma hennar heitir Hólmfríður en hefur alltaf verið kölluð Día. Nafnið finnst okkur mjög fallegt, það þýðir ljós á arabísku og dagur á spænsku.“ Kristín og Katrín voru búnar að reyna að eignast barn í gegnum glasafrjóvgun í sex ár þegar óskin var loksins uppfyllt. „Meðgangan gekk rosalega vel, fyrstu þrjá mánuðina var ég reyndar með svo mikla ógleði að ég hef örugglega ælt alls staðar í Reykjavík. Að þessum mánuðum liðnum átti ég frábæra meðgöngu. Það breyttist náttúrulega allt þegar Día kom í heiminn, aukin dýpt kom í hlutina og eitthvert aukahólf í hjartanu stækkaði.“ Día er mikill grallari að sögn Kristínar og augasteinn foreldra sinna. „Hún er mjög glaðlynd, með mikið skap og fljót til. Hún byrjaði snemma að ganga og er núna farin að mynda setningar. Það er svo skemmtilegt stig þegar maður getur farið að tjá sig við barnið sitt í orðum en ekki í getgátum og reyna að lesa í líkamstjáninguna.“Í BolivíuMeð heiminn að fótum sér Kristín á sér margar áhugaverðar og ólíkar hliðar sem mynda þennan skemmtilega karakter sem hún er. Það dettur kannski fáum í hug við fyrstu kynni að hún hafi sérstaka ástríðu fyrir göngum og hefur verið ansi stórtæk á því sviði þrátt fyrir að um nýtt áhugamál sé að ræða. „Ég hef sjúklegan áhuga á göngum. Þetta er áhugamál sem hefur verið að þróast hjá mér undanfarin ár.“ Fyrir fjórum árum gekk okkar kona alein hinn svokallaða Jakobsveg en hann liggur þvert yfir Spán og er töluvert mikil áskorun. „Þetta var eitt af því allra besta sem ég hef gert. Upphaflega ætlaði ég nú ekki að fara ein því þetta var draumur Kötu sem við ætluðum að upplifa saman. Ég var nýkomin úr leikstjórnarverkefni þegar það stóð til að fara en þá var Kata að fara inn í stjórnlagaráð og þar af leiðandi mikil vinna sem beið hennar. Ég var komin í sumarfrí en Kata upp fyrir haus. Ég ákvað bara að drífa mig með viku fyrirvara. Ferðalagið tók fimm vikur og voru fyrstu dagarnir erfiðastir vegna líkamlegrar þreytu en svo tók við andleg upplifum, þá varð þetta eins konar hugleiðsla. Það sem kristallaðist fyrir mér í þessari ferð var að góðir hlutir taka tíma , af hverju að labba í fimm vikur leið sem þú getur keyrt á einum degi? Svarið við því er það að maður nýtur þess betur og fær meira út úr því; þegar maður leggur mikinn tíma í eitthvað þá skilar það sér margfalt. Við erum alltaf að leita að skyndilausnum í lífinu en þær virka sjaldnast. Ég hef reynt að innleiða þetta í hið hversdagslega líf.“ Eitt er þó víst að framtíðin blasir björt við Kristínu og fjölskyldu hvert svo sem leiðir þeirra liggja. Þær kunna listina að láta sig dreyma og upplifa drauma á fumlausan hátt .
Lífið Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið