Stærsta ár Sólstafa Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. febrúar 2015 08:00 Sólstafir eru komnir í tónleikaferð og gera ráð fyrir miklum ferðalögum um heim allan á árinu. Mynd/Bjorn Arnason „Þetta verður líklega stærsta ár Sólstafa hingað til. Við erum bókaðir frá og með deginum í dag fram undir lok apríl,“ segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari hljómsveitarinnar Sólstafa. Sveitin er á tónleikaferðalagi um Evrópu og er nú stödd í Hamborg í Þýskalandi. „Þetta er um það bil mánaðartúr sem við erum á núna. Við tókum viku í Englandi, viku í Frakklandi og Þýskalandi. Við förum næst til Skandinavíu, þá til Rússlands og svo förum við til Grikklands og Búlgaríu líka,“ segir Aðalbjörn um hið mikla ferðalag sem sveitin er á. Sólstafir áttu einnig annasamt ár í fyrra. „Við fórum í tvö tónleikaferðalög til Bandaríkjanna á síðasta ári og vorum þar um það bil sex vikur. Við spiluðum á fimmtán tónleikahátíðum síðasta sumar og tókum líka mánaðartúr um Evrópu.“ Sama er upp á teningnum í ár og ætla Sólstafir að koma fram á ýmsum tónlistarhátíðum í sumar. „Ég má ekki segja á hvaða hátíðum við spilum að svo stöddu.“ Eftir sumarið gerir Aðalbjörn ráð fyrir því að sveitin hoppi upp í rútu og haldi af stað í tónleikaferð á nýjan leik. „Ég geri ráð fyrir því að strax 1. september hoppum við upp í rútu og tökum annan Evróputúr. Við tökum líka mögulega Suður-Ameríku- og Asíutúr. Við erum mikið að horfa í þessa áttina, til Suður-Ameríku og Asíu,“ bætir Aðalbjörn við. Sólstafir hafa verið iðnir við tónleikaferðalög í um tíu ár, tekur þetta tónleikahald ekki sinn toll? „Þetta er skemmtilegt og er eitthvað sem mann langar að gera. Þetta er auðvitað val. Við höfum verið „túringband“ í tíu ár, fórum fyrst til Danmerkur árið 2005. Við getum samt orðið geðveikir hver á öðrum, bókin kemur líklega út eftir nokkur ár og í nokkrum mismunandi útgáfum,“ segir Aðalbjörn léttur í lundu. Hann segir mikilvægt að heimsækja sömu staðina reglulega til þess að minna á sig. Það hefur valdið talsverðu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum að trommuleikari sveitarinnar, Guðmundur Óli Pálmason, er ekki með sveitinni á tónleikaferðalagi þessa stundina. Hvorki Guðmundur né Aðalbjörn vildu tjá sig um málið að svo stöddu. Trommuleikarinn Karl Petur Smith leysir Guðmund af á bak við settið þessa dagana. Nýjasta plata Sólstafa, Ótta, fékk frábæra dóma og var meðal annars valin fimmta besta plata ársins af Metal Hammer í Bretlandi og fleiri þekktum tímaritum. „Það er ágætis klapp á bakið að komast á lista og fá góða dóma. Það er mikil vinna að búa til tónlist og því gott að fá klapp á bakið.“ Aðalbjörn segir sveitina þó ekki ætla að semja tónlist fyrir nýja plötu fyrr en á næsta ári. Tónlist Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
„Þetta verður líklega stærsta ár Sólstafa hingað til. Við erum bókaðir frá og með deginum í dag fram undir lok apríl,“ segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari hljómsveitarinnar Sólstafa. Sveitin er á tónleikaferðalagi um Evrópu og er nú stödd í Hamborg í Þýskalandi. „Þetta er um það bil mánaðartúr sem við erum á núna. Við tókum viku í Englandi, viku í Frakklandi og Þýskalandi. Við förum næst til Skandinavíu, þá til Rússlands og svo förum við til Grikklands og Búlgaríu líka,“ segir Aðalbjörn um hið mikla ferðalag sem sveitin er á. Sólstafir áttu einnig annasamt ár í fyrra. „Við fórum í tvö tónleikaferðalög til Bandaríkjanna á síðasta ári og vorum þar um það bil sex vikur. Við spiluðum á fimmtán tónleikahátíðum síðasta sumar og tókum líka mánaðartúr um Evrópu.“ Sama er upp á teningnum í ár og ætla Sólstafir að koma fram á ýmsum tónlistarhátíðum í sumar. „Ég má ekki segja á hvaða hátíðum við spilum að svo stöddu.“ Eftir sumarið gerir Aðalbjörn ráð fyrir því að sveitin hoppi upp í rútu og haldi af stað í tónleikaferð á nýjan leik. „Ég geri ráð fyrir því að strax 1. september hoppum við upp í rútu og tökum annan Evróputúr. Við tökum líka mögulega Suður-Ameríku- og Asíutúr. Við erum mikið að horfa í þessa áttina, til Suður-Ameríku og Asíu,“ bætir Aðalbjörn við. Sólstafir hafa verið iðnir við tónleikaferðalög í um tíu ár, tekur þetta tónleikahald ekki sinn toll? „Þetta er skemmtilegt og er eitthvað sem mann langar að gera. Þetta er auðvitað val. Við höfum verið „túringband“ í tíu ár, fórum fyrst til Danmerkur árið 2005. Við getum samt orðið geðveikir hver á öðrum, bókin kemur líklega út eftir nokkur ár og í nokkrum mismunandi útgáfum,“ segir Aðalbjörn léttur í lundu. Hann segir mikilvægt að heimsækja sömu staðina reglulega til þess að minna á sig. Það hefur valdið talsverðu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum að trommuleikari sveitarinnar, Guðmundur Óli Pálmason, er ekki með sveitinni á tónleikaferðalagi þessa stundina. Hvorki Guðmundur né Aðalbjörn vildu tjá sig um málið að svo stöddu. Trommuleikarinn Karl Petur Smith leysir Guðmund af á bak við settið þessa dagana. Nýjasta plata Sólstafa, Ótta, fékk frábæra dóma og var meðal annars valin fimmta besta plata ársins af Metal Hammer í Bretlandi og fleiri þekktum tímaritum. „Það er ágætis klapp á bakið að komast á lista og fá góða dóma. Það er mikil vinna að búa til tónlist og því gott að fá klapp á bakið.“ Aðalbjörn segir sveitina þó ekki ætla að semja tónlist fyrir nýja plötu fyrr en á næsta ári.
Tónlist Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira