Forystusauður framtíðarinnar Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 6. febrúar 2015 13:30 Í nútímasamfélagi standa og falla þjóðir með öflugum borgarsamfélögum sem eru miðstöðvar stjórnsýslu, menntunar og menningar, auk þess að vera drifkraftur nýsköpunar og nýrra tækifæra. Það er því alltaf jafn sláandi að bera saman borgir heimsins og átta sig á því hve langt Reykjavík á í land til að geta talist samkeppnishæf borg á ótal sviðum. Í Vatnsmýrinni í Reykjavík felst eitt allra besta tækifærið til að gera Reykjavík að betri borg. Það skiptir ekki máli hvar gripið er niður, byggð í Vatnsmýri mundi bæta höfuðborgarsvæðið samkvæmt öllum þeim viðmiðum sem notuð eru til að meta borgarsamfélög. Sjálfbærni, hagkvæmni, öryggi og lýðheilsa vega jafnan þyngst í þeim efnum. Með öðrum orðum, samkeppnishæfni og lífsgæði Íslendinga munu aukast með byggð í Vatnsmýri. Hið sama á við um aðra fyrirhugaða þéttingarreiti á höfuðborgarsvæðinu. Í ljósi þessa er dapurlegt að fylgjast með stjórnmálamönnum, sem margir hverjir eru með örfá atkvæði á bak við sig, leggja fram frumvörp og tjá sig líkt og helsta víglína landsins liggi á milli Reykjavíkurflugvallar og landsbyggðarinnar. Fyrir okkur unga fólkið sem höfum eytt síðustu árum í að mennta okkur erlendis með ærnum tilkostnaði liggur víglínan vissulega um flugvöll, en sá er ekki í Vatnsmýri heldur í Keflavík. Staðreyndin er sú að ef þjóðinni mistekst að nútímavæða einu borgina á Íslandi svo hún standist samanburð við bestu borgir heimsins þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ef ekkert breytist verður hins vegar gott að vita til þess að þegar við fjölskyldan komum til Íslands í sumarfrí getum við tekið rútuna frá Keflavík beint niður á BSÍ og leyft börnunum að smakka sviðakjamma. Með kjálkabeinin að vopni getum við svo kennt þeim að leika sér á þjóðlegan hátt og það er aldrei að vita nema einn kjamminn endi sem forystusauður í furðulegri hjörð. Sá verður sennilega nefndur Höskuldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun
Í nútímasamfélagi standa og falla þjóðir með öflugum borgarsamfélögum sem eru miðstöðvar stjórnsýslu, menntunar og menningar, auk þess að vera drifkraftur nýsköpunar og nýrra tækifæra. Það er því alltaf jafn sláandi að bera saman borgir heimsins og átta sig á því hve langt Reykjavík á í land til að geta talist samkeppnishæf borg á ótal sviðum. Í Vatnsmýrinni í Reykjavík felst eitt allra besta tækifærið til að gera Reykjavík að betri borg. Það skiptir ekki máli hvar gripið er niður, byggð í Vatnsmýri mundi bæta höfuðborgarsvæðið samkvæmt öllum þeim viðmiðum sem notuð eru til að meta borgarsamfélög. Sjálfbærni, hagkvæmni, öryggi og lýðheilsa vega jafnan þyngst í þeim efnum. Með öðrum orðum, samkeppnishæfni og lífsgæði Íslendinga munu aukast með byggð í Vatnsmýri. Hið sama á við um aðra fyrirhugaða þéttingarreiti á höfuðborgarsvæðinu. Í ljósi þessa er dapurlegt að fylgjast með stjórnmálamönnum, sem margir hverjir eru með örfá atkvæði á bak við sig, leggja fram frumvörp og tjá sig líkt og helsta víglína landsins liggi á milli Reykjavíkurflugvallar og landsbyggðarinnar. Fyrir okkur unga fólkið sem höfum eytt síðustu árum í að mennta okkur erlendis með ærnum tilkostnaði liggur víglínan vissulega um flugvöll, en sá er ekki í Vatnsmýri heldur í Keflavík. Staðreyndin er sú að ef þjóðinni mistekst að nútímavæða einu borgina á Íslandi svo hún standist samanburð við bestu borgir heimsins þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ef ekkert breytist verður hins vegar gott að vita til þess að þegar við fjölskyldan komum til Íslands í sumarfrí getum við tekið rútuna frá Keflavík beint niður á BSÍ og leyft börnunum að smakka sviðakjamma. Með kjálkabeinin að vopni getum við svo kennt þeim að leika sér á þjóðlegan hátt og það er aldrei að vita nema einn kjamminn endi sem forystusauður í furðulegri hjörð. Sá verður sennilega nefndur Höskuldur.