Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Í heimsókn númer tvö. Tracy Lynn Bink kom fyrst til Íslands vorið 2013 til fyrstu viðræðna við Icelandair um samnýtingu flugnúmera félaganna. "Ferlið hefur tekið sinn tíma,“ segir hún. Fréttablaið/Valli Bandaríska flugfélagið JetBlue horfir til tækifæra sem tengjast markaðssetningu á ferðum til Íslands í Bandaríkjunum í kjölfar aukins samstarfs við Icelandair Group sem tilkynnt var um í gær. Félögin kynntu þá fyrirætlan sína að samnýta flugnúmer og hafa sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstarfs til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnuverkefna flugfélaga hjá JetBlue, segir samkomulag á borð við það sem gert hefur verið við Icelandair töluvert mál fyrir félagið. „Flestir okkar samnýtingarsamningar eru einhliða, þar sem við göngum til samstarfs við alþjóðlegt flugfélag sem þá setur sitt flugnúmer á okkar leiðir,“ segir hún. Samningurinn við Icelandair sé tvíhliða þar sem bæði félög yfirfæri flugnúmer sín á hitt félagið. Í því séu fólgin aukin tækifæri til markaðssetningar, bæði á flugi milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu og í flugi til Íslands sérstaklega.Þota JetBlue. Hér má sjá Airbus A320 farþegaþotu JetBlue, sem er bandarískt flugfélag, sem notast við þotur frá Airbus. Airbus er evrópskur flugvélaframleiðandi. Icelandair Group, notast hins vegar við farþegaþotur frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing.Mynd/AirbusAf ellefu „codeshare“ samningum sem JetBlue hefur gert er samningurinn við Icelandair sá fjórði sem sé tvíhliða. Hinir samningarnir segir hún að séu við Emirates-flugfélagið, South African Airways og Singapore Airlines. „Hinir samningarnir eru gerðir sérstaklega með það fyrir augum að ná hlutdeild í ferðalögum opinberra starfsmanna en samningurinn við Icelandair snýr að orlofsferðum og þar erum við að feta nýja slóð í markaðssetningu og samstarfi.“ Félögin hafa átt í svonefndu „interline“ samstarfi á flugleiðum frá árinu 2011, sem snýr aðallega að samhæfingu farangursreglna og öðru slíku, en fyrir er JetBlue með 39 slíka samninga í gangi. Á vef Icelandair má svo sjá að félagið hefur gert tvo „codeshare“ samninga, við norrænu flugfélögin Finnair og SAS, auk nítján „interline“ samninga. Með samnýtingu flugnúmera segir Bink hins vegar möguleika í sölu og markaðssetningu ferða aukast. Bæði félög fjölgi áfangastöðum, vestan hafs og austan, og leggi um leið áherslu á sölu ferða til Íslands. JetBlue leggur áherslu á orlofs- og skemmtiferðir og segir Tracy Bink að megnið af farþegum félagsins til þessa sæki heim staði á borð við Flórída og eyjar í Karíbahafinu. „En núna höfum við færi á að bjóða fólki annars konar ferðir með Ísland og allt þess aðdráttarafl sem áfangastað,“ segir hún og bætir við að um leið aukist möguleikar þeirra hér á Klakanum sem horfa til heitari slóða. Bink segir að samningurinn við Icelandair sé ótímabundinn. „Þannig eru þessir samningar alla jafna. Þeir standa á meðan allt gengur upp.“ Ferðir fari hins vegar líklega ekki í sölu fyrr en í aprílbyrjun, en þá býst hún við að liggi fyrir heimild samgönguráðuneytis Bandaríkjanna (DOT) og flugmálastofnunar (FAA) fyrir „codeshare“ samningi félaganna. Hér á Íslandi segir Bink að ferlið virðist léttara í vöfum. „Meira í þá átt að nægi að tilkynna um samstarfið,“ segir hún og hlær. Meginstarfsstöðvar JetBlue í Bandaríkjunum eru í Boston og á JFK-flugvelli í New York, en þaðan er svo flogið áfram vítt og breitt um Bandaríkin. Fréttir af flugi Tengdar fréttir JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bandaríska flugfélagið JetBlue horfir til tækifæra sem tengjast markaðssetningu á ferðum til Íslands í Bandaríkjunum í kjölfar aukins samstarfs við Icelandair Group sem tilkynnt var um í gær. Félögin kynntu þá fyrirætlan sína að samnýta flugnúmer og hafa sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstarfs til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnuverkefna flugfélaga hjá JetBlue, segir samkomulag á borð við það sem gert hefur verið við Icelandair töluvert mál fyrir félagið. „Flestir okkar samnýtingarsamningar eru einhliða, þar sem við göngum til samstarfs við alþjóðlegt flugfélag sem þá setur sitt flugnúmer á okkar leiðir,“ segir hún. Samningurinn við Icelandair sé tvíhliða þar sem bæði félög yfirfæri flugnúmer sín á hitt félagið. Í því séu fólgin aukin tækifæri til markaðssetningar, bæði á flugi milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu og í flugi til Íslands sérstaklega.Þota JetBlue. Hér má sjá Airbus A320 farþegaþotu JetBlue, sem er bandarískt flugfélag, sem notast við þotur frá Airbus. Airbus er evrópskur flugvélaframleiðandi. Icelandair Group, notast hins vegar við farþegaþotur frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing.Mynd/AirbusAf ellefu „codeshare“ samningum sem JetBlue hefur gert er samningurinn við Icelandair sá fjórði sem sé tvíhliða. Hinir samningarnir segir hún að séu við Emirates-flugfélagið, South African Airways og Singapore Airlines. „Hinir samningarnir eru gerðir sérstaklega með það fyrir augum að ná hlutdeild í ferðalögum opinberra starfsmanna en samningurinn við Icelandair snýr að orlofsferðum og þar erum við að feta nýja slóð í markaðssetningu og samstarfi.“ Félögin hafa átt í svonefndu „interline“ samstarfi á flugleiðum frá árinu 2011, sem snýr aðallega að samhæfingu farangursreglna og öðru slíku, en fyrir er JetBlue með 39 slíka samninga í gangi. Á vef Icelandair má svo sjá að félagið hefur gert tvo „codeshare“ samninga, við norrænu flugfélögin Finnair og SAS, auk nítján „interline“ samninga. Með samnýtingu flugnúmera segir Bink hins vegar möguleika í sölu og markaðssetningu ferða aukast. Bæði félög fjölgi áfangastöðum, vestan hafs og austan, og leggi um leið áherslu á sölu ferða til Íslands. JetBlue leggur áherslu á orlofs- og skemmtiferðir og segir Tracy Bink að megnið af farþegum félagsins til þessa sæki heim staði á borð við Flórída og eyjar í Karíbahafinu. „En núna höfum við færi á að bjóða fólki annars konar ferðir með Ísland og allt þess aðdráttarafl sem áfangastað,“ segir hún og bætir við að um leið aukist möguleikar þeirra hér á Klakanum sem horfa til heitari slóða. Bink segir að samningurinn við Icelandair sé ótímabundinn. „Þannig eru þessir samningar alla jafna. Þeir standa á meðan allt gengur upp.“ Ferðir fari hins vegar líklega ekki í sölu fyrr en í aprílbyrjun, en þá býst hún við að liggi fyrir heimild samgönguráðuneytis Bandaríkjanna (DOT) og flugmálastofnunar (FAA) fyrir „codeshare“ samningi félaganna. Hér á Íslandi segir Bink að ferlið virðist léttara í vöfum. „Meira í þá átt að nægi að tilkynna um samstarfið,“ segir hún og hlær. Meginstarfsstöðvar JetBlue í Bandaríkjunum eru í Boston og á JFK-flugvelli í New York, en þaðan er svo flogið áfram vítt og breitt um Bandaríkin.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38