Risarnir dansa sama dansinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Pálmi Rafn Pálmason er einn þeirra sem hefur styrkt leikmannahóp KR í vetur. Hér er hann með Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR. Vísir/Stefán FH og KR horfðu á eftir Íslandsbikarnum í Garðabæinn síðasta sumar og bæði liðin misstu leikmenn í vetur. Þau þurftu því bæði að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2015 og margt er líkt með nýju leikmönnunum í Kaplakrika og Frostaskjólinu. FH-ingar héldu blaðamannafund á dögunum þar sem Bjarni Þór Viðarsson og Jérémy Serwy skrifuðu meðal annars undir samninga og í gær var röðin komin að KR-ingum sem héldu sinn eigin fund. Skúli Jón Friðgeirsson er kominn heim líkt og Bjarni en áður höfðu þeir Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen gengið frá samningi við KR-liðið.Tólf af síðustu sextán KR og FH hafa unnið tólf af sextán Íslandsmeistaratitlum í boði frá árinu 1999 og ekkert annað félag hefur unnið hann oftar en einu sinni á sama tímabili. Það er því ekkert skrítið að talað sé um risana tvo og að önnur félög bíði svolítið eftir því hvaða línur FH og KR leggja í leikmannamálum. Hingað til hafa þau bæði slegið sama taktinn. Hvort sem það er sonur sem er kominn heim á ný eftir lítinn spilatíma í útlöndum, miðvörður sem er þekkt stærð í íslensku deildinni eða sókndjarfur erlendur kantmaður þá má finna einn af hverri gerð hjá félögunum tveimur. Reynslumikill og fjölhæfur miðjumaður er líka mættur á hvorn staðinn fyrir sig og þá hafa bæði félögin horft á eftir svipuðum týpum.Grafík/FréttablaðiðStjörnumenn fundu leiðina að fyrsta Íslandsbikarnum í sögu félagsins sem ekki síst er að þakka velheppnuðum innflutningi á sterkum fótboltamönnum af Norðurlöndunum. KR og FH hafa bæði boðað komu fleiri erlendra leikmanna. Það er því líklegt að það eigi eftir að bætast sterkir leikmenn við báða leikmannahópa. Liðin eru byrjuð að spila leiki en það eru enn þá rúmir tveir mánuðir í mót.Staða FH betri á blaði Staða FH-inga er vissulega betri á blaði. Þeir voru hársbreidd frá Íslandsbikarnum síðasta haust og hafa heldur ekki misst lykilmenn liðsins eins og KR-liðið. KR-ingar þurfa því að gera enn betur ætli þeir að standa í fæturna gegn liðum FH og Stjörnunnar sem voru í nokkrum sérflokki síðasta sumar. Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa til þessa ekki tekið þátt í leikmannakapphlaupinu af sama krafti og KR og FH en Garðbæingar hafa styrkt sig skynsamlega og þeir eru jafnframt til alls líklegir á lokasprettinum. Þangað til fylgjast þeir eflaust með kappi risanna eins og hin lið Pepsi-deildarinnar. Fréttablaðið notaði tækifærið eftir fréttir gærdagsins og bar saman breytingarnar á leikmannahópi KR og FH frá því síðasta haust. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
FH og KR horfðu á eftir Íslandsbikarnum í Garðabæinn síðasta sumar og bæði liðin misstu leikmenn í vetur. Þau þurftu því bæði að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2015 og margt er líkt með nýju leikmönnunum í Kaplakrika og Frostaskjólinu. FH-ingar héldu blaðamannafund á dögunum þar sem Bjarni Þór Viðarsson og Jérémy Serwy skrifuðu meðal annars undir samninga og í gær var röðin komin að KR-ingum sem héldu sinn eigin fund. Skúli Jón Friðgeirsson er kominn heim líkt og Bjarni en áður höfðu þeir Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen gengið frá samningi við KR-liðið.Tólf af síðustu sextán KR og FH hafa unnið tólf af sextán Íslandsmeistaratitlum í boði frá árinu 1999 og ekkert annað félag hefur unnið hann oftar en einu sinni á sama tímabili. Það er því ekkert skrítið að talað sé um risana tvo og að önnur félög bíði svolítið eftir því hvaða línur FH og KR leggja í leikmannamálum. Hingað til hafa þau bæði slegið sama taktinn. Hvort sem það er sonur sem er kominn heim á ný eftir lítinn spilatíma í útlöndum, miðvörður sem er þekkt stærð í íslensku deildinni eða sókndjarfur erlendur kantmaður þá má finna einn af hverri gerð hjá félögunum tveimur. Reynslumikill og fjölhæfur miðjumaður er líka mættur á hvorn staðinn fyrir sig og þá hafa bæði félögin horft á eftir svipuðum týpum.Grafík/FréttablaðiðStjörnumenn fundu leiðina að fyrsta Íslandsbikarnum í sögu félagsins sem ekki síst er að þakka velheppnuðum innflutningi á sterkum fótboltamönnum af Norðurlöndunum. KR og FH hafa bæði boðað komu fleiri erlendra leikmanna. Það er því líklegt að það eigi eftir að bætast sterkir leikmenn við báða leikmannahópa. Liðin eru byrjuð að spila leiki en það eru enn þá rúmir tveir mánuðir í mót.Staða FH betri á blaði Staða FH-inga er vissulega betri á blaði. Þeir voru hársbreidd frá Íslandsbikarnum síðasta haust og hafa heldur ekki misst lykilmenn liðsins eins og KR-liðið. KR-ingar þurfa því að gera enn betur ætli þeir að standa í fæturna gegn liðum FH og Stjörnunnar sem voru í nokkrum sérflokki síðasta sumar. Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa til þessa ekki tekið þátt í leikmannakapphlaupinu af sama krafti og KR og FH en Garðbæingar hafa styrkt sig skynsamlega og þeir eru jafnframt til alls líklegir á lokasprettinum. Þangað til fylgjast þeir eflaust með kappi risanna eins og hin lið Pepsi-deildarinnar. Fréttablaðið notaði tækifærið eftir fréttir gærdagsins og bar saman breytingarnar á leikmannahópi KR og FH frá því síðasta haust.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira