Íslendingar í útlegð Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Miðinn gildir aðeins aðra leið. Þeir sem fara eiga ekki afturkvæmt. Þrátt fyrir það sóttust tvö hundruð þúsund manns eftir að fá að komast í ferðalag til reikistjörnunnar Mars. Hollensku samtökin Mars One hafa nú birt lista yfir hundrað einstaklinga sem eiga þess kost að gerast landnemar á rauðu plánetunni árið 2024. Enginn Íslendingur er í hópnum. Byggt á fréttum vikunnar hefði þó verið æskilegt að senda eftirfarandi fyrir okkar hönd:Sigrún Magnúsdóttir: Umhverfisráðherra á skilið fyrsta plássið í geimskutlunni fyrir frammistöðu sína í stóra þýðingarmálinu. Að upplifa stjórnartíð Framsóknarflokksins er eins og að sogast inn í þátt af Fawlty Towers þar sem Klaufabárðunum hefur verið falinn daglegur rekstur hótelsins. Að láta Framsóknarflokkinn stýra landinu er svona eins og að láta Spaugstofuna stýra fréttastofu RÚV. Ekki að furða að Áramótaskaupið skrifi sig sjálft. Sigrún komst á spjöld sögunnar þegar hún birti landsmönnum vísindarannsóknir sínar um… nei, ég meina skáldverk sitt um skaðsemi erlendra kjötafurða. Hún hefði getað látið þar við sitja. En Sigrún er eins og gott Júróvisjónlag, maður veit aldrei hvenær hápunktinum er náð. Í vikunni óskaði Sigrún eftir því að að þýðendur Evróputilskipana sýndu þjóðhollustu í verki og þýddu ósómann sem okkur berst með lögum og reglum vegna EES-samningsins Íslendingum í hag. Óstaðfestar heimildir herma að hugmyndin hafi verið innblásin af sjálfshjálparbókinni The Secret sem bókstafsþýðingarmenn eins og Gauti Kristmannsson myndu þýða sem Leyndarmálið en Sigrún kýs að kalla Áfram Ísland. The Secret fjallar um þá nýaldarkenningu að með því að hugsa nógu stíft um eitthvað sem maður vill að sé satt rætist óskin. Innblásin af hugmyndafræði Sigrúnar ætla ég að þýða frasann „one small step for man, one giant leap for mankind“ sem „lítið skref fyrir konu, þungt farg af Íslendingum“. Góða ferð, Sigrún.Frosti Sigurjónsson: Þingmaður Framsóknar í Reykjavík, Frosti Sigurjónsson, meintur skynsemismaður – með áherslu á meintur – tryggir sér næstur sæti í skutlunni til Mars. Frosti, sem situr í utanríkismálanefnd Alþingis, komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að Ísland, afskekkt eyja lengst norður í Atlantshafi sem minni hluti mannkyns veit að er til, sé einfaldlega ekki nógu einangruð. Frosti sagðist geta hugsað sér að beita sér fyrir endurmati á aðild að EES. Mars hljómar sem hinn fullkomni áfangastaður fyrir Frosta. Mars er í sjö mánaða fjarlægð frá jörðu svo lítil hætta er á óvæntum heimsóknum eða sendingum frá Evrópska efnahagssvæðinu. Fólkið sem byggja á Mars mun rækta sinn eigin mat en skilyrði til ræktunar á Mars líkjast einmitt þeim íslensku. Veigunum skola landnemar niður með hreinsuðu þvagi. Bon appetit og bon voyage.Stjórnendur Strætó: Fáir eiga jafnmikið skilið að fá að kynnast reisu á óvæntar slóðir og stjórnendur Strætó sem boðið hafa notendum ferðaþjónustu fatlaðra ítrekaðar óvissuferðir upp á síðkastið. Mikilvægt er þó að þeim sé ekki hleypt að stjórnvelinum svo skutlan endi ekki einhvers staðar í öðru sólkerfi. Hefur einhver spurt þá hvað þeir gerðu við Jimmy Hoffa? Og hvar er Valli?Skógafoss-skemmdarvargarnir: Þær fóru ekki hátt fréttirnar af kynningarfundi sem skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra boðaði nýverið til um mat á deiliskipulagstillögu sem snýr að nýju hóteli sem reisa á við Skógafoss. Til að koma í veg fyrir að svæðið kringum einn fallegasta foss landsins verði eyðilagt með byggingum sem líta út eins og háhýsin í Skuggahverfinu hafi fallið um koll er rétt að moka öllum þeim sem standa að verkefninu inn í geimskutluna. Hótelið mun sóma sér vel á Mars.Hippsterar þjóðkirkjunnar: Trú er eins og typpi, sagði Jón Gnarr í grein í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Unga og sæta lið þjóðkirkjunnar var ræst út til að sýna fram á að kirkjan er líka hipp og kúl. Niðurstaðan var grein í Fréttablaðinu sem innihélt þrisvar sinnum fleiri typpi en grein Jóns – og ekki nóg með það, þau hækkuðu um píku. Sorrí, krakkar. Þetta voru einum of mörg kynfæri með morgunkaffinu. Farvel.Undirrituð: „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar,“ sagði söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir sem söng lagið Piltur og stúlka í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór um síðustu helgi. Vísaði hún þar í orðbragð fólks á netinu um samborgara sína. Til að taka ómakið af kommentakerfum landsins sparka ég sjálfri mér um borð í geimskutluna til Mars með tilheyrandi hnýtingum. „Vitleysingur, femínisti, heimsk ljóska. Hvað ætlar Fréttablaðið að birta næst? Kannski grein eftir ISIS?“ Eða eins og einn „aðdáandi“ undirritaðrar orðaði það svo listrænt í einu kommentakerfanna í kjölfar síðasta pistils: „Hefur þú ekkert merkilegra að gera en að gera sjálfa þig marklausa á síðum sorprits?“ Hittumst á Mars árið 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mið-Austurlönd Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun
Miðinn gildir aðeins aðra leið. Þeir sem fara eiga ekki afturkvæmt. Þrátt fyrir það sóttust tvö hundruð þúsund manns eftir að fá að komast í ferðalag til reikistjörnunnar Mars. Hollensku samtökin Mars One hafa nú birt lista yfir hundrað einstaklinga sem eiga þess kost að gerast landnemar á rauðu plánetunni árið 2024. Enginn Íslendingur er í hópnum. Byggt á fréttum vikunnar hefði þó verið æskilegt að senda eftirfarandi fyrir okkar hönd:Sigrún Magnúsdóttir: Umhverfisráðherra á skilið fyrsta plássið í geimskutlunni fyrir frammistöðu sína í stóra þýðingarmálinu. Að upplifa stjórnartíð Framsóknarflokksins er eins og að sogast inn í þátt af Fawlty Towers þar sem Klaufabárðunum hefur verið falinn daglegur rekstur hótelsins. Að láta Framsóknarflokkinn stýra landinu er svona eins og að láta Spaugstofuna stýra fréttastofu RÚV. Ekki að furða að Áramótaskaupið skrifi sig sjálft. Sigrún komst á spjöld sögunnar þegar hún birti landsmönnum vísindarannsóknir sínar um… nei, ég meina skáldverk sitt um skaðsemi erlendra kjötafurða. Hún hefði getað látið þar við sitja. En Sigrún er eins og gott Júróvisjónlag, maður veit aldrei hvenær hápunktinum er náð. Í vikunni óskaði Sigrún eftir því að að þýðendur Evróputilskipana sýndu þjóðhollustu í verki og þýddu ósómann sem okkur berst með lögum og reglum vegna EES-samningsins Íslendingum í hag. Óstaðfestar heimildir herma að hugmyndin hafi verið innblásin af sjálfshjálparbókinni The Secret sem bókstafsþýðingarmenn eins og Gauti Kristmannsson myndu þýða sem Leyndarmálið en Sigrún kýs að kalla Áfram Ísland. The Secret fjallar um þá nýaldarkenningu að með því að hugsa nógu stíft um eitthvað sem maður vill að sé satt rætist óskin. Innblásin af hugmyndafræði Sigrúnar ætla ég að þýða frasann „one small step for man, one giant leap for mankind“ sem „lítið skref fyrir konu, þungt farg af Íslendingum“. Góða ferð, Sigrún.Frosti Sigurjónsson: Þingmaður Framsóknar í Reykjavík, Frosti Sigurjónsson, meintur skynsemismaður – með áherslu á meintur – tryggir sér næstur sæti í skutlunni til Mars. Frosti, sem situr í utanríkismálanefnd Alþingis, komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að Ísland, afskekkt eyja lengst norður í Atlantshafi sem minni hluti mannkyns veit að er til, sé einfaldlega ekki nógu einangruð. Frosti sagðist geta hugsað sér að beita sér fyrir endurmati á aðild að EES. Mars hljómar sem hinn fullkomni áfangastaður fyrir Frosta. Mars er í sjö mánaða fjarlægð frá jörðu svo lítil hætta er á óvæntum heimsóknum eða sendingum frá Evrópska efnahagssvæðinu. Fólkið sem byggja á Mars mun rækta sinn eigin mat en skilyrði til ræktunar á Mars líkjast einmitt þeim íslensku. Veigunum skola landnemar niður með hreinsuðu þvagi. Bon appetit og bon voyage.Stjórnendur Strætó: Fáir eiga jafnmikið skilið að fá að kynnast reisu á óvæntar slóðir og stjórnendur Strætó sem boðið hafa notendum ferðaþjónustu fatlaðra ítrekaðar óvissuferðir upp á síðkastið. Mikilvægt er þó að þeim sé ekki hleypt að stjórnvelinum svo skutlan endi ekki einhvers staðar í öðru sólkerfi. Hefur einhver spurt þá hvað þeir gerðu við Jimmy Hoffa? Og hvar er Valli?Skógafoss-skemmdarvargarnir: Þær fóru ekki hátt fréttirnar af kynningarfundi sem skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra boðaði nýverið til um mat á deiliskipulagstillögu sem snýr að nýju hóteli sem reisa á við Skógafoss. Til að koma í veg fyrir að svæðið kringum einn fallegasta foss landsins verði eyðilagt með byggingum sem líta út eins og háhýsin í Skuggahverfinu hafi fallið um koll er rétt að moka öllum þeim sem standa að verkefninu inn í geimskutluna. Hótelið mun sóma sér vel á Mars.Hippsterar þjóðkirkjunnar: Trú er eins og typpi, sagði Jón Gnarr í grein í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Unga og sæta lið þjóðkirkjunnar var ræst út til að sýna fram á að kirkjan er líka hipp og kúl. Niðurstaðan var grein í Fréttablaðinu sem innihélt þrisvar sinnum fleiri typpi en grein Jóns – og ekki nóg með það, þau hækkuðu um píku. Sorrí, krakkar. Þetta voru einum of mörg kynfæri með morgunkaffinu. Farvel.Undirrituð: „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar,“ sagði söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir sem söng lagið Piltur og stúlka í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór um síðustu helgi. Vísaði hún þar í orðbragð fólks á netinu um samborgara sína. Til að taka ómakið af kommentakerfum landsins sparka ég sjálfri mér um borð í geimskutluna til Mars með tilheyrandi hnýtingum. „Vitleysingur, femínisti, heimsk ljóska. Hvað ætlar Fréttablaðið að birta næst? Kannski grein eftir ISIS?“ Eða eins og einn „aðdáandi“ undirritaðrar orðaði það svo listrænt í einu kommentakerfanna í kjölfar síðasta pistils: „Hefur þú ekkert merkilegra að gera en að gera sjálfa þig marklausa á síðum sorprits?“ Hittumst á Mars árið 2024.