Eins og sandpappír Jónas Sen skrifar 30. mars 2015 14:30 Nicola Benedetti. Nicole Benedetti og Sinfóníuhljómsveit Íslands Verk eftir Respighi, Mozart og Hindemith. Einleikari: Nicola Benedetti. Hans Graf stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa, fimmtudaginn 26. mars Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu vel. Fyrstar á dagskránni voru þrjár Botticelli-myndir eftir Ottorino Respighi. Eins og titillinn gefur til kynna var tónlistin innblásin af þremur málverkum meistarans, Vorinu, Vegsömun vitringanna og Fæðingu Venusar. Tónlistin var skemmtilega fram borin af Sinfóníunni. Sú síðasta var áhrifamest, þar var því lýst hvernig ástargyðjan reis úr hafinu í risavaxinni hörpuskel. Fyrst heyrðist lágvært muldur úr strengjunum sem átti auðheyrilega að tákna sjávarnið. Svo byrjaði músíkin að vaxa, hún var voldug áheyrnar. Hápunkturinn var tignarlegur, hörpuskelin opnaðist, gyðjan blasti við í allri sinni dýrð. Það var svo magnað að maður fékk gæsahúð. Til að skapa slíka upplifun verður hljómsveitin auðvitað að leika almennilega. Það gerði hún undir öruggri og smekkvísri stjórn Hans Graf. Strengirnir, sem mest mæðir á, voru fallega samtaka og breiðhljómandi. Stígandin var glæsilega byggð upp. Öll fínlegu litbrigði tónmálsins voru fagurlega útfærð, af nákvæmni og nostursemi. Leiðin lá niður á við eftir það. Fimmti fiðlukonsert Mozarts þar sem Nicola Benedetti var einleikari, var fremur óskemmtilegur. Tæknilega séð spilaði Benedetti af yfirburðum. Tónninn í fiðlunni hennar var þéttur og safaríkur, öll tónahlaupin skýr og fumlaus. En túlkunin var dálítið yfirdrifin. Það var eins og fiðluleikarinn reyndi að kreista eins miklar tilfinningar úr hverri hendingu og mögulegt var, í stað þess að leyfa tónlistinni bara að flæða. Túlkandinn verður ekki alltaf að GERA svona mikið. Stundum þarf aðeins að taka egóið úr umferð og láta tónlistina tala sjálfa. Þarna á tónleikunum fékk maður aldrei að njóta Mozarts, einleikarinn þvældist of mikið fyrir. En hafi Mozart verið þreytandi var Matthías málari, sinfónía eftir Paul Hindemith, eins og sterkur svefnlyfjaskammtur. Rétt eins og tónlistin eftir Respighi er hún hugleiðing um málverk, í þetta sinn altaristöflu eftir Matthias Grünewald. Hindemith var uppi á fyrri hluta aldarinnar sem leið og var mjög flinkur sem tónskáld. Hann hafði fræðina á hreinu og skapaði tónsmíðar sem voru fullkomlega byggðar upp eftir öllum viðeigandi formúlum. Fyrir bragðið eru þær einstaklega agaðar og rökfastar, en það er ekkert fjör í þeim, engin gleði, ekkert fútt. Tónlistin er svo þurr að hún er eins og sandpappír. Hljómsveitin má eiga það að hún spilaði þetta erfiða verk af fagmennsku. Heildarhljómurinn var fínpússaður og í góðum fókus. En það er ekki hægt að búa til silkipoka úr svínseyra. Graf stjórnaði af röggsemi og hljómsveitin spilaði af krafti. Engu að síður var þetta ys og þys út af engu, tóm leiðindi.Niðurstaða: Flott tónlist eftir Respighi, en Mozart var oftúlkaður og Hindemith var þreytandi þótt hann væri vel spilaður. Gagnrýni Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Nicole Benedetti og Sinfóníuhljómsveit Íslands Verk eftir Respighi, Mozart og Hindemith. Einleikari: Nicola Benedetti. Hans Graf stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa, fimmtudaginn 26. mars Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu vel. Fyrstar á dagskránni voru þrjár Botticelli-myndir eftir Ottorino Respighi. Eins og titillinn gefur til kynna var tónlistin innblásin af þremur málverkum meistarans, Vorinu, Vegsömun vitringanna og Fæðingu Venusar. Tónlistin var skemmtilega fram borin af Sinfóníunni. Sú síðasta var áhrifamest, þar var því lýst hvernig ástargyðjan reis úr hafinu í risavaxinni hörpuskel. Fyrst heyrðist lágvært muldur úr strengjunum sem átti auðheyrilega að tákna sjávarnið. Svo byrjaði músíkin að vaxa, hún var voldug áheyrnar. Hápunkturinn var tignarlegur, hörpuskelin opnaðist, gyðjan blasti við í allri sinni dýrð. Það var svo magnað að maður fékk gæsahúð. Til að skapa slíka upplifun verður hljómsveitin auðvitað að leika almennilega. Það gerði hún undir öruggri og smekkvísri stjórn Hans Graf. Strengirnir, sem mest mæðir á, voru fallega samtaka og breiðhljómandi. Stígandin var glæsilega byggð upp. Öll fínlegu litbrigði tónmálsins voru fagurlega útfærð, af nákvæmni og nostursemi. Leiðin lá niður á við eftir það. Fimmti fiðlukonsert Mozarts þar sem Nicola Benedetti var einleikari, var fremur óskemmtilegur. Tæknilega séð spilaði Benedetti af yfirburðum. Tónninn í fiðlunni hennar var þéttur og safaríkur, öll tónahlaupin skýr og fumlaus. En túlkunin var dálítið yfirdrifin. Það var eins og fiðluleikarinn reyndi að kreista eins miklar tilfinningar úr hverri hendingu og mögulegt var, í stað þess að leyfa tónlistinni bara að flæða. Túlkandinn verður ekki alltaf að GERA svona mikið. Stundum þarf aðeins að taka egóið úr umferð og láta tónlistina tala sjálfa. Þarna á tónleikunum fékk maður aldrei að njóta Mozarts, einleikarinn þvældist of mikið fyrir. En hafi Mozart verið þreytandi var Matthías málari, sinfónía eftir Paul Hindemith, eins og sterkur svefnlyfjaskammtur. Rétt eins og tónlistin eftir Respighi er hún hugleiðing um málverk, í þetta sinn altaristöflu eftir Matthias Grünewald. Hindemith var uppi á fyrri hluta aldarinnar sem leið og var mjög flinkur sem tónskáld. Hann hafði fræðina á hreinu og skapaði tónsmíðar sem voru fullkomlega byggðar upp eftir öllum viðeigandi formúlum. Fyrir bragðið eru þær einstaklega agaðar og rökfastar, en það er ekkert fjör í þeim, engin gleði, ekkert fútt. Tónlistin er svo þurr að hún er eins og sandpappír. Hljómsveitin má eiga það að hún spilaði þetta erfiða verk af fagmennsku. Heildarhljómurinn var fínpússaður og í góðum fókus. En það er ekki hægt að búa til silkipoka úr svínseyra. Graf stjórnaði af röggsemi og hljómsveitin spilaði af krafti. Engu að síður var þetta ys og þys út af engu, tóm leiðindi.Niðurstaða: Flott tónlist eftir Respighi, en Mozart var oftúlkaður og Hindemith var þreytandi þótt hann væri vel spilaður.
Gagnrýni Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira