Góða goretexið Hildur Sverrisdóttir skrifar 11. apríl 2015 07:00 Ég hef alltaf haft skringilega þörf fyrir að aðstoða túrista sem eru strand á götuhornum. Kannski er ég að vinna upp að hafa aldrei verið í skátunum. Ég varð því hálfmóðguð þegar ég las niðurstöður rannsóknar um að einungis 60% ferðamanna finnist Íslendingar frekar gestrisnir. Kannski voru þar að kikka inn skiptin þegar ég geng inn á uppáhaldskaffihúsið og dæsi þar sem goretex-klætt fólk fyllir öll sætin. Stend því og mæli það rannsakandi út til að meta hvort það fari ekki að klára úr kaffibollanum og drífa sig út að kaupa lundadót. En ég hef þó yfirleitt minnt mig fljótt á að ef það væri ekki fyrir goretex-fólkið væru kannski ekki öll þessi blómlegu kaffihús í miðborginni. Ég er stundum kölluð Sve og fannst því sniðugt þegar ég sá í Serbíu auglýsingar um „Sve á 50% afslætti“. Svo var útskýrt fyrir mér að sve þýddi allt og sæist því víða á útsölutímabilum. Þegar ég gekk Laugaveginn í janúar voru hins vegar allar auglýsingar í búðargluggunum á ensku. Kannski vildi enginn taka sénsinn á að túristarnir myndu aldrei átta sig á hvað þessi útsala væri eiginlega og „sale“ skyldi það því vera. Þetta er bæði óþarfa túristaborgarvæðing og ekki endilega túristunum til þægðar – rannsóknir sýna að þeir vilja frekar ferðast til borga þar sem þeir finna fyrir lífi heimamanna. Auðvitað eru vaxtarverkir skiljanlegir í samfélagi þar sem ferðamennirnir eru ekki lengur bara uppi á fjöllum heldur þrammandi í nærumhverfi okkar alla daga. Við þurfum að passa að þessi sambúð geti gengið sem best. Að hægt sé til dæmis að hýsa þá án þess að annaðhvort fyllist allt af hótelum eða vegna skorts á þeim rjúki leiguverð langt upp fyrir það sem heimamenn hafa efni á, að rútugnýr og ferðatöskuskrölt haldi ekki vöku fyrir fólki í íbúðarhverfum hálfu næturnar og svo mætti lengi telja. En það verkefni þarf að vinna út frá þeirri forsendu að fjölgun goretex-fólksins er jákvæð þróun. Og á meðan er fín fjárfesting að splæsa bara á það einu brosi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Ég hef alltaf haft skringilega þörf fyrir að aðstoða túrista sem eru strand á götuhornum. Kannski er ég að vinna upp að hafa aldrei verið í skátunum. Ég varð því hálfmóðguð þegar ég las niðurstöður rannsóknar um að einungis 60% ferðamanna finnist Íslendingar frekar gestrisnir. Kannski voru þar að kikka inn skiptin þegar ég geng inn á uppáhaldskaffihúsið og dæsi þar sem goretex-klætt fólk fyllir öll sætin. Stend því og mæli það rannsakandi út til að meta hvort það fari ekki að klára úr kaffibollanum og drífa sig út að kaupa lundadót. En ég hef þó yfirleitt minnt mig fljótt á að ef það væri ekki fyrir goretex-fólkið væru kannski ekki öll þessi blómlegu kaffihús í miðborginni. Ég er stundum kölluð Sve og fannst því sniðugt þegar ég sá í Serbíu auglýsingar um „Sve á 50% afslætti“. Svo var útskýrt fyrir mér að sve þýddi allt og sæist því víða á útsölutímabilum. Þegar ég gekk Laugaveginn í janúar voru hins vegar allar auglýsingar í búðargluggunum á ensku. Kannski vildi enginn taka sénsinn á að túristarnir myndu aldrei átta sig á hvað þessi útsala væri eiginlega og „sale“ skyldi það því vera. Þetta er bæði óþarfa túristaborgarvæðing og ekki endilega túristunum til þægðar – rannsóknir sýna að þeir vilja frekar ferðast til borga þar sem þeir finna fyrir lífi heimamanna. Auðvitað eru vaxtarverkir skiljanlegir í samfélagi þar sem ferðamennirnir eru ekki lengur bara uppi á fjöllum heldur þrammandi í nærumhverfi okkar alla daga. Við þurfum að passa að þessi sambúð geti gengið sem best. Að hægt sé til dæmis að hýsa þá án þess að annaðhvort fyllist allt af hótelum eða vegna skorts á þeim rjúki leiguverð langt upp fyrir það sem heimamenn hafa efni á, að rútugnýr og ferðatöskuskrölt haldi ekki vöku fyrir fólki í íbúðarhverfum hálfu næturnar og svo mætti lengi telja. En það verkefni þarf að vinna út frá þeirri forsendu að fjölgun goretex-fólksins er jákvæð þróun. Og á meðan er fín fjárfesting að splæsa bara á það einu brosi.