Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar komu til landsins á föstudaginn langa með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka á mánudagsmorgun. Þær voru vistaðar í lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttablaðið/Stefán Sautján ára stúlka sem var handtekin á föstudaginn langa á Keflavíkurflugvelli með móður sinni eftir tilraun til að smygla tæplega 20 kílóum af fíkniefnum til landsins var sett í einangrun vegna rannsóknarhagsmuna. Sá úrskurður rann út á föstudag og stúlkan situr nú í gæsluvarðhaldi. Fíkniefnin sem fundust í farangri mæðgnanna eru meira magn en fannst hér á landi allt árið í fyrra. Um er að ræða amfetamín, kókaín og MDMA, sem tollverðir fundu í ferðatöskum þeirra. Til greina kemur að stúlkan fari í fangelsi ásamt móður sinni. Lögreglan fundaði í gær vegna málsins með barnaverndaryfirvöldum og samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins er um geðheilsu stúlkunnar að tefla. Málið er óvenjulegt og í andstöðu við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem mælst er til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. En þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra eru afar náin þykir vandasamt að ákveða hver besta lausnin er. Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu segir að samkvæmt öllum reglum ætti stúlkan að vera í þeirra umsjá. Hins vegar séu hagsmunir hennar ekki endilega þeir í þessu máli. „Það sem er verið að fara yfir er hvar bestu hagsmunir barnsins liggja. Hvort það er hægt að aðskilja mæðgurnar á þessu stigi og hvort það þurfi ekki frekari undirbúning. Það er í lögunum ákvæði sem heimilar það, ef bestu hagsmunir barnsins mæla með því, að það sitji í fangelsi með fullorðnum. Þarna eru mjög sérstakar aðstæður uppi. Það er ekki sjálfgefið að þær eigi að vera saman og það er ekki sjálfgefið heldur að aðskilja þær,“ segir Bragi en í gær hafði mönnum ekki enn tekist að komast að niðurstöðu um málið. „Það þarf að ræða við stúlkuna og það þarf að leggja sjálfstætt mat á málið. Það er ekki fyrirstaða af okkar hálfu eða Fangelsismálastofnunar. Við erum alveg á sama máli um hvernig þetta á að vinnast. Það er andlegt ástand og líðan stúlkunnar sem ræður. Almennt séð er þetta ekki eitthvað sem við myndum sætta okkur við.“ Staðan er erfið þegar kemur að afplánun kvenna þar til nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður tekið í gagnið. Bæði karlar og konur afplána nú í Kvennafangelsinu í Kópavogi sem stendur til að loka. Konur hafa verið vistaðar á Sogni og á Kvíabryggju. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýna þörf á að leysa málefni kvenfanga og segir margt koma til greina til að bæta stöðuna. „Til dæmis að opna álmu á Litla-Hrauni fyrir konur en aðrar hugmyndir koma einnig til greina,“ segir Páll.Neyðarúrræði á vegum ríkisins Tvær meðferðarstofnanir hér á landi eru í stakk búnar til þess að taka á móti sakhæfum börnum: Meðferðarstofnunin Stuðlar og Háholt í Skagafirði. Nýlega var neyðarmóttaka endurbætt á Stuðlum. Nú er hún kynjaskipt, þrjú rými fyrir pilta og tvö fyrir stúlkur auk neyðarrýmis sem er hægt að nota í gæsluvarðhaldi. Þar er sérstakt baðherbergi og setustofa auk svefnaðstöðu. Rýmið var innréttað í desember og hefur einu sinni verið notað í gæsluvarðhaldi síðan þá. Miðað er við að Háholt í Skagafirði taki að sér afplánun barna og að Stuðlar sinni gæsluvarðhaldi.Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og réttindi ungra fanga Í gildi er samkomulag á milli Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um gæsluvarðhald sakhæfra barna á aldrinum 15-18 ára. Þegar mál sem þessi koma upp er Barnaverndarstofu gert viðvart, sem var gert í tilfelli hollensku stúlkunnar. Það er gert í þeim tilgangi að tryggja að þegar barn er dæmt til gæsluvarðhalds eða fangelsisvistar eigi það að hafa val um að afplána í fangelsi með fullorðnum eða á meðferðarstofnun fyrir börn. Þetta fyrirkomulag um val sem er við lýði á Íslandi hefur verið gagnrýnt af barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Það er í andstöðu við c-lið 37. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sú grein kveður sérstaklega á um að börn sem svipt eru sjálfræði sínu skuli vera aðskilin frá fullorðnum. Mál mæðgnanna þykir hins vegar einstaklega vandasamt og hallast fagaðilar að því að það sé ekki ráðlegt geðheilsu stúlkunnar vegna að aðskilja þær. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Útiloka ekki að fleiri tengist málinu Hollenska móðirin hafði ferðast tvisvar til Íslands á síðustu mánuðum. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Sautján ára stúlka sem var handtekin á föstudaginn langa á Keflavíkurflugvelli með móður sinni eftir tilraun til að smygla tæplega 20 kílóum af fíkniefnum til landsins var sett í einangrun vegna rannsóknarhagsmuna. Sá úrskurður rann út á föstudag og stúlkan situr nú í gæsluvarðhaldi. Fíkniefnin sem fundust í farangri mæðgnanna eru meira magn en fannst hér á landi allt árið í fyrra. Um er að ræða amfetamín, kókaín og MDMA, sem tollverðir fundu í ferðatöskum þeirra. Til greina kemur að stúlkan fari í fangelsi ásamt móður sinni. Lögreglan fundaði í gær vegna málsins með barnaverndaryfirvöldum og samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins er um geðheilsu stúlkunnar að tefla. Málið er óvenjulegt og í andstöðu við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem mælst er til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. En þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra eru afar náin þykir vandasamt að ákveða hver besta lausnin er. Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu segir að samkvæmt öllum reglum ætti stúlkan að vera í þeirra umsjá. Hins vegar séu hagsmunir hennar ekki endilega þeir í þessu máli. „Það sem er verið að fara yfir er hvar bestu hagsmunir barnsins liggja. Hvort það er hægt að aðskilja mæðgurnar á þessu stigi og hvort það þurfi ekki frekari undirbúning. Það er í lögunum ákvæði sem heimilar það, ef bestu hagsmunir barnsins mæla með því, að það sitji í fangelsi með fullorðnum. Þarna eru mjög sérstakar aðstæður uppi. Það er ekki sjálfgefið að þær eigi að vera saman og það er ekki sjálfgefið heldur að aðskilja þær,“ segir Bragi en í gær hafði mönnum ekki enn tekist að komast að niðurstöðu um málið. „Það þarf að ræða við stúlkuna og það þarf að leggja sjálfstætt mat á málið. Það er ekki fyrirstaða af okkar hálfu eða Fangelsismálastofnunar. Við erum alveg á sama máli um hvernig þetta á að vinnast. Það er andlegt ástand og líðan stúlkunnar sem ræður. Almennt séð er þetta ekki eitthvað sem við myndum sætta okkur við.“ Staðan er erfið þegar kemur að afplánun kvenna þar til nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður tekið í gagnið. Bæði karlar og konur afplána nú í Kvennafangelsinu í Kópavogi sem stendur til að loka. Konur hafa verið vistaðar á Sogni og á Kvíabryggju. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýna þörf á að leysa málefni kvenfanga og segir margt koma til greina til að bæta stöðuna. „Til dæmis að opna álmu á Litla-Hrauni fyrir konur en aðrar hugmyndir koma einnig til greina,“ segir Páll.Neyðarúrræði á vegum ríkisins Tvær meðferðarstofnanir hér á landi eru í stakk búnar til þess að taka á móti sakhæfum börnum: Meðferðarstofnunin Stuðlar og Háholt í Skagafirði. Nýlega var neyðarmóttaka endurbætt á Stuðlum. Nú er hún kynjaskipt, þrjú rými fyrir pilta og tvö fyrir stúlkur auk neyðarrýmis sem er hægt að nota í gæsluvarðhaldi. Þar er sérstakt baðherbergi og setustofa auk svefnaðstöðu. Rýmið var innréttað í desember og hefur einu sinni verið notað í gæsluvarðhaldi síðan þá. Miðað er við að Háholt í Skagafirði taki að sér afplánun barna og að Stuðlar sinni gæsluvarðhaldi.Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og réttindi ungra fanga Í gildi er samkomulag á milli Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um gæsluvarðhald sakhæfra barna á aldrinum 15-18 ára. Þegar mál sem þessi koma upp er Barnaverndarstofu gert viðvart, sem var gert í tilfelli hollensku stúlkunnar. Það er gert í þeim tilgangi að tryggja að þegar barn er dæmt til gæsluvarðhalds eða fangelsisvistar eigi það að hafa val um að afplána í fangelsi með fullorðnum eða á meðferðarstofnun fyrir börn. Þetta fyrirkomulag um val sem er við lýði á Íslandi hefur verið gagnrýnt af barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Það er í andstöðu við c-lið 37. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sú grein kveður sérstaklega á um að börn sem svipt eru sjálfræði sínu skuli vera aðskilin frá fullorðnum. Mál mæðgnanna þykir hins vegar einstaklega vandasamt og hallast fagaðilar að því að það sé ekki ráðlegt geðheilsu stúlkunnar vegna að aðskilja þær.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Útiloka ekki að fleiri tengist málinu Hollenska móðirin hafði ferðast tvisvar til Íslands á síðustu mánuðum. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Útiloka ekki að fleiri tengist málinu Hollenska móðirin hafði ferðast tvisvar til Íslands á síðustu mánuðum. 14. apríl 2015 07:00
Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17
Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41