Tollar: umfangsmesti matarskatturinn Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 22. apríl 2015 06:00 Virðisaukaskattur á matvæli var um áramótin hækkaður úr 7% í 11%. Sú breyting mætti andstöðu úr fjölmörgum áttum og voru um 500 fréttir sagðar af málinu. Forsætisráðherra hefur sagt þessa breytingu vera erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar til þessa. Ljóst er að matvælaverð skiptir íslenskan almenning miklu máli. Í því ljósi er áhugavert að skoða áhrif annarra matarskatta á matvælaverð. Þar má helst nefna að hér á landi hafa síðastliðin ár verði lagðir á háir innflutningstollar á matvæli. Tollar leggjast á um 40% vörutegunda í matarkörfu Íslendinga vegið eftir verðmæti. Þar vega þyngst tollar á mjólkurvörur og kjöt. Áætla má að innflutningstollar nemi í dag um 20% álagi á innflutningsverð osta, 41% á nautakjöt, 48% á svínakjöt, 92% á kjúkling, 107% á smjör og 156% á egg. Áhrif tolla á matvælaverð leyna sér ekki. Matvæli sem ekki bera innflutningstolla eru ódýrari hér en í nágrannaríkjunum. Fiskur, ávextir, grænmeti og kornvörur njóta ekki tollverndar og er verð á þessum vörutegundum 7-15% lægra hérlendis. Hins vegar er verð á tollvernduðum matvælum yfirleitt hærra. Þannig er verð á smjöri, eggjum, ostum, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingi á bilinu 19-59% hærra hér en í nágrannaríkjunum. Reynslan sýnir að afnám tolla skilar sér í lægra vöruverði. Þegar tollar af agúrkum, tómötum og papriku voru afnumdir árið 2002 lækkaði verð til neytenda um allt að 45%. Varlega áætlað myndi afnám allra innflutningstolla lækka matvælaverð á Íslandi um 6%. Það jafngildir 76 þúsund króna lækkun matarútgjalda á hverja fjölskyldu á ári. Til samanburðar jók fyrrnefnd hækkun virðisaukaskatts á matvæli sömu útgjöld um 13 þúsund krónur á ári - einn sjötta þeirrar upphæðar. Þeir sem vilja lægra matvöruverð hérlendis ættu að beita sér fyrir afnámi innflutningstolla, enda eru slíkir tollar umfangsmesti matarskatturinn. Það er því óskandi að innflutningstollar verði jafn umdeildir og hækkun virðisaukaskatts var þegar stjórnvöldum verður veitt aðhald á komandi misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Virðisaukaskattur á matvæli var um áramótin hækkaður úr 7% í 11%. Sú breyting mætti andstöðu úr fjölmörgum áttum og voru um 500 fréttir sagðar af málinu. Forsætisráðherra hefur sagt þessa breytingu vera erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar til þessa. Ljóst er að matvælaverð skiptir íslenskan almenning miklu máli. Í því ljósi er áhugavert að skoða áhrif annarra matarskatta á matvælaverð. Þar má helst nefna að hér á landi hafa síðastliðin ár verði lagðir á háir innflutningstollar á matvæli. Tollar leggjast á um 40% vörutegunda í matarkörfu Íslendinga vegið eftir verðmæti. Þar vega þyngst tollar á mjólkurvörur og kjöt. Áætla má að innflutningstollar nemi í dag um 20% álagi á innflutningsverð osta, 41% á nautakjöt, 48% á svínakjöt, 92% á kjúkling, 107% á smjör og 156% á egg. Áhrif tolla á matvælaverð leyna sér ekki. Matvæli sem ekki bera innflutningstolla eru ódýrari hér en í nágrannaríkjunum. Fiskur, ávextir, grænmeti og kornvörur njóta ekki tollverndar og er verð á þessum vörutegundum 7-15% lægra hérlendis. Hins vegar er verð á tollvernduðum matvælum yfirleitt hærra. Þannig er verð á smjöri, eggjum, ostum, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingi á bilinu 19-59% hærra hér en í nágrannaríkjunum. Reynslan sýnir að afnám tolla skilar sér í lægra vöruverði. Þegar tollar af agúrkum, tómötum og papriku voru afnumdir árið 2002 lækkaði verð til neytenda um allt að 45%. Varlega áætlað myndi afnám allra innflutningstolla lækka matvælaverð á Íslandi um 6%. Það jafngildir 76 þúsund króna lækkun matarútgjalda á hverja fjölskyldu á ári. Til samanburðar jók fyrrnefnd hækkun virðisaukaskatts á matvæli sömu útgjöld um 13 þúsund krónur á ári - einn sjötta þeirrar upphæðar. Þeir sem vilja lægra matvöruverð hérlendis ættu að beita sér fyrir afnámi innflutningstolla, enda eru slíkir tollar umfangsmesti matarskatturinn. Það er því óskandi að innflutningstollar verði jafn umdeildir og hækkun virðisaukaskatts var þegar stjórnvöldum verður veitt aðhald á komandi misserum.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar