Þjóðkirkja í Ríkisútvarpinu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 25. apríl 2015 06:00 Við nýja forystu á Ríkisútvarpinu urðu þær breytingar að kvöldbæn á Rás 1 var felld af dagskrá og morgunbænir fluttar fram til kl. 6.25. Ákvörðunin var umdeild og margir mótmæltu og þótt ákvörðunin hafi ekki verið dregin til baka sýndi umræðan hversu margir hlusta á slíka dagskrárliði. Sama má segja um sunnudagsguðsþjónustuna sem hefur gríðarlega hlustun um allt land. Sú var tíðin að sjónvarpað var sunnudagshugvekjum á RÚV en þær voru lagðar niður í október 1993 af þáverandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni. Síðan þá hefur ekki verið reglulegt helgihald í Ríkissjónvarpinu. Eitt af því sem kom fram í umræðunni var það viðhorf að útsendingar af kirkjulegum vettvangi eigi ekki heima í ríkisfjölmiðli, annars vegar þar sem verið væri að gera upp á milli trúarskoðana og hins vegar vegna þess að trúariðkun eigi ekki að heyrast á opinberum miðlum. Við fyrri rökunum má nefna að ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir kristnir söfnuðir komi að guðsþjónustum og bænahaldi RÚV og sömuleiðis væri það fagnaðarefni ef bænalíf annarra trúarbragða fengi að heyrast og sjást á öldum ljósvakans. Opinberir miðlar í nágrannalöndum okkar sinna allir því hlutverki að sjónvarpa guðsþjónustum frá þjóðkirkjum þeirra. Danska ríkisútvarpið starfrækir svokallaða DR kirke, þar sem eru sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Styr hefur staðið undanfarið um þá ákvörðun að sýna ekki frá eiginlegum guðsþjónustum safnaða, en sú nýbreytni var tekin upp í vetur að framleiða sérstakar guðsþjónustur þar sem sjónvarpsáhorfendur eru söfnuðurinn. Mörgum þykir þetta tilgerðarlegra fyrirkomulag og sakna þess að sjá fjölsetna kirkjubekki í útsendingum. Á heimasíðu danska sjónvarpsins eru gefnar upplýsingar um hvernig megi ræða prédikun dagsins eða komast í tengsl við sálgæslu á vegum kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli sóknarkirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð og prest. Lögð er áhersla á að sýna sem flestar kirkjur og greina frá sögu þeirra og munum. Reglulega er síðan leitað til annarra safnaða og sent út frá samkomum þeirra, líkt og Hjálpræðishernum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út guðsþjónustur frá kirkjum landsins og er með stutta umfjöllun um takt kirkjuársins og kirkjur landsins í upphafi, líkt og í Svíþjóð. Í vetur var haldið sálmabókarmaraþon þar sem 899 sálmar hinnar nýju sálmabókar frá 2013 voru fluttir á 60 klukkustundum. Verkefnið var gríðarlega metnaðarfullt og áhorf á útsendinguna fór fram úr björtustu vonum en 2,2 milljónir fylgdust með útsendingunni. Fluttir voru tveir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og sálmalag eftir Sigvalda Kaldalóns. RÚV er eftirbátur Jafnvel Færeyingar með sitt litla opinbera sjónvarp KFV sýna vikulega sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Í Finnlandi eru tvær kirkjur sem hafa stöðu þjóðkirkju, lútherska kirkjan sem 74% Finna tilheyra og rétttrúnaðarkirkjan sem telur 1% finnsku þjóðarinnar, en YLE hefur skyldum að gegna gagnvart þeim báðum. Það er óhætt að fullyrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum þegar kemur að útsendingum frá guðsþjónustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenningarrök skýra þessa vanrækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum er unnið í samstarfi við þjóðkirkjur Norðurlandanna. Fjölmenningarrök knýja ekki á um þöggun á átrúnaði heldur þvert á móti er besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu samfélaga, að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Þjóðkirkjan Ríkisútvarpið Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Við nýja forystu á Ríkisútvarpinu urðu þær breytingar að kvöldbæn á Rás 1 var felld af dagskrá og morgunbænir fluttar fram til kl. 6.25. Ákvörðunin var umdeild og margir mótmæltu og þótt ákvörðunin hafi ekki verið dregin til baka sýndi umræðan hversu margir hlusta á slíka dagskrárliði. Sama má segja um sunnudagsguðsþjónustuna sem hefur gríðarlega hlustun um allt land. Sú var tíðin að sjónvarpað var sunnudagshugvekjum á RÚV en þær voru lagðar niður í október 1993 af þáverandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni. Síðan þá hefur ekki verið reglulegt helgihald í Ríkissjónvarpinu. Eitt af því sem kom fram í umræðunni var það viðhorf að útsendingar af kirkjulegum vettvangi eigi ekki heima í ríkisfjölmiðli, annars vegar þar sem verið væri að gera upp á milli trúarskoðana og hins vegar vegna þess að trúariðkun eigi ekki að heyrast á opinberum miðlum. Við fyrri rökunum má nefna að ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir kristnir söfnuðir komi að guðsþjónustum og bænahaldi RÚV og sömuleiðis væri það fagnaðarefni ef bænalíf annarra trúarbragða fengi að heyrast og sjást á öldum ljósvakans. Opinberir miðlar í nágrannalöndum okkar sinna allir því hlutverki að sjónvarpa guðsþjónustum frá þjóðkirkjum þeirra. Danska ríkisútvarpið starfrækir svokallaða DR kirke, þar sem eru sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Styr hefur staðið undanfarið um þá ákvörðun að sýna ekki frá eiginlegum guðsþjónustum safnaða, en sú nýbreytni var tekin upp í vetur að framleiða sérstakar guðsþjónustur þar sem sjónvarpsáhorfendur eru söfnuðurinn. Mörgum þykir þetta tilgerðarlegra fyrirkomulag og sakna þess að sjá fjölsetna kirkjubekki í útsendingum. Á heimasíðu danska sjónvarpsins eru gefnar upplýsingar um hvernig megi ræða prédikun dagsins eða komast í tengsl við sálgæslu á vegum kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli sóknarkirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð og prest. Lögð er áhersla á að sýna sem flestar kirkjur og greina frá sögu þeirra og munum. Reglulega er síðan leitað til annarra safnaða og sent út frá samkomum þeirra, líkt og Hjálpræðishernum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út guðsþjónustur frá kirkjum landsins og er með stutta umfjöllun um takt kirkjuársins og kirkjur landsins í upphafi, líkt og í Svíþjóð. Í vetur var haldið sálmabókarmaraþon þar sem 899 sálmar hinnar nýju sálmabókar frá 2013 voru fluttir á 60 klukkustundum. Verkefnið var gríðarlega metnaðarfullt og áhorf á útsendinguna fór fram úr björtustu vonum en 2,2 milljónir fylgdust með útsendingunni. Fluttir voru tveir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og sálmalag eftir Sigvalda Kaldalóns. RÚV er eftirbátur Jafnvel Færeyingar með sitt litla opinbera sjónvarp KFV sýna vikulega sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Í Finnlandi eru tvær kirkjur sem hafa stöðu þjóðkirkju, lútherska kirkjan sem 74% Finna tilheyra og rétttrúnaðarkirkjan sem telur 1% finnsku þjóðarinnar, en YLE hefur skyldum að gegna gagnvart þeim báðum. Það er óhætt að fullyrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum þegar kemur að útsendingum frá guðsþjónustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenningarrök skýra þessa vanrækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum er unnið í samstarfi við þjóðkirkjur Norðurlandanna. Fjölmenningarrök knýja ekki á um þöggun á átrúnaði heldur þvert á móti er besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu samfélaga, að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun