Vanhæfni Guðmundur Andri Thorsson skrifar 28. apríl 2015 12:00 Vanhæfni er blátt áfram og gegnsætt orð. Það er ekki teygjanlegt hugtak – ekki frekar en orðið „strax“ – en þýðir einfaldlega að einhver sé ekki fær um að inna af hendi tiltekið verkefni. Orðið sjálft tilgreinir ekki ástæðurnar: þetta getur verið vegna þess að viðkomandi sé klaufi, kunnáttulítill eða haldinn einhverjum kvillum – en orðið getur líka vísað til þess að viðkomandi eigi ekki að vera í aðstöðu til að taka ákvarðanir sem varða beinlínis afkomu hans; eigi ekki að vera í aðstöðu til að skara eld að eigin köku, eigi ekki að vera dómari í eigin sök. Burtséð frá því hvort viðkomandi treystir sér til að halda eigin hagsmunum utan við ákvarðanirnar – eða telji sína eigin hagsmuni fara saman við hagsmuni heildarinnar.Alltof vel inni í málunum Þetta á við um Pál Jóhann Pálsson, þingmann Framsóknarflokksins, og aðkomu hans að lagasetningu um sjávarútvegsmál og kvótasetningu. Hann hefur sértæka hagsmuni af málinu og því er hætta á því að almannahagur sé ekki hafður að leiðarljósi í ákvörðunum sem hann á þátt í að taka. Það á ekki að vera undir hans eigin mati komið hvort sú hætta sé fyrir hendi. Hér á að ráða almenn regla. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni. Verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun á makrílkvóta að lögum mun fyrirtæki sem skráð er á eiginkonu Páls fá fimmtíu milljóna makrílkvóta. Umrætt útgerðarfélag var stofnað af Páli árið 2002 og hann var þar stjórnarformaður til ársins 2013, þegar eiginkona hans tók við stjórnarformennsku. Páll á sæti í atvinnuveganefnd Alþingis og fram hefur komið að hann telur sig ekki vanhæfan til að fjalla um frumvarpið á þeim vettvangi. Augljóst er að hann telur að „vanhæfni“ sé teygjanlegt hugtak og undir sér komið að meta hana. Hann virðist kjósa að túlka hugtakið svo að það vísi til þess að hann hafi ekki þekkingu á málaflokknum eða kunni ekki til verka. Því fer auðvitað fjarri. Hann er alltof vel inni í málunum. Það er áhyggjuefni að þingmaður á Alþingi Íslendinga skuli ekki átta sig á þessu. Það er áhyggjuefni að Alþingi Íslendinga skuli ekki hafa sett sér skýrar reglur um hagsmunaárekstra – ekki síst þegar haft er í huga að hrunið varð ekki síst af völdum samtvinnunar á peningavaldi og löggjafarvaldi. Og það er áhyggjuefni að útgerðarmaður skuli komast í slíka aðstöðu. Engu er líkara en að litið sé á Alþingi og annan sameiginlegan vettvang þjóðarinnar, þar sem ráðum er ráðið og ákvarðanir teknar, sem nokkurs konar mið fyrir harðsækna sjósóknara að sækja á. Á Alþingi á að sitja fólk sem hefur að leiðarljósi hag heildarinnar, hag samfélagsins – almannaheill. Og þau almennu sjónarmið verða að ríkja við lagasetningu, ekki sjónarmið sem einkennast af skæklatogi og frekju. Sú hugmynd hefur verið innprentuð auðugu fólki hér á landi um nokkurt skeið að hagur þess sé um leið hagur fjöldans; að það sé jafnvel þjóðarhagsmunir að því vegni vel enda smiti slík velgengni út frá sér. Ekkert bendir til þess að þessi kenning eigi við rök að styðjast, og raunar fjölmargt sem sýnir fram á að þessu er einmitt öfugt farið, en fyrir vikið er eins og margir útgerðarmenn standi í þeirri trú að allt muni fara hér til fjandans ef þeir fá ekki allar óskir sínar uppfylltar. Það er auðvitað ekki svo. Og Páll Jóhann þarf að átta sig á því að það eru ekki endilega hagsmunir almennings að fyrirtæki þeirra hjóna fái fimmtíu milljóna makrílkvóta. Vera má að verðandi þingmenn þyrftu að fara á námskeið í siðfræði þar sem útskýrðar væru fyrir þeim ýmsar grundvallarreglur sem þarf að hafa í heiðri í því mikilsverða starfi sem þeir hafa tekist á hendur. Að bæta kjör – sín… Margt fólk kaus Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum í góðri trú. Þessir kjósendur töldu að með atkvæði sínu væru þeir að bæta lífskjör sín. Þeir töldu sig vera að kjósa betri lánakjör, leiðréttingu á forsendubresti, afnám verðtryggingar sem gerir skuldabyrði því þyngri sem meira er af henni greitt. Þessi kjósendur töldu sig vera að velja fólk sem væri reiðubúið að „standa í lappirnar“ gagnvart „erlendum kröfuhöfum“; spekúlöntum og vörgum af því tagi sem hér riðu húsum fyrir hrun og eignuðust þrotabú bankanna á slikk og hugðust nú græða ógrynni fjár á ógæfu Íslendinga. Og svo framvegis. Efndir Framsóknarflokksins hafa verið því stórkostlegri í orði í ræðum forsætisráðherra, sem þær hafa verið lítilfjörlegri á borði. Sífellt betur kemur í ljós að kerfisvandi íslenskra efnahagsmála er djúptækari en svo að peningatilfærslur úr ríkissjóði í vasa húsnæðisskuldara breyti ýkja miklu, ekki síst þegar verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar sem nemur „leiðréttingunni“; og afnám verðtryggingar virðist heldur ekki á dagskrá, enda verðtryggingin sem slík kannski fyrst og fremst afleiðing og birtingarmynd vandans sem er smæð gjaldmiðilsins, sem ríkisstjórnin hefur útilokað að hróflað verði við með slitum sínum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Framsóknarflokkurinn stendur vörð um gallað kerfi en reynir að berja í brestina. Og hafa hátt á meðan. Fólk kaus Framsókn til að bæta kjör sín. Sá böggull fylgdi skammrifi að á Alþingi settust menn eins og Páll Jóhann og hófu að bæta kjör – ekki almennings – heldur sín.Grein Guðmundar Andra átti að birtast í blaði gærdagsins. Lesendur er beðnir velvirðingar á þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Vanhæfni er blátt áfram og gegnsætt orð. Það er ekki teygjanlegt hugtak – ekki frekar en orðið „strax“ – en þýðir einfaldlega að einhver sé ekki fær um að inna af hendi tiltekið verkefni. Orðið sjálft tilgreinir ekki ástæðurnar: þetta getur verið vegna þess að viðkomandi sé klaufi, kunnáttulítill eða haldinn einhverjum kvillum – en orðið getur líka vísað til þess að viðkomandi eigi ekki að vera í aðstöðu til að taka ákvarðanir sem varða beinlínis afkomu hans; eigi ekki að vera í aðstöðu til að skara eld að eigin köku, eigi ekki að vera dómari í eigin sök. Burtséð frá því hvort viðkomandi treystir sér til að halda eigin hagsmunum utan við ákvarðanirnar – eða telji sína eigin hagsmuni fara saman við hagsmuni heildarinnar.Alltof vel inni í málunum Þetta á við um Pál Jóhann Pálsson, þingmann Framsóknarflokksins, og aðkomu hans að lagasetningu um sjávarútvegsmál og kvótasetningu. Hann hefur sértæka hagsmuni af málinu og því er hætta á því að almannahagur sé ekki hafður að leiðarljósi í ákvörðunum sem hann á þátt í að taka. Það á ekki að vera undir hans eigin mati komið hvort sú hætta sé fyrir hendi. Hér á að ráða almenn regla. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni. Verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun á makrílkvóta að lögum mun fyrirtæki sem skráð er á eiginkonu Páls fá fimmtíu milljóna makrílkvóta. Umrætt útgerðarfélag var stofnað af Páli árið 2002 og hann var þar stjórnarformaður til ársins 2013, þegar eiginkona hans tók við stjórnarformennsku. Páll á sæti í atvinnuveganefnd Alþingis og fram hefur komið að hann telur sig ekki vanhæfan til að fjalla um frumvarpið á þeim vettvangi. Augljóst er að hann telur að „vanhæfni“ sé teygjanlegt hugtak og undir sér komið að meta hana. Hann virðist kjósa að túlka hugtakið svo að það vísi til þess að hann hafi ekki þekkingu á málaflokknum eða kunni ekki til verka. Því fer auðvitað fjarri. Hann er alltof vel inni í málunum. Það er áhyggjuefni að þingmaður á Alþingi Íslendinga skuli ekki átta sig á þessu. Það er áhyggjuefni að Alþingi Íslendinga skuli ekki hafa sett sér skýrar reglur um hagsmunaárekstra – ekki síst þegar haft er í huga að hrunið varð ekki síst af völdum samtvinnunar á peningavaldi og löggjafarvaldi. Og það er áhyggjuefni að útgerðarmaður skuli komast í slíka aðstöðu. Engu er líkara en að litið sé á Alþingi og annan sameiginlegan vettvang þjóðarinnar, þar sem ráðum er ráðið og ákvarðanir teknar, sem nokkurs konar mið fyrir harðsækna sjósóknara að sækja á. Á Alþingi á að sitja fólk sem hefur að leiðarljósi hag heildarinnar, hag samfélagsins – almannaheill. Og þau almennu sjónarmið verða að ríkja við lagasetningu, ekki sjónarmið sem einkennast af skæklatogi og frekju. Sú hugmynd hefur verið innprentuð auðugu fólki hér á landi um nokkurt skeið að hagur þess sé um leið hagur fjöldans; að það sé jafnvel þjóðarhagsmunir að því vegni vel enda smiti slík velgengni út frá sér. Ekkert bendir til þess að þessi kenning eigi við rök að styðjast, og raunar fjölmargt sem sýnir fram á að þessu er einmitt öfugt farið, en fyrir vikið er eins og margir útgerðarmenn standi í þeirri trú að allt muni fara hér til fjandans ef þeir fá ekki allar óskir sínar uppfylltar. Það er auðvitað ekki svo. Og Páll Jóhann þarf að átta sig á því að það eru ekki endilega hagsmunir almennings að fyrirtæki þeirra hjóna fái fimmtíu milljóna makrílkvóta. Vera má að verðandi þingmenn þyrftu að fara á námskeið í siðfræði þar sem útskýrðar væru fyrir þeim ýmsar grundvallarreglur sem þarf að hafa í heiðri í því mikilsverða starfi sem þeir hafa tekist á hendur. Að bæta kjör – sín… Margt fólk kaus Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum í góðri trú. Þessir kjósendur töldu að með atkvæði sínu væru þeir að bæta lífskjör sín. Þeir töldu sig vera að kjósa betri lánakjör, leiðréttingu á forsendubresti, afnám verðtryggingar sem gerir skuldabyrði því þyngri sem meira er af henni greitt. Þessi kjósendur töldu sig vera að velja fólk sem væri reiðubúið að „standa í lappirnar“ gagnvart „erlendum kröfuhöfum“; spekúlöntum og vörgum af því tagi sem hér riðu húsum fyrir hrun og eignuðust þrotabú bankanna á slikk og hugðust nú græða ógrynni fjár á ógæfu Íslendinga. Og svo framvegis. Efndir Framsóknarflokksins hafa verið því stórkostlegri í orði í ræðum forsætisráðherra, sem þær hafa verið lítilfjörlegri á borði. Sífellt betur kemur í ljós að kerfisvandi íslenskra efnahagsmála er djúptækari en svo að peningatilfærslur úr ríkissjóði í vasa húsnæðisskuldara breyti ýkja miklu, ekki síst þegar verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar sem nemur „leiðréttingunni“; og afnám verðtryggingar virðist heldur ekki á dagskrá, enda verðtryggingin sem slík kannski fyrst og fremst afleiðing og birtingarmynd vandans sem er smæð gjaldmiðilsins, sem ríkisstjórnin hefur útilokað að hróflað verði við með slitum sínum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Framsóknarflokkurinn stendur vörð um gallað kerfi en reynir að berja í brestina. Og hafa hátt á meðan. Fólk kaus Framsókn til að bæta kjör sín. Sá böggull fylgdi skammrifi að á Alþingi settust menn eins og Páll Jóhann og hófu að bæta kjör – ekki almennings – heldur sín.Grein Guðmundar Andra átti að birtast í blaði gærdagsins. Lesendur er beðnir velvirðingar á þessu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun