Laxasteik og laxaborgari með frönskum sætkartöflum Eva Laufey Kjaran skrifar 15. maí 2015 13:00 Laxasteik Ofnbakaður lax í hnetuhjúpi Hollur og góður kostur t.d. í matarboð eða bara hversdags. Berið gjarnan fram með bökuðum kartöflum og jógúrtdressingu.1 laxaflakgróft sjávarsaltnýmalaður svartur piparhunangs-dijonsinnepHnetuhjúpur100 g hnetur, t.d. hesli- og pekanhnetur4 msk. brauðraspsteinseljabörkur af einni sítrónu1 msk. olía2 hvítlauksrif, fínt rifinsjávarsalt1 Hitið ofninn í 180°C.2 Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á pappírsklædda bökunarplötu.3 Kryddið laxinn til með salti og pipar og penslið sinnepinu yfir hann. Dreifið hnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með höndunum, þannig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mínútur. Takið þá laxinn út úr ofninum og látið hann standa í 5 mínútur áður en þið berið hann fram en þannig eldast hann aðeins lengur. Jógúrtdressing 2 dl grískt jógúrt 1 hvítlauksgeiri 1 msk. hunangs-dijonsinnep smátt söxuð steinselja salt og pipar Blandið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar. matur Laxaborgari með dillsósu og franskar sætkartöflur 350 g ferskur lax, beinhreinsaður 1 egg 2 msk. sojasósa 1 tsk. rifið engifer 1 rautt chili 2-3 dl brauðrasp Salt og nýmalaður pipar 150 g sesamfræ til að hjúpa með 1 Saxið laxinn niður með hníf og setjið í skál. 2 Blandið hinum hráefnunum saman við og mótið í fjóra laxaborgara. 3 Veltið borgurunum upp úr sesamfræjum og steikið við miðlungshita í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið. Dillsósa Hnefafylli dill, saxað Börkur og safi úr einni límónu 2 dl majónes salt og svartur pipar Maukið saman í matvinnsluvél eða með skeið. Franskar sætkartöflur Sætar kartöflur eru ansi bragðgóðar. Þær passa við hvaða máltíð sem er, þær innihalda minni sykur en venjulegar kartöflur og eru stútfullar af C-vítamíni og trefjum. Mér finnst gott að sjóða þær, steikja þær, grilla þær og baka þær í ofni eins og ég ætla að gera núna. Sætar kartöflur skornar í aflangar sneiðar eins og franskar kartöflur. Þeim er svo velt upp úr ólífuolíu, maldonsalti, grófum pipar og góðri kryddjurtablöndu, til dæmis Best á allt frá Pottagöldrum. Kartöflurnar bakaðar við 220 gráður í um 30 mínútur. Eva Laufey Hamborgarar Lax Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Ofnbakaður lax í hnetuhjúpi Hollur og góður kostur t.d. í matarboð eða bara hversdags. Berið gjarnan fram með bökuðum kartöflum og jógúrtdressingu.1 laxaflakgróft sjávarsaltnýmalaður svartur piparhunangs-dijonsinnepHnetuhjúpur100 g hnetur, t.d. hesli- og pekanhnetur4 msk. brauðraspsteinseljabörkur af einni sítrónu1 msk. olía2 hvítlauksrif, fínt rifinsjávarsalt1 Hitið ofninn í 180°C.2 Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á pappírsklædda bökunarplötu.3 Kryddið laxinn til með salti og pipar og penslið sinnepinu yfir hann. Dreifið hnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með höndunum, þannig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mínútur. Takið þá laxinn út úr ofninum og látið hann standa í 5 mínútur áður en þið berið hann fram en þannig eldast hann aðeins lengur. Jógúrtdressing 2 dl grískt jógúrt 1 hvítlauksgeiri 1 msk. hunangs-dijonsinnep smátt söxuð steinselja salt og pipar Blandið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar. matur Laxaborgari með dillsósu og franskar sætkartöflur 350 g ferskur lax, beinhreinsaður 1 egg 2 msk. sojasósa 1 tsk. rifið engifer 1 rautt chili 2-3 dl brauðrasp Salt og nýmalaður pipar 150 g sesamfræ til að hjúpa með 1 Saxið laxinn niður með hníf og setjið í skál. 2 Blandið hinum hráefnunum saman við og mótið í fjóra laxaborgara. 3 Veltið borgurunum upp úr sesamfræjum og steikið við miðlungshita í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið. Dillsósa Hnefafylli dill, saxað Börkur og safi úr einni límónu 2 dl majónes salt og svartur pipar Maukið saman í matvinnsluvél eða með skeið. Franskar sætkartöflur Sætar kartöflur eru ansi bragðgóðar. Þær passa við hvaða máltíð sem er, þær innihalda minni sykur en venjulegar kartöflur og eru stútfullar af C-vítamíni og trefjum. Mér finnst gott að sjóða þær, steikja þær, grilla þær og baka þær í ofni eins og ég ætla að gera núna. Sætar kartöflur skornar í aflangar sneiðar eins og franskar kartöflur. Þeim er svo velt upp úr ólífuolíu, maldonsalti, grófum pipar og góðri kryddjurtablöndu, til dæmis Best á allt frá Pottagöldrum. Kartöflurnar bakaðar við 220 gráður í um 30 mínútur.
Eva Laufey Hamborgarar Lax Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira