Þegar Óðinn hermaður fór um Evrópu Illugi Jökulsson skrifar 24. maí 2015 10:00 Einn góðan veðurdag í Reykholti, laust fyrir miðja þrettándu öld, þá settist Snorri Sturluson að nýverkuðu kálfskinni, mundaði fjaðurpennann og skrifaði svo: „Kringla heimsins, sú er mannfólkið byggir, er mjög vogskorin. Ganga höf stór úr útsjánum inn í jörðina … [N]orðan að Svartahafi gengur Svíþjóð hin mikla eða hin kalda … Úr norðri frá fjöllum þeim er fyrir utan eru byggð alla fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanaís. Hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl. Hún kemur til sjávar inn í Svartahaf … Heitir fyrir austan Asía en fyrir vestan Evrópa. – Fyrir austan Tanakvísl í Asíu var kallað Ásaland eða Ásaheimur en höfuðborgin, er í var landinu, kölluðu þeir Ásgarð. En í borginni var höfðingi sá er Óðinn var kallaður. Óðinn var hermaður mikill og mjög víðförull og eignaðist mörg ríki.“ Og hélt svo Snorri áfram í þessum dúr næstu daga og vikur, sagði frá því að „í þann tíma fóru Rómverjahöfðingjar víða um heiminn og brutu undir sig allan heiminn en margir höfðingjar flýðu fyrir þeim ófriði“ og þar á meðal höfðinginn Óðinn sem fór með sína ætt norður í lönd um Þýskaland og Danmörku og svo enn norður til þeirrar Svíþjóðar sem við þekkjum nú, en þar staðnæmdist hópurinn og settist að. „En fyrir því að Óðinn var forspár og fjölkunnugur þá vissi hann að hans afkvæmi mundi um norðurálfu heimsins byggja.“„Verið vegfarendur“ Og skrifaði svo Snorri enn lengi og vel, og var hér komin Heimskringla, þar sem greint er frá konungsætt Noregs en ætt hennar sem sé rakin til Svíþjóðar og hins mikla Óðins sem kom langt sunnan úr löndum og var að endingu talinn goðumlíkur af afkomendum sínum, nei, ekki goðumlíkur, heldur sjálfur guð. Nú held ég sé langt síðan hvarflaði að nokkrum manni að taka þetta upphaf Heimskringlu hátíðlega. Hvaða rugl væri það líka að einhver nafngreindur höfðingi hefði leitt fólk sitt til hinna helstil harðbýlu Norðurlanda alla leið sunnan frá Svartahafsströndum Rússlands (Svíþjóðar hinnar miklu) eða jafnvel enn sunnar að, frá Tyrklandi, því það má lesa út úr Gylfaginningu sem Snorri skrifaði líka að upphaflega hafi Óðinn þessi kappi búið í næsta nágrenni við Trójuborg? Nei, hvaða fádæmaferðalag væri það? En þarf sagan af þessu ferðalagi endilega að vera algjör tilbúningur? Jesús sagði: „Verið vegfarendur.“ Og eins og flest það sem haft er eftir meistaranum frá Nasaret er þessi brýning byggð á langri reynslu af mannkyninu og náttúrulegu eðli þess. Að gera öðrum það sem þér vilduð að aðrir menn gerðu yður, það var til dæmis ekki ný hugsun hjá Jesú þótt hann orðaði hana allra manna skýrast; samskonar boðorð höfðu víða verið á kreiki, og lengi. Og það var líka mála sannast að sú hvöt er afar djúp í mannssálinni að vera vegfarendur, langa í ferðalag, gá hvað er bak við næsta leiti, kanna hvort grasið sé í rauninni grænna hinum megin við ána. Fyrir nokkrum vikum fjallaði ég um þessa þrá mannsins til að vera vegfarendur í grein sem snerist um fyrsta hóp homo sapiens sem lagði upp frá Afríku fyrir 70.000 árum eða þar um bil, og þótt leiðirnar lægju um frjósöm og blómleg lönd þar sem gnægð var veiðidýra og nóg að bíta og brenna, þá hélt hópurinn sífellt áfram í 20 þúsund ár þangað til ekki varð lengra komist og hann var lentur á heldur hrjóstrugu flæmi Ástralíu. Annað merkilegt dæmi má nefna: Fyrir ekki nema 18 þúsund árum eða þar um bil stigu menn fyrst fæti á Ameríku og komu frá Asíu yfir Beringssund. Og þeir fóru um frjósamar sléttur miðríkja Bandaríkjanna og um sólríkar strendur Kaliforníu og um Mexíkó og Mið-Ameríkulönd þar sem ekki þarf nema að reka græðling í jörð til að upp spretti á svipstundu fullvaxta jurt og alltaf nóg af veiðibráð í þá daga, og menn fóru svo um sjálft lunga jarðarinnar, hið fagra svæði Amazón-fljóts, en einhvern veginn nægði þetta ekki hluta hópsins. Hann vildi alltaf halda lengra og þegar fyrir 12 þúsund árum – eftir ekki nema 5-6 þúsund ára ferðalag – þá var komin mannabyggð á Eldlandi, syðsta hjara Suður-Ameríku. Þar er gróðursnautt og þrútið loft og þungur sjór og þokudrungað vor. Til lítils höfðu menn farið um hin fögru héruð á suðurleiðinni að menn skyldu svo byggja útsker þetta.Óðinn. Kappi mikill sem í minningunni varð guð?Er um einhvern leyndardóm að ræða? Hin eina skýring sem sjáanleg er, hún er þessi sem Jesús brýndi svo fyrir mönnum seinna að gleyma ekki: Að þeir eru ferðalangar, vegfarendur, í eðli sínu. Og í því felst líka djúpstæð forvitni um hvaðan við erum komin. Jafnvel sá sem hefur búið alla sína ævi undir sama fjallinu, hann er spurður: „Hvaðan ertu?“ Því við vitum innst inni að við erum sífellt á ferðalagi. Og vissi Snorri það? Var það þess vegna sem honum fannst brýnt að skrifa upp fortíð og ferðalög fyrir bæði þá konungsætt og þann goðaheim, sem hann fjallaði um í verkum sínum? Hvort tveggja hlaut að vera komið einhvers staðar og hafa lagt að baki heilmikið ferðalag. Það er gaman að segja frá því að í nýlegri bók, The Origin of the Scandinavians, þar er Snorri Sturluson vissulega tekinn hátíðlega. Og ýmsar aðrar fornar heimildir líka, sem ekki hefur verið í tísku um skeið að taka mikið mark á. Bókin kom út hér á landi á útmánuðum, þótt á ensku sé, og það er reyndar forlag sem ég vinn sjálfur hjá sem gaf hana út en í vissu þess að þessi bók er sannarlega ekki í samkeppni við neina aðra bók á markaðnum nú, þá leyfi ég mér að vekja á henni athygli. Því hún er samin af eldmóði, það er óhætt að segja. Höfundur heitir William B. Williams, bandarískur kaupsýslumaður sem settist laust fyrir miðjan aldur í helgan stein og hefur síðan flakkað um heiminn og forvitnast um allt mögulegt; sannkallaður vegfarandi sem sagt. Í bókinni leitast hann við að leysa þann „leyndardóm“ eins og hann kemst að orði hvaðan Norðurlandabúar komu. Sú spurning kann við fyrstu sýn að virðast nokkuð einkennileg, jafnvel óþörf. Ísöld lauk á norðurslóðum fyrir eitthvað um tíu þúsund árum og þá fór fólk að setjast þar að þótt enn væri ansi hrjóstrugt í norðrinu, og maður skyldi ætla að lífsbaráttan hafi verið auðveldari sunnar í álfunni, en nei, hvötin til að leggjast í ferðalög varð öllu yfirsterkari og steinaldarmenn settust að á Norðurlöndum rétt eins og á Eldlandinu, svo reis þar bronsöld og tíminn leið og brátt var komið fram á þá tíma sem ritaðar heimildir ná til. Var það ekki bara svona? Fólk kom snemma og hefur haldið kyrru fyrir síðan. Reyndar ekki. Einhvern tíma snemma á bronsöld þá kólnaði til dæmis loftslag á Norðurlöndum helstil skarpt. Þar hafði verið hlýtt sem við Miðjarðarhafið, en þegar kólnaði fluttist fólk í stórhópum suður í Mið-Evrópu. Það segja fornleifar. Og laust fyrir árið 100 fyrir Krist, þá tóku tvær heilar þjóðir sig upp frá Danmörku og fluttust suður með manni og mús, Kimbrar og Tevtónar, þeir voru Rómverjum mikil ógn áður en þeir voru að velli lagðir. Og Húnar, ættaðir einhvers staðar úr Mið-Asíu, voru allt í einu komnir alla leið vestur til Frakklands og hröktu á undan sér fjölda óttasleginna germanskra þjóða. Svo við skulum aldrei vanmeta þörf, eða hreinlega löngun, heilu hópanna og jafnvel heilla þjóða til að leggja land undir fót. Og þau ferðalög má sum vel kalla leyndardóma.Yfir höfuðsvörðum Rómar Þótt Williams styðji kenningar sínar miklum lestri á fornum heimildum, rómverskum fornaldarritum í viðbót við Snorra Sturluson og margt annað, þá veit ég ekki hvort það mun duga til að sannfæra fræðimannasamfélagið um að full ástæða sé til að lesa Heimskringlu bókstaflegar en gert hefur verið um skeið. En í ljósi þeirrar hvatar mannsins að vera á faraldsfæti, þá er vissulega í sjálfu sér ekkert óhugsandi við það ferðalag sem hann lýsir. Það óvæntasta við kenningar Bandaríkjamannsins um uppruna norrænna manna er að hann skuli finna merki forfeðra vorra svo langt aftur í öldum sem raun er á. Því hann telur sig hafa þefað þá uppi fyrst í Þrakíu fyrir óralöngu og svo í landi hinna dularfullu Hittíta sem áttu eitt mesta stórveldi heimsins um árið 1600 fyrir Krist. Sú þjóð atti mjög kappi við Egifta hina eldfornu en gufaði svo upp úr sögunni nær hljóðalaust. Williams álítur að seinna hafi forfeður norrænna manna hrakist aftur til Evrópu undan Persum og þá til Rússlands, og þar hafi Óðinn fæðst, sá mikli höfðingi sem að lyktum leiddi þjóð sína til Þýskalands á fyrstu öld fyrir Krist, en þaðan norður til Danmerkur enda líklega enn tómlegt þar um að litast síðan Kimbrar og Tevtónar hurfu á braut en Rómverjar undir forystu hins freka Caesars byrjaðir að sækja norður Frakkland og voru slæmir nágrannar. Í Danmörku hafi Óðinn stofnað Óðinsvé, rétt eins og Snorri segir, en endað svo í Uppsölum í Svíþjóð. Bæði í Rússlandi og Þýskalandi hafi hins vegar orðið eftir öflugir flokkar Óðinsmanna sem seinna hafi svo sótt gráir fyrir járnum inn í Evrópu, einmitt hrakist á flótta undan Húnum – þær germönsku þjóðir, þá vegfarendur, sem að lyktum stóðu yfir höfuðsvörðum Rómar. Flækjusaga Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Einn góðan veðurdag í Reykholti, laust fyrir miðja þrettándu öld, þá settist Snorri Sturluson að nýverkuðu kálfskinni, mundaði fjaðurpennann og skrifaði svo: „Kringla heimsins, sú er mannfólkið byggir, er mjög vogskorin. Ganga höf stór úr útsjánum inn í jörðina … [N]orðan að Svartahafi gengur Svíþjóð hin mikla eða hin kalda … Úr norðri frá fjöllum þeim er fyrir utan eru byggð alla fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanaís. Hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl. Hún kemur til sjávar inn í Svartahaf … Heitir fyrir austan Asía en fyrir vestan Evrópa. – Fyrir austan Tanakvísl í Asíu var kallað Ásaland eða Ásaheimur en höfuðborgin, er í var landinu, kölluðu þeir Ásgarð. En í borginni var höfðingi sá er Óðinn var kallaður. Óðinn var hermaður mikill og mjög víðförull og eignaðist mörg ríki.“ Og hélt svo Snorri áfram í þessum dúr næstu daga og vikur, sagði frá því að „í þann tíma fóru Rómverjahöfðingjar víða um heiminn og brutu undir sig allan heiminn en margir höfðingjar flýðu fyrir þeim ófriði“ og þar á meðal höfðinginn Óðinn sem fór með sína ætt norður í lönd um Þýskaland og Danmörku og svo enn norður til þeirrar Svíþjóðar sem við þekkjum nú, en þar staðnæmdist hópurinn og settist að. „En fyrir því að Óðinn var forspár og fjölkunnugur þá vissi hann að hans afkvæmi mundi um norðurálfu heimsins byggja.“„Verið vegfarendur“ Og skrifaði svo Snorri enn lengi og vel, og var hér komin Heimskringla, þar sem greint er frá konungsætt Noregs en ætt hennar sem sé rakin til Svíþjóðar og hins mikla Óðins sem kom langt sunnan úr löndum og var að endingu talinn goðumlíkur af afkomendum sínum, nei, ekki goðumlíkur, heldur sjálfur guð. Nú held ég sé langt síðan hvarflaði að nokkrum manni að taka þetta upphaf Heimskringlu hátíðlega. Hvaða rugl væri það líka að einhver nafngreindur höfðingi hefði leitt fólk sitt til hinna helstil harðbýlu Norðurlanda alla leið sunnan frá Svartahafsströndum Rússlands (Svíþjóðar hinnar miklu) eða jafnvel enn sunnar að, frá Tyrklandi, því það má lesa út úr Gylfaginningu sem Snorri skrifaði líka að upphaflega hafi Óðinn þessi kappi búið í næsta nágrenni við Trójuborg? Nei, hvaða fádæmaferðalag væri það? En þarf sagan af þessu ferðalagi endilega að vera algjör tilbúningur? Jesús sagði: „Verið vegfarendur.“ Og eins og flest það sem haft er eftir meistaranum frá Nasaret er þessi brýning byggð á langri reynslu af mannkyninu og náttúrulegu eðli þess. Að gera öðrum það sem þér vilduð að aðrir menn gerðu yður, það var til dæmis ekki ný hugsun hjá Jesú þótt hann orðaði hana allra manna skýrast; samskonar boðorð höfðu víða verið á kreiki, og lengi. Og það var líka mála sannast að sú hvöt er afar djúp í mannssálinni að vera vegfarendur, langa í ferðalag, gá hvað er bak við næsta leiti, kanna hvort grasið sé í rauninni grænna hinum megin við ána. Fyrir nokkrum vikum fjallaði ég um þessa þrá mannsins til að vera vegfarendur í grein sem snerist um fyrsta hóp homo sapiens sem lagði upp frá Afríku fyrir 70.000 árum eða þar um bil, og þótt leiðirnar lægju um frjósöm og blómleg lönd þar sem gnægð var veiðidýra og nóg að bíta og brenna, þá hélt hópurinn sífellt áfram í 20 þúsund ár þangað til ekki varð lengra komist og hann var lentur á heldur hrjóstrugu flæmi Ástralíu. Annað merkilegt dæmi má nefna: Fyrir ekki nema 18 þúsund árum eða þar um bil stigu menn fyrst fæti á Ameríku og komu frá Asíu yfir Beringssund. Og þeir fóru um frjósamar sléttur miðríkja Bandaríkjanna og um sólríkar strendur Kaliforníu og um Mexíkó og Mið-Ameríkulönd þar sem ekki þarf nema að reka græðling í jörð til að upp spretti á svipstundu fullvaxta jurt og alltaf nóg af veiðibráð í þá daga, og menn fóru svo um sjálft lunga jarðarinnar, hið fagra svæði Amazón-fljóts, en einhvern veginn nægði þetta ekki hluta hópsins. Hann vildi alltaf halda lengra og þegar fyrir 12 þúsund árum – eftir ekki nema 5-6 þúsund ára ferðalag – þá var komin mannabyggð á Eldlandi, syðsta hjara Suður-Ameríku. Þar er gróðursnautt og þrútið loft og þungur sjór og þokudrungað vor. Til lítils höfðu menn farið um hin fögru héruð á suðurleiðinni að menn skyldu svo byggja útsker þetta.Óðinn. Kappi mikill sem í minningunni varð guð?Er um einhvern leyndardóm að ræða? Hin eina skýring sem sjáanleg er, hún er þessi sem Jesús brýndi svo fyrir mönnum seinna að gleyma ekki: Að þeir eru ferðalangar, vegfarendur, í eðli sínu. Og í því felst líka djúpstæð forvitni um hvaðan við erum komin. Jafnvel sá sem hefur búið alla sína ævi undir sama fjallinu, hann er spurður: „Hvaðan ertu?“ Því við vitum innst inni að við erum sífellt á ferðalagi. Og vissi Snorri það? Var það þess vegna sem honum fannst brýnt að skrifa upp fortíð og ferðalög fyrir bæði þá konungsætt og þann goðaheim, sem hann fjallaði um í verkum sínum? Hvort tveggja hlaut að vera komið einhvers staðar og hafa lagt að baki heilmikið ferðalag. Það er gaman að segja frá því að í nýlegri bók, The Origin of the Scandinavians, þar er Snorri Sturluson vissulega tekinn hátíðlega. Og ýmsar aðrar fornar heimildir líka, sem ekki hefur verið í tísku um skeið að taka mikið mark á. Bókin kom út hér á landi á útmánuðum, þótt á ensku sé, og það er reyndar forlag sem ég vinn sjálfur hjá sem gaf hana út en í vissu þess að þessi bók er sannarlega ekki í samkeppni við neina aðra bók á markaðnum nú, þá leyfi ég mér að vekja á henni athygli. Því hún er samin af eldmóði, það er óhætt að segja. Höfundur heitir William B. Williams, bandarískur kaupsýslumaður sem settist laust fyrir miðjan aldur í helgan stein og hefur síðan flakkað um heiminn og forvitnast um allt mögulegt; sannkallaður vegfarandi sem sagt. Í bókinni leitast hann við að leysa þann „leyndardóm“ eins og hann kemst að orði hvaðan Norðurlandabúar komu. Sú spurning kann við fyrstu sýn að virðast nokkuð einkennileg, jafnvel óþörf. Ísöld lauk á norðurslóðum fyrir eitthvað um tíu þúsund árum og þá fór fólk að setjast þar að þótt enn væri ansi hrjóstrugt í norðrinu, og maður skyldi ætla að lífsbaráttan hafi verið auðveldari sunnar í álfunni, en nei, hvötin til að leggjast í ferðalög varð öllu yfirsterkari og steinaldarmenn settust að á Norðurlöndum rétt eins og á Eldlandinu, svo reis þar bronsöld og tíminn leið og brátt var komið fram á þá tíma sem ritaðar heimildir ná til. Var það ekki bara svona? Fólk kom snemma og hefur haldið kyrru fyrir síðan. Reyndar ekki. Einhvern tíma snemma á bronsöld þá kólnaði til dæmis loftslag á Norðurlöndum helstil skarpt. Þar hafði verið hlýtt sem við Miðjarðarhafið, en þegar kólnaði fluttist fólk í stórhópum suður í Mið-Evrópu. Það segja fornleifar. Og laust fyrir árið 100 fyrir Krist, þá tóku tvær heilar þjóðir sig upp frá Danmörku og fluttust suður með manni og mús, Kimbrar og Tevtónar, þeir voru Rómverjum mikil ógn áður en þeir voru að velli lagðir. Og Húnar, ættaðir einhvers staðar úr Mið-Asíu, voru allt í einu komnir alla leið vestur til Frakklands og hröktu á undan sér fjölda óttasleginna germanskra þjóða. Svo við skulum aldrei vanmeta þörf, eða hreinlega löngun, heilu hópanna og jafnvel heilla þjóða til að leggja land undir fót. Og þau ferðalög má sum vel kalla leyndardóma.Yfir höfuðsvörðum Rómar Þótt Williams styðji kenningar sínar miklum lestri á fornum heimildum, rómverskum fornaldarritum í viðbót við Snorra Sturluson og margt annað, þá veit ég ekki hvort það mun duga til að sannfæra fræðimannasamfélagið um að full ástæða sé til að lesa Heimskringlu bókstaflegar en gert hefur verið um skeið. En í ljósi þeirrar hvatar mannsins að vera á faraldsfæti, þá er vissulega í sjálfu sér ekkert óhugsandi við það ferðalag sem hann lýsir. Það óvæntasta við kenningar Bandaríkjamannsins um uppruna norrænna manna er að hann skuli finna merki forfeðra vorra svo langt aftur í öldum sem raun er á. Því hann telur sig hafa þefað þá uppi fyrst í Þrakíu fyrir óralöngu og svo í landi hinna dularfullu Hittíta sem áttu eitt mesta stórveldi heimsins um árið 1600 fyrir Krist. Sú þjóð atti mjög kappi við Egifta hina eldfornu en gufaði svo upp úr sögunni nær hljóðalaust. Williams álítur að seinna hafi forfeður norrænna manna hrakist aftur til Evrópu undan Persum og þá til Rússlands, og þar hafi Óðinn fæðst, sá mikli höfðingi sem að lyktum leiddi þjóð sína til Þýskalands á fyrstu öld fyrir Krist, en þaðan norður til Danmerkur enda líklega enn tómlegt þar um að litast síðan Kimbrar og Tevtónar hurfu á braut en Rómverjar undir forystu hins freka Caesars byrjaðir að sækja norður Frakkland og voru slæmir nágrannar. Í Danmörku hafi Óðinn stofnað Óðinsvé, rétt eins og Snorri segir, en endað svo í Uppsölum í Svíþjóð. Bæði í Rússlandi og Þýskalandi hafi hins vegar orðið eftir öflugir flokkar Óðinsmanna sem seinna hafi svo sótt gráir fyrir járnum inn í Evrópu, einmitt hrakist á flótta undan Húnum – þær germönsku þjóðir, þá vegfarendur, sem að lyktum stóðu yfir höfuðsvörðum Rómar.
Flækjusaga Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira