Á ekki að fara að koma með eitt? Birta Björnsdóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Íslandsmetið í ókurteisi án atrennu er slegið mjög reglulega hér á landi. Vettvangur Íslandsmetanna er oftar en ekki fjölskylduboð, veislur og barnaafmæli en metin geta þó verið slegin nánast hvar sem er; á förnum vegi, í sundi, á Stjörnutorgi eða á Alþingi. Og hvernig falla svo þessi met svona víða um borg og bæ með svo reglulegum hætti? Jú, með því að heimsins indælasta fólk telur sig vera í fullum rétti til að yfirheyra fólk um þá staðreynd að það eigi ekki börn. Þetta geta verið vinalegar athugasemdir þegar barn er á staðnum. Þá eru barnlausar konur oftar en ekki sakaðar um bjölluhljóm í eggjastokkunum, sem mín greinilega daufu eyru hafa aldrei heyrt. Þá er ég ekki viss um að barnlausar konur hafi haldið á smábarni öðruvísi en að fá að heyra að „þetta fari henni vel“ eða að „hún sé að æfa sig“ þar til komi að þessu í hennar lífi. Þá eru ótaldir þeir samborgarar sem spyrja hreint út hvort „það eigi ekki að fara að koma með eitt?“ Ástæður fyrir barnleysi geta verið ótalmargar. Í sumum samböndum langar annan aðilann til að fjölga mannkyninu á meðan hinn aðilinn vill það ekki. Hjá öðrum pörum er það hreint ekki á stefnuskránni að eignast börn. Þá er ótalinn sá hópur fólks sem glímir við ófrjósemi, með öllu því hugarangri sem því fylgir. Fólk á förnum vegi og fjarskyldir ættingjar geta allavega sveiað sér upp á að hver sú sem ástæðan er þá kemur hún þeim ekki við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birta Björnsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Íslandsmetið í ókurteisi án atrennu er slegið mjög reglulega hér á landi. Vettvangur Íslandsmetanna er oftar en ekki fjölskylduboð, veislur og barnaafmæli en metin geta þó verið slegin nánast hvar sem er; á förnum vegi, í sundi, á Stjörnutorgi eða á Alþingi. Og hvernig falla svo þessi met svona víða um borg og bæ með svo reglulegum hætti? Jú, með því að heimsins indælasta fólk telur sig vera í fullum rétti til að yfirheyra fólk um þá staðreynd að það eigi ekki börn. Þetta geta verið vinalegar athugasemdir þegar barn er á staðnum. Þá eru barnlausar konur oftar en ekki sakaðar um bjölluhljóm í eggjastokkunum, sem mín greinilega daufu eyru hafa aldrei heyrt. Þá er ég ekki viss um að barnlausar konur hafi haldið á smábarni öðruvísi en að fá að heyra að „þetta fari henni vel“ eða að „hún sé að æfa sig“ þar til komi að þessu í hennar lífi. Þá eru ótaldir þeir samborgarar sem spyrja hreint út hvort „það eigi ekki að fara að koma með eitt?“ Ástæður fyrir barnleysi geta verið ótalmargar. Í sumum samböndum langar annan aðilann til að fjölga mannkyninu á meðan hinn aðilinn vill það ekki. Hjá öðrum pörum er það hreint ekki á stefnuskránni að eignast börn. Þá er ótalinn sá hópur fólks sem glímir við ófrjósemi, með öllu því hugarangri sem því fylgir. Fólk á förnum vegi og fjarskyldir ættingjar geta allavega sveiað sér upp á að hver sú sem ástæðan er þá kemur hún þeim ekki við.