Stækkum griðasvæði hvala Sóley Tómasdóttir skrifar 28. maí 2015 07:00 Langflestir ferðamenn koma hingað til lands til að skoða og upplifa íslenska náttúru. Flestir koma við í Reykjavík til lengri eða skemmri tíma, enda má hér njóta fjölbreyttra menningarviðburða, skoða söfn og byggingar, kaupa íslenska hönnun og borða á fyrsta flokks veitingastöðum. Þess utan er skammt í stórkostlega náttúru, fjöll og fjöru og sjóinn sjálfan. Reykjavík er eina höfuðborg heims sem býður upp á hvalaskoðunarferðir. Hvalaskoðunin hefur verið að vaxa og dafna í gömlu höfninni í Reykjavík. Hún er gríðarmikilvæg fyrir borgarlífið, höfnina og miðborgina, þar sem erlendir ferðamenn staldra lengur við en áður, þar er meira líf og fjölbreyttari viðskipti. Hvalaskoðun er ein vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna hér á landi, aðeins Bláa lónið er stærra á landsvísu. Það er bagalegt að á sama stað og þessi blómlega þjónusta er starfrækt séu hvalveiðibátar á hrefnuveiðum og það yfir mesta ferðamannatímann. Rúmlega 500 hrefnur hafa verið veiddar á Faxaflóa frá því hvalveiðar hófust á ný við Íslandsstrendur, í umtalsverðri andstöðu við náttúru- og dýraverndunarsamtök. Hvalveiðar og hvalaskoðun fer illa saman. Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja segir æ erfiðara að nálgast hrefnuna, hún sé styggari og minna af henni á svæðinu en áður. Hrefnuveiðimenn hafa tekið undir þetta, þótt þeir kenni öðru en veiðum um. Reykjavík hefur einsett sér að taka vel á móti ferðamönnum sem hingað koma. Við reynum að styrkja innviði og skapa grunn fyrir blómlega þjónustu, menningu og fjölbreytt mannlíf. Fulltrúar allra flokka hafa ítrekað lýst yfir eindregnum vilja til stækkunar griðasvæðis hvala á Faxaflóa, nú síðast með sameiginlegri ályktun sem samþykkt var í borgarstjórn í desember sl. þar sem skorað var á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið. Griðasvæði hafa sýnt sig vera áhrifaríka leið til að tryggja vöxt og viðgang ábyrgrar hvalaskoðunar og hafa veitt hvölum og höfrungum mikilvæga vernd um allan heim frá því það fyrsta var sett á laggirnar í Glacier-flóa í Alaska árið 1925. Fleiri slík svæði hafa reynst vel, s.s. Ligurian-svæðið í Miðjarðarhafinu sem stofnað var árið 1994. Nú þegar hvalveiðitímabilið er að hefjast, á sama tíma og ferðamönnum fjölgar ört, er brýnt að árétta þessa ályktun borgarstjórnar. Ég hvet atvinnuvegaráðherra til að stækka griðasvæðið og taka þannig tillit til hvalaskoðunarinnar sem og þeirra sáttmála sem Ísland á aðild að til að tryggja dýravernd og dýravelferð. Þar fara hagsmunir hvala og manna saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Langflestir ferðamenn koma hingað til lands til að skoða og upplifa íslenska náttúru. Flestir koma við í Reykjavík til lengri eða skemmri tíma, enda má hér njóta fjölbreyttra menningarviðburða, skoða söfn og byggingar, kaupa íslenska hönnun og borða á fyrsta flokks veitingastöðum. Þess utan er skammt í stórkostlega náttúru, fjöll og fjöru og sjóinn sjálfan. Reykjavík er eina höfuðborg heims sem býður upp á hvalaskoðunarferðir. Hvalaskoðunin hefur verið að vaxa og dafna í gömlu höfninni í Reykjavík. Hún er gríðarmikilvæg fyrir borgarlífið, höfnina og miðborgina, þar sem erlendir ferðamenn staldra lengur við en áður, þar er meira líf og fjölbreyttari viðskipti. Hvalaskoðun er ein vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna hér á landi, aðeins Bláa lónið er stærra á landsvísu. Það er bagalegt að á sama stað og þessi blómlega þjónusta er starfrækt séu hvalveiðibátar á hrefnuveiðum og það yfir mesta ferðamannatímann. Rúmlega 500 hrefnur hafa verið veiddar á Faxaflóa frá því hvalveiðar hófust á ný við Íslandsstrendur, í umtalsverðri andstöðu við náttúru- og dýraverndunarsamtök. Hvalveiðar og hvalaskoðun fer illa saman. Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja segir æ erfiðara að nálgast hrefnuna, hún sé styggari og minna af henni á svæðinu en áður. Hrefnuveiðimenn hafa tekið undir þetta, þótt þeir kenni öðru en veiðum um. Reykjavík hefur einsett sér að taka vel á móti ferðamönnum sem hingað koma. Við reynum að styrkja innviði og skapa grunn fyrir blómlega þjónustu, menningu og fjölbreytt mannlíf. Fulltrúar allra flokka hafa ítrekað lýst yfir eindregnum vilja til stækkunar griðasvæðis hvala á Faxaflóa, nú síðast með sameiginlegri ályktun sem samþykkt var í borgarstjórn í desember sl. þar sem skorað var á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið. Griðasvæði hafa sýnt sig vera áhrifaríka leið til að tryggja vöxt og viðgang ábyrgrar hvalaskoðunar og hafa veitt hvölum og höfrungum mikilvæga vernd um allan heim frá því það fyrsta var sett á laggirnar í Glacier-flóa í Alaska árið 1925. Fleiri slík svæði hafa reynst vel, s.s. Ligurian-svæðið í Miðjarðarhafinu sem stofnað var árið 1994. Nú þegar hvalveiðitímabilið er að hefjast, á sama tíma og ferðamönnum fjölgar ört, er brýnt að árétta þessa ályktun borgarstjórnar. Ég hvet atvinnuvegaráðherra til að stækka griðasvæðið og taka þannig tillit til hvalaskoðunarinnar sem og þeirra sáttmála sem Ísland á aðild að til að tryggja dýravernd og dýravelferð. Þar fara hagsmunir hvala og manna saman.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun