Valdníðsla á Alþingi Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir og Róbert Marshall skrifa 2. júní 2015 06:00 Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis s.l. mánudag voru lagðar fram viðamiklar breytingar á svokölluðu flugvallarfrumvarpi. Þar er kveðið á um að skipulagsvaldið yfir flugvellinum í Vatnsmýri sé flutt frá Reykjavíkurborg og til Alþingis. Segja má að ekki sé rétt að kalla þetta breytingar því frumvarpið var í raun endurskrifað. Varla stendur stafur eftir af upphaflega málinu. Í nýju útgáfunni er skipulagsvaldið flutt til innanríkisráðherra í stað Alþingis og það sem meira er, skipulagið er ekki einungis tekið af Reykjavíkurborg, heldur einnig af Akureyrarbæ og Fljótsdalshéraði þar sem millilandaflugvellir eru. Það er þá í höndum ráðherra hverju sinni hvernig þessi sveitarfélög haga skipulagi sínu í tengslum við þessa flugvelli. Málið, sem er allt hið furðulegasta, er flutt af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins án aðkomu þingmanna annarra flokka. Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin. Því er offorsið óskiljanlegt. Með öðrum orðum er um að ræða sérstakt gæluverkefni Framsóknarflokksins sem fáir aðrir virðast hafa áhuga á. Nú bregður svo við að 10 mínútum eftir að ofangreindar breytingar voru lagðar fram á fundi nefndarinnar krefst formaður nefndarinnar, Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson, þess að málið sé afgreitt út úr nefndinni. Þessu mótmæltum við í minnihluta nefndarinnar harðlega og óskuðum eftir því að ofangreind sveitarfélög ásamt Innanríkisráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem fer með skipulagsmálin, fengju að koma fyrir nefndina til að fjalla um þessar róttæku breytingar á málinu. Því höfnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Til að geta afgreitt málið með meirihluta á fundinum sótti formaður nefndarinnar liðsauka í formi þingmanna utan nefndarinnar sem ekki hafa tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Málið fékk því hvorki vandaða umfjöllun né eðlilega afgreiðslu á fundi nefndarinnar. Við vitum að skiptar skoðanir eru á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og þær eru skiptar meðal okkar þriggja. En það er eitt að takast á um staðsetningu flugvallarins og annað að ætla sér að taka skipulagsvaldið af þeim sveitarfélögum sem hýsa flugvelli landsins þar sem innanlandsflug fer saman með millilandafluginu. Með þessu er gengið lengra gegn sjálfákvörðunarrétti sveitarfélaga en dæmi eru um og er fordæmið sem hér yrði gefið verði málið samþykkt áhyggjuefni. Hvar liggja mörkin þegar kemur að umdeildri vegalögn eða línulögn? Til að bæta gráu ofan á svart er þetta svo gert með þeim þjösnaskap sem raun ber vitni, án alls samráðs og án allrar umfjöllunar. Það er í andstöðu við allt sem geta talist vönduð og eðlileg vinnubrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Katrín Júlíusdóttir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis s.l. mánudag voru lagðar fram viðamiklar breytingar á svokölluðu flugvallarfrumvarpi. Þar er kveðið á um að skipulagsvaldið yfir flugvellinum í Vatnsmýri sé flutt frá Reykjavíkurborg og til Alþingis. Segja má að ekki sé rétt að kalla þetta breytingar því frumvarpið var í raun endurskrifað. Varla stendur stafur eftir af upphaflega málinu. Í nýju útgáfunni er skipulagsvaldið flutt til innanríkisráðherra í stað Alþingis og það sem meira er, skipulagið er ekki einungis tekið af Reykjavíkurborg, heldur einnig af Akureyrarbæ og Fljótsdalshéraði þar sem millilandaflugvellir eru. Það er þá í höndum ráðherra hverju sinni hvernig þessi sveitarfélög haga skipulagi sínu í tengslum við þessa flugvelli. Málið, sem er allt hið furðulegasta, er flutt af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins án aðkomu þingmanna annarra flokka. Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin. Því er offorsið óskiljanlegt. Með öðrum orðum er um að ræða sérstakt gæluverkefni Framsóknarflokksins sem fáir aðrir virðast hafa áhuga á. Nú bregður svo við að 10 mínútum eftir að ofangreindar breytingar voru lagðar fram á fundi nefndarinnar krefst formaður nefndarinnar, Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson, þess að málið sé afgreitt út úr nefndinni. Þessu mótmæltum við í minnihluta nefndarinnar harðlega og óskuðum eftir því að ofangreind sveitarfélög ásamt Innanríkisráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem fer með skipulagsmálin, fengju að koma fyrir nefndina til að fjalla um þessar róttæku breytingar á málinu. Því höfnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Til að geta afgreitt málið með meirihluta á fundinum sótti formaður nefndarinnar liðsauka í formi þingmanna utan nefndarinnar sem ekki hafa tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Málið fékk því hvorki vandaða umfjöllun né eðlilega afgreiðslu á fundi nefndarinnar. Við vitum að skiptar skoðanir eru á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og þær eru skiptar meðal okkar þriggja. En það er eitt að takast á um staðsetningu flugvallarins og annað að ætla sér að taka skipulagsvaldið af þeim sveitarfélögum sem hýsa flugvelli landsins þar sem innanlandsflug fer saman með millilandafluginu. Með þessu er gengið lengra gegn sjálfákvörðunarrétti sveitarfélaga en dæmi eru um og er fordæmið sem hér yrði gefið verði málið samþykkt áhyggjuefni. Hvar liggja mörkin þegar kemur að umdeildri vegalögn eða línulögn? Til að bæta gráu ofan á svart er þetta svo gert með þeim þjösnaskap sem raun ber vitni, án alls samráðs og án allrar umfjöllunar. Það er í andstöðu við allt sem geta talist vönduð og eðlileg vinnubrögð.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun