Mansal rætt í Ríga Elín Hirst skrifar 8. júní 2015 08:00 Í Eystrasaltslöndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, er mansal landlægt vandamál og mjög margar konur þaðan verða fórnarlömb þess sem kallað hefur verið nútíma þrælahald. Nýlega fór ég ásamt nokkrum þingmönnum Norðurlandaráðs til fundar við lettnesk yfirvöld í Ríga til að fræðast um stöðuna og bjóða hjálp Norðurlandaþjóðanna í baráttunni gegn mansali. Mjög erfitt er að uppræta mansal þar sem glæpamennirnir hafa afar föst tök á fórnarlömbum sínum. Einnig skortir mjög á að almenningur sé meðvitaður um mansal og eðli þess. Mansal, en man er gamalt íslenskt orð sem þýðir þræll eða ambátt, fer m.a. þannig fram að brotamennirnir nýta sér fátækt, menntunarskort, eiturlyfjafíkn eða hreinlega beita hótunum. Fórnarlömbunum eru boðin vel launuð störf eða námstækifæri. Þegar til kastanna kemur eru tilboðin blekking og konurnar þá fastar í vef brotamanna. Um velskipulagða glæpastarfsemi er að ræða þar sem ávinningur glæpamannanna er gríðarlegur. Fórnarlömb mansals verða oft kynlífsþrælar; þvingaðar til að stunda vændi með margs konar hætti, á nuddstofum eða nektardansstöðum. Mansal á ungmennum er einnig vel þekkt þar sem börn eru hneppt í þrældóm til kynlífs eða vændis sem og til þrælkunar við ýmis framleiðslustörf. Á fundinum í Ríga hittum við þingmenn fulltrúa mannréttindanefndar lettneska þingsins, innanríkisráðuneytisins, saksóknara og lögreglu. Auk þess hittum við systursamtök Stígamóta á Íslandi sem kallast MARTA. Þau samtök hafa unnið afar gott starf við að aðstoða fórnarlömb mansals og uppfræða almenning. Í heimsókninni buðu Norðurlöndin fram aðstoð sína við lettnesk yfirvöld, til dæmis með þeim hætti að auka samstarf og samþjálfun lögreglu. Þess utan lýstum við þingmennirnir yfir miklum vilja til þess að nota stjórnmálavettvanginn á Norðurlöndum til þess að aðstoða nágranna okkar við Eystrasalt í baráttunni gegn mansali. Ég vil skora á okkur Íslendinga að vera vel á verði þegar mansal er annars vegar en því miður hafa komið upp nokkur mál hér á landi. Um langt skeið hafa dansstaðir eða kampavínsklúbbar átt upp á pallborðið hér á landi þrátt fyrir sterkan grun um tengsl slíkra staða við vændi og mansal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í Eystrasaltslöndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, er mansal landlægt vandamál og mjög margar konur þaðan verða fórnarlömb þess sem kallað hefur verið nútíma þrælahald. Nýlega fór ég ásamt nokkrum þingmönnum Norðurlandaráðs til fundar við lettnesk yfirvöld í Ríga til að fræðast um stöðuna og bjóða hjálp Norðurlandaþjóðanna í baráttunni gegn mansali. Mjög erfitt er að uppræta mansal þar sem glæpamennirnir hafa afar föst tök á fórnarlömbum sínum. Einnig skortir mjög á að almenningur sé meðvitaður um mansal og eðli þess. Mansal, en man er gamalt íslenskt orð sem þýðir þræll eða ambátt, fer m.a. þannig fram að brotamennirnir nýta sér fátækt, menntunarskort, eiturlyfjafíkn eða hreinlega beita hótunum. Fórnarlömbunum eru boðin vel launuð störf eða námstækifæri. Þegar til kastanna kemur eru tilboðin blekking og konurnar þá fastar í vef brotamanna. Um velskipulagða glæpastarfsemi er að ræða þar sem ávinningur glæpamannanna er gríðarlegur. Fórnarlömb mansals verða oft kynlífsþrælar; þvingaðar til að stunda vændi með margs konar hætti, á nuddstofum eða nektardansstöðum. Mansal á ungmennum er einnig vel þekkt þar sem börn eru hneppt í þrældóm til kynlífs eða vændis sem og til þrælkunar við ýmis framleiðslustörf. Á fundinum í Ríga hittum við þingmenn fulltrúa mannréttindanefndar lettneska þingsins, innanríkisráðuneytisins, saksóknara og lögreglu. Auk þess hittum við systursamtök Stígamóta á Íslandi sem kallast MARTA. Þau samtök hafa unnið afar gott starf við að aðstoða fórnarlömb mansals og uppfræða almenning. Í heimsókninni buðu Norðurlöndin fram aðstoð sína við lettnesk yfirvöld, til dæmis með þeim hætti að auka samstarf og samþjálfun lögreglu. Þess utan lýstum við þingmennirnir yfir miklum vilja til þess að nota stjórnmálavettvanginn á Norðurlöndum til þess að aðstoða nágranna okkar við Eystrasalt í baráttunni gegn mansali. Ég vil skora á okkur Íslendinga að vera vel á verði þegar mansal er annars vegar en því miður hafa komið upp nokkur mál hér á landi. Um langt skeið hafa dansstaðir eða kampavínsklúbbar átt upp á pallborðið hér á landi þrátt fyrir sterkan grun um tengsl slíkra staða við vændi og mansal.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun